Camilla Läckberg sökuð um að nota skuggapenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 08:11 Läckberg kynnir bók sína Gullbúrið á Spáni árið 2019. Getty/NurPhoto/Oscar Gonzalez Camilla Läckberg, einn af fremstu glæpasagnahöfundum Norðurlandanna, hefur neyðst til þess að sverja það af sér að nota „skuggapenna“ við skrif bóka sinna. Läckberg er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar þar sem sögusviðið er heimabær hennar Fjällbacka en því var haldið fram á dögunum í grein í veftímaritinu Kvartal að aðrar bækur hennar, sem hafa verið kallaðar „hefndarsögur“, hafi að einhverjum og jafnvel stórum hluta verið skrifaðar af skuggapenna (e. ghostwriter). Orðrómur um meinta hjálparhellu er ekki nýr af nálinni en á dögunum freistaði blaðamaðurinn Lapo Lappin þess að rannsaka málið og mataði „stíl-forrit“ með bókum Läckberg. Forritið telur meðal annars algengustu orð textans og rannsakar hann út frá tölfræðilegum gögnum. Forritið fann samfellu í texta Fjällbacka-saganna en texti nýrri bókanna reyndist alls óáþekkur. Líkindi reyndust hins vegar vera með Gullbúrið og Silfurvængir eftir Läckberg og verkum Pascal nokkurs Engman, sem er ritstjóri Läckberg hjá útgáfunni Forum. Þá taldi forritið Engman höfund Kvinnor utan nåd, eftir Läckberg. Það var niðurstaða Lappin að það væru sterkar líkur á því að sumar bækur Läckberg hefðu í raun verið skrifaðar, að einhverjum eða stórum hluta, af skuggapenna. Läckberg hefur nú stigið fram og neitað ásökununum. Áður hafði hún birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ávallt hafa verið opin með það að Pascal hefði hjálpað henni að þróa ný stílbrögð. Það væri ekki leyndarmál. Läckberg hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um niðurstöðurnar varðandi Kvinnor utan nåd né hefur útgefandi hennar viljað tjá sig um máliðþ. Pascal sagði hins vegar í samtali við Kvartal að hann neitaði ásökununum en sagði vitað mál að ritstjórar ynnu með texta höfundar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Läckberg er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar þar sem sögusviðið er heimabær hennar Fjällbacka en því var haldið fram á dögunum í grein í veftímaritinu Kvartal að aðrar bækur hennar, sem hafa verið kallaðar „hefndarsögur“, hafi að einhverjum og jafnvel stórum hluta verið skrifaðar af skuggapenna (e. ghostwriter). Orðrómur um meinta hjálparhellu er ekki nýr af nálinni en á dögunum freistaði blaðamaðurinn Lapo Lappin þess að rannsaka málið og mataði „stíl-forrit“ með bókum Läckberg. Forritið telur meðal annars algengustu orð textans og rannsakar hann út frá tölfræðilegum gögnum. Forritið fann samfellu í texta Fjällbacka-saganna en texti nýrri bókanna reyndist alls óáþekkur. Líkindi reyndust hins vegar vera með Gullbúrið og Silfurvængir eftir Läckberg og verkum Pascal nokkurs Engman, sem er ritstjóri Läckberg hjá útgáfunni Forum. Þá taldi forritið Engman höfund Kvinnor utan nåd, eftir Läckberg. Það var niðurstaða Lappin að það væru sterkar líkur á því að sumar bækur Läckberg hefðu í raun verið skrifaðar, að einhverjum eða stórum hluta, af skuggapenna. Läckberg hefur nú stigið fram og neitað ásökununum. Áður hafði hún birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ávallt hafa verið opin með það að Pascal hefði hjálpað henni að þróa ný stílbrögð. Það væri ekki leyndarmál. Läckberg hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um niðurstöðurnar varðandi Kvinnor utan nåd né hefur útgefandi hennar viljað tjá sig um máliðþ. Pascal sagði hins vegar í samtali við Kvartal að hann neitaði ásökununum en sagði vitað mál að ritstjórar ynnu með texta höfundar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira