Fór heim í löngu frímínútum að sniffa lím Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. október 2023 14:01 Bogi Jónsson lítur um farinn veg í samtali við Sölva Tryggvason. Bogi Jónsson frumkvöðull og þúsundþjalasmiður sniffaði lím daglega í tvö ár sem unglingur og segist stálheppinn að hafa komist lífs af úr neyslunni. Bogi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir í þættinum sögu sína, meðal annars ótrúlegt tímabil á unglingsárunum þar sem hann sniffaði lím daglega. „Ég er orðinn svo gamall að amma mín var bóndi í Kópavoginum. Ég fæddist á svæðinu þegar hluti af kópavoginum var enn nokkurs konar sveit. Ég hef líklega verið ofvirkur og með athyglisbrest og passaði illa inn í menntakerfið. En á þessum tíma fékk maður bara að heyra það að maður væri heimskur. Ég lagði mjög mikið á mig til að læra fyrir kennarana, en einkunnirnar sögðu bara að ég væri húðlatur eða heimskur. Þetta var ekkert að virka hjá mér og með tímanum fór ég að þróa með mér mótþróa til að fá viðurkenningu einhvers staðar. Það þróaðist svo fljótlega út í uppátæki sem enduðu með lögregluheimsóknum og fleira í þeim dúr,“ segir Bogi, sem segist hafa byrjað að drekka aðeins tólf ára gamall og að það hafi ekki verið neinn stoppari þegar það byrjaði. „Við vorum að kveikja í bílum og gera alls konar hluti sem yrðu líklega ítrekað að blaðamálum í dag. Ef maður var ekki hirtur einu sinni á kvöldi af löggunni var það bara mislukkað kvöld!“ Hann segir að það hafi verið sniff-faraldur í gangi á Íslandi þegar hann var 12-13 ára gamall og hann hafi verið fljótur að hoppa á þann vagn. Einangraði sig þegar hinir urðu hræddir „Þarna komst maður í annan heim og fengið frið fyrir öllu áreitinu og kvíðanum, þannig að ég fór bara alla leið í því að sniffa lím. Það var búið að banna mig á öllum bensínstöðvum og ég fékk ekki keyptan krómvara eða lím. En svo fattaði ég að bensín virkaði líka og ég var upp á hvern einasta degi í tvö ár í einhverjum öðrum heimi í nokkra klukkutíma. Ég fór oft í löngu frímínútunum heim og sniffaði og kom svo útúrskakkur aftur inn í tíma. Þá sá ég kennarann röltandi um á bleikum og grænum spörfuglafótum og svo var ég bara rekinn út úr tímum fyrir að vera skellihlæjandi gjörsamlega út úr heiminum. En svo þegar félagar mínir fóru að hætta þessu af því að þeir voru hræddir, þá hélt ég bara áfram og einangraði mig þá af þegar ég var að þessu. Svo gerist það í eitt skiptið að ég er búinn að sniffa og sá fullt af bláum köflum og strumpum og það endaði með því að ég sá mig allan sjálfan helbláan. Ég tók því einhvern vegin sem aðvörun um að nú væri ég að drepa mig á þessu og varð nógu hræddur til að ég hætti þessu. Þetta er náttúrulega algjörlega galið þegar ég horfi á þetta úr baksýnisspeglinum og í raun er ótrúlegt að ég hafi sloppið út úr þessu tímabili án þess að eyðileggja heilastarfsemina.“ Bogi sem var lengi eftir aldri mjög feiminn og félagsfælinn hefur í gegnum tíðina framkvæmt ólíklegustu hluti eins og að opna fyrsta tælenska veitingastað landsins, byrja með kínarúllustað á Lækjatorgi læra nudd í Tælandi og fleira og fleira. Hann segist meðvitað hafa ítrekað stigið inn í hluti sem hann hafi óttast: „Ég geri það sem ég tala um og tala um það sem ég geri. Þannig hefur líf mitt verið og það hefur reynst mér vel. Líf mitt hefur verið ofboðslega skemmtilegt, þó að það hafi verið gríðarlega erfitt á köflum. Erfiðustu tímarnir eru oft bestir þegar maður horfir á þá síðar og þeir hjálpa manni að kunna að meta góðu tímana. En sársaukinn er stundum svo mikill á meðan á þessum tímabilum stendur að maður nær ekki að sjá það fyrr en síðar. En ég trúi því að öll reynsla í lífinu sé á endanum til góðs og til þess fallin að færa manni dýrmæta reynslu.“ Hrunið skall á Bogi átti um skeið Boga-rúllur sem stóðu á Lækjartorgi og settu mark sitt á mannlífið í lok níunda áratugarins. Fallegur múrsteinslagður vagn sem seldi upphitaðar frosnar Daloon rúllur, skornar og fylltar með soja sósu og stjörnuhrásalati. Hann rak einnig um tíma verslun með austurlenskum vörum en lenti í klandri og lögbanni þar sem lógóið á versluninni var bleikur fíll sem þótti svipa helst til mikið til Bónusgríssins. Eftir að hafa farið mjög illa út úr hruninu þurfti hann að stokka allt upp og byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar. „Það var mikið áfall fyrir mig að missa allt saman eftir hrunið og ég var rosalega reiður út í bankana. En á einhverjum punkti fann ég að ég yrði að halda áfram og byrja alveg frá grunni. Ég náði að selja hluti á hrakvirði og á endanum gat ég borgað bankanum það sem eftir stóð. En heilsan var gjörsamlega farin og taugakerfið alveg útbrunnið. Ég svaf varla heilan svefn í nærri tíu ár og gat ekki unnið nema stutta stund í einu og svo varð ég að leggjast út af og dorma. Ég gat unnið í klukkutíma og svo varð ég að hvílast í tvo og þannig gekk þetta lengi vel. En hægt og rólega byrjaði ég að koma til baka, sérstaklega eftir að ég hafði komist inn á heilsuhælið í Hveragerði,“ segir Bogi, sem hefur marga fjöruna sopið og býr nú ásamt konu sinni á Suðurnesjunum. „Ég bý núna í Garði á Suðurnesjunum og myndi hvergi annars staðar vilja vera. Þegar ég horfi yfir farinn veg er ég þakklátur fyrir alla þessa reynslu og hvað líf mitt hefur verið fjölbreytt og gríðarlega skemmtilegt.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Boga og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Suðurnesjabær Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Ég er orðinn svo gamall að amma mín var bóndi í Kópavoginum. Ég fæddist á svæðinu þegar hluti af kópavoginum var enn nokkurs konar sveit. Ég hef líklega verið ofvirkur og með athyglisbrest og passaði illa inn í menntakerfið. En á þessum tíma fékk maður bara að heyra það að maður væri heimskur. Ég lagði mjög mikið á mig til að læra fyrir kennarana, en einkunnirnar sögðu bara að ég væri húðlatur eða heimskur. Þetta var ekkert að virka hjá mér og með tímanum fór ég að þróa með mér mótþróa til að fá viðurkenningu einhvers staðar. Það þróaðist svo fljótlega út í uppátæki sem enduðu með lögregluheimsóknum og fleira í þeim dúr,“ segir Bogi, sem segist hafa byrjað að drekka aðeins tólf ára gamall og að það hafi ekki verið neinn stoppari þegar það byrjaði. „Við vorum að kveikja í bílum og gera alls konar hluti sem yrðu líklega ítrekað að blaðamálum í dag. Ef maður var ekki hirtur einu sinni á kvöldi af löggunni var það bara mislukkað kvöld!“ Hann segir að það hafi verið sniff-faraldur í gangi á Íslandi þegar hann var 12-13 ára gamall og hann hafi verið fljótur að hoppa á þann vagn. Einangraði sig þegar hinir urðu hræddir „Þarna komst maður í annan heim og fengið frið fyrir öllu áreitinu og kvíðanum, þannig að ég fór bara alla leið í því að sniffa lím. Það var búið að banna mig á öllum bensínstöðvum og ég fékk ekki keyptan krómvara eða lím. En svo fattaði ég að bensín virkaði líka og ég var upp á hvern einasta degi í tvö ár í einhverjum öðrum heimi í nokkra klukkutíma. Ég fór oft í löngu frímínútunum heim og sniffaði og kom svo útúrskakkur aftur inn í tíma. Þá sá ég kennarann röltandi um á bleikum og grænum spörfuglafótum og svo var ég bara rekinn út úr tímum fyrir að vera skellihlæjandi gjörsamlega út úr heiminum. En svo þegar félagar mínir fóru að hætta þessu af því að þeir voru hræddir, þá hélt ég bara áfram og einangraði mig þá af þegar ég var að þessu. Svo gerist það í eitt skiptið að ég er búinn að sniffa og sá fullt af bláum köflum og strumpum og það endaði með því að ég sá mig allan sjálfan helbláan. Ég tók því einhvern vegin sem aðvörun um að nú væri ég að drepa mig á þessu og varð nógu hræddur til að ég hætti þessu. Þetta er náttúrulega algjörlega galið þegar ég horfi á þetta úr baksýnisspeglinum og í raun er ótrúlegt að ég hafi sloppið út úr þessu tímabili án þess að eyðileggja heilastarfsemina.“ Bogi sem var lengi eftir aldri mjög feiminn og félagsfælinn hefur í gegnum tíðina framkvæmt ólíklegustu hluti eins og að opna fyrsta tælenska veitingastað landsins, byrja með kínarúllustað á Lækjatorgi læra nudd í Tælandi og fleira og fleira. Hann segist meðvitað hafa ítrekað stigið inn í hluti sem hann hafi óttast: „Ég geri það sem ég tala um og tala um það sem ég geri. Þannig hefur líf mitt verið og það hefur reynst mér vel. Líf mitt hefur verið ofboðslega skemmtilegt, þó að það hafi verið gríðarlega erfitt á köflum. Erfiðustu tímarnir eru oft bestir þegar maður horfir á þá síðar og þeir hjálpa manni að kunna að meta góðu tímana. En sársaukinn er stundum svo mikill á meðan á þessum tímabilum stendur að maður nær ekki að sjá það fyrr en síðar. En ég trúi því að öll reynsla í lífinu sé á endanum til góðs og til þess fallin að færa manni dýrmæta reynslu.“ Hrunið skall á Bogi átti um skeið Boga-rúllur sem stóðu á Lækjartorgi og settu mark sitt á mannlífið í lok níunda áratugarins. Fallegur múrsteinslagður vagn sem seldi upphitaðar frosnar Daloon rúllur, skornar og fylltar með soja sósu og stjörnuhrásalati. Hann rak einnig um tíma verslun með austurlenskum vörum en lenti í klandri og lögbanni þar sem lógóið á versluninni var bleikur fíll sem þótti svipa helst til mikið til Bónusgríssins. Eftir að hafa farið mjög illa út úr hruninu þurfti hann að stokka allt upp og byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar. „Það var mikið áfall fyrir mig að missa allt saman eftir hrunið og ég var rosalega reiður út í bankana. En á einhverjum punkti fann ég að ég yrði að halda áfram og byrja alveg frá grunni. Ég náði að selja hluti á hrakvirði og á endanum gat ég borgað bankanum það sem eftir stóð. En heilsan var gjörsamlega farin og taugakerfið alveg útbrunnið. Ég svaf varla heilan svefn í nærri tíu ár og gat ekki unnið nema stutta stund í einu og svo varð ég að leggjast út af og dorma. Ég gat unnið í klukkutíma og svo varð ég að hvílast í tvo og þannig gekk þetta lengi vel. En hægt og rólega byrjaði ég að koma til baka, sérstaklega eftir að ég hafði komist inn á heilsuhælið í Hveragerði,“ segir Bogi, sem hefur marga fjöruna sopið og býr nú ásamt konu sinni á Suðurnesjunum. „Ég bý núna í Garði á Suðurnesjunum og myndi hvergi annars staðar vilja vera. Þegar ég horfi yfir farinn veg er ég þakklátur fyrir alla þessa reynslu og hvað líf mitt hefur verið fjölbreytt og gríðarlega skemmtilegt.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Boga og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Suðurnesjabær Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira