„Væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2023 21:38 Finnur Freyr Stefánsson var sáttur með sigurinn, en segir að liðið eigi enn eftir að slípa sig saman. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir góðan 15 stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Valsliðið lenti 18 stigum undir í öðrum leikhluta, en snéri taflinu við í seinni hálfleik. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið týpískur haustleikur?“ spurði Finnur Freyr í leikslok. „Við vorum seinir í gang og óöruggir fannst mér enda vorum við með mikið af nýjum andlitum á vellinum sem voru að spila margar mínútur og það er eðlilegt að það taki menn tíma að komast inn í þetta. En svo fórum við að hugsa aðeins betur um boltann og ná stoppunum og þá fannst mér við gera aðeins betur.“ „Við vorum töluvert betri í seinni hálfleiknum og mér fannst við eiga að koma þessu í meiri mun með því að klára lay-up og tapa ekki boltanum svona klaufalega á mómentum í seinni hálfleik. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna miðað við fyrsta leik.“ Eins og Finnur segir var Valsliðið lengi í gang og lenti mest 18 stigum undir í upphafi annars leikhluta, en Finnur segist ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af liðinu sínu á þeim tímapunkti. „Nei, nei. Við þurftum bara að halda áfram. Þetta var djúp hola sem við vorum í en við höfum verið í djúpum holum hérna áður. Þetta er snemma á tímabilinu og liðið verður bara að halda áfram að reyna að gera litlu hlutina betur og það voru nokkrir hlutir sem við vorum að gera mjög illa í byrjun, en svo þegar leið á leikinn náðum við að múra fyrir það og finna flæði sóknarlega.“ Valsvörnin hefur verið aðalsmerki liðsins undanfarin tímabil og hún small heldur betur í gang eftir erfiða byrjun í kvöld. „Það var bara hörkugott Þórslið sem kom hérna með læti og er með flotta leikmenn. Þeir eru bara á sama stað og við og eiga eftir að slípa sig saman og verða betri. Vörnin okkar var ágæt en þeir voru líka að missa mikið af opnum skotum.“ „Maður er ekki ánægður með eitt eða neitt núna. Það væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna.“ Þá hrósaði Finnur einnig liðsheld Valsliðsins eftir að Frank Aron Booker þurfti að hvíla um stund eftir að hafa lent á auglýsingaskiltum í húsinu. Þrátt fyrir að vera draghaltur var hann manna æstastur á bekknum og dró sína menn með sér í stemninguna. „Aron er bara einstök mannvera. Hann er mjög skemmtilegur og flottur og einstök orka í kringum hann. Sérstaklega eins og hann endaði í úrslitakeppninni í fyrra þá getur hann gefið okkur mikið. Ef hann er ekki að setja skotin sín eða spila mínútur á gólfinu þá er hann jafn sveittur á hliðarlínunni. Hann er magnaður strákur sem ég er mjög ánægður að hafa í mínu liði.“ Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið týpískur haustleikur?“ spurði Finnur Freyr í leikslok. „Við vorum seinir í gang og óöruggir fannst mér enda vorum við með mikið af nýjum andlitum á vellinum sem voru að spila margar mínútur og það er eðlilegt að það taki menn tíma að komast inn í þetta. En svo fórum við að hugsa aðeins betur um boltann og ná stoppunum og þá fannst mér við gera aðeins betur.“ „Við vorum töluvert betri í seinni hálfleiknum og mér fannst við eiga að koma þessu í meiri mun með því að klára lay-up og tapa ekki boltanum svona klaufalega á mómentum í seinni hálfleik. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna miðað við fyrsta leik.“ Eins og Finnur segir var Valsliðið lengi í gang og lenti mest 18 stigum undir í upphafi annars leikhluta, en Finnur segist ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af liðinu sínu á þeim tímapunkti. „Nei, nei. Við þurftum bara að halda áfram. Þetta var djúp hola sem við vorum í en við höfum verið í djúpum holum hérna áður. Þetta er snemma á tímabilinu og liðið verður bara að halda áfram að reyna að gera litlu hlutina betur og það voru nokkrir hlutir sem við vorum að gera mjög illa í byrjun, en svo þegar leið á leikinn náðum við að múra fyrir það og finna flæði sóknarlega.“ Valsvörnin hefur verið aðalsmerki liðsins undanfarin tímabil og hún small heldur betur í gang eftir erfiða byrjun í kvöld. „Það var bara hörkugott Þórslið sem kom hérna með læti og er með flotta leikmenn. Þeir eru bara á sama stað og við og eiga eftir að slípa sig saman og verða betri. Vörnin okkar var ágæt en þeir voru líka að missa mikið af opnum skotum.“ „Maður er ekki ánægður með eitt eða neitt núna. Það væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna.“ Þá hrósaði Finnur einnig liðsheld Valsliðsins eftir að Frank Aron Booker þurfti að hvíla um stund eftir að hafa lent á auglýsingaskiltum í húsinu. Þrátt fyrir að vera draghaltur var hann manna æstastur á bekknum og dró sína menn með sér í stemninguna. „Aron er bara einstök mannvera. Hann er mjög skemmtilegur og flottur og einstök orka í kringum hann. Sérstaklega eins og hann endaði í úrslitakeppninni í fyrra þá getur hann gefið okkur mikið. Ef hann er ekki að setja skotin sín eða spila mínútur á gólfinu þá er hann jafn sveittur á hliðarlínunni. Hann er magnaður strákur sem ég er mjög ánægður að hafa í mínu liði.“
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti