Lóguðu þremur ágengum björnum þar sem árásum hefur fjölgað Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 15:10 Birna í búri í Misato í Japan. Björninn var felldur þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa honum aftur út í náttúruna. AP/Kyodo News Lóga þurfti þremur ágengum björnum sem höfðu komið sér fyrir inn í tatami-mottuverksmiðju í norðanverðu Japan. Bjarnaárásum hefur fjölgað mjög á svæðinu og hafa embættismenn kallað eftir breytingum á reglum svo hægt sé að berjast gegn björnum. Umræddir birnir, ein birna og tveir húnar, komu sér fyrir í verksmiðjunni í bænum Misato á miðvikudagsmorgun og náðust þau ekki fyrr en aðfaranótt fimmtudags. AP fréttaveitan hefur eftir eiganda verksmiðjunnar að hann hafi séð birnina þar nærri en hafi ekki grunað að þeir gætu leitað inn. Embættismenn og lögregluþjónar, vopnaðir hjálmum og skjöldum, fóru á vettvang og vöktuðu verksmiðjuna, meðan veiðimenn af svæðinu notuðu hvelletur til að reyna að hræða birnina út. Það tókst þó ekki. Að endingu var búrum komið fyrir við dyr verksmiðjunnar og var fylgst með þeim yfir nóttina. Um morguninn voru allir birnirnir þrír komnir í búr. Birnan í einu og húnarnir í öðru. Þeir voru fluttir á brott en var svo lógað þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Á þessu ári hafa þrjátíu bjarnaárásir verið tilkynntar í Akita-héraði í Japan. Sérfræðingar segja birni leita til byggða eftir mat vegna skorti á akornum, sem er meginfæða þeirra. Íbúar í Akita hafa verið varaðir við því að geyma sorp út og göngufólki hefur verið sagt að bera bjöllur, svo þau komi björnum ekki á óvart út í náttúrunni og bera bjarnarúða. Þá er fólki ráðlagt að leggjast á grúfu mæti þau birni í náttúrunni. Ríkisstjóri héraðsins segist ætla að biðja ríkisstjórnina um aðstoð við að reyna að fækka þessum árásum. Meðal annars vill hann að lögum verði breytt svo nota megi byssur ætlaðar til veiða í byggðum bólum. Annars sé ómögulegt að fella birni sem komnir eru inn í bæi. Japan Dýr Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Umræddir birnir, ein birna og tveir húnar, komu sér fyrir í verksmiðjunni í bænum Misato á miðvikudagsmorgun og náðust þau ekki fyrr en aðfaranótt fimmtudags. AP fréttaveitan hefur eftir eiganda verksmiðjunnar að hann hafi séð birnina þar nærri en hafi ekki grunað að þeir gætu leitað inn. Embættismenn og lögregluþjónar, vopnaðir hjálmum og skjöldum, fóru á vettvang og vöktuðu verksmiðjuna, meðan veiðimenn af svæðinu notuðu hvelletur til að reyna að hræða birnina út. Það tókst þó ekki. Að endingu var búrum komið fyrir við dyr verksmiðjunnar og var fylgst með þeim yfir nóttina. Um morguninn voru allir birnirnir þrír komnir í búr. Birnan í einu og húnarnir í öðru. Þeir voru fluttir á brott en var svo lógað þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Á þessu ári hafa þrjátíu bjarnaárásir verið tilkynntar í Akita-héraði í Japan. Sérfræðingar segja birni leita til byggða eftir mat vegna skorti á akornum, sem er meginfæða þeirra. Íbúar í Akita hafa verið varaðir við því að geyma sorp út og göngufólki hefur verið sagt að bera bjöllur, svo þau komi björnum ekki á óvart út í náttúrunni og bera bjarnarúða. Þá er fólki ráðlagt að leggjast á grúfu mæti þau birni í náttúrunni. Ríkisstjóri héraðsins segist ætla að biðja ríkisstjórnina um aðstoð við að reyna að fækka þessum árásum. Meðal annars vill hann að lögum verði breytt svo nota megi byssur ætlaðar til veiða í byggðum bólum. Annars sé ómögulegt að fella birni sem komnir eru inn í bæi.
Japan Dýr Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira