Lóguðu þremur ágengum björnum þar sem árásum hefur fjölgað Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 15:10 Birna í búri í Misato í Japan. Björninn var felldur þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa honum aftur út í náttúruna. AP/Kyodo News Lóga þurfti þremur ágengum björnum sem höfðu komið sér fyrir inn í tatami-mottuverksmiðju í norðanverðu Japan. Bjarnaárásum hefur fjölgað mjög á svæðinu og hafa embættismenn kallað eftir breytingum á reglum svo hægt sé að berjast gegn björnum. Umræddir birnir, ein birna og tveir húnar, komu sér fyrir í verksmiðjunni í bænum Misato á miðvikudagsmorgun og náðust þau ekki fyrr en aðfaranótt fimmtudags. AP fréttaveitan hefur eftir eiganda verksmiðjunnar að hann hafi séð birnina þar nærri en hafi ekki grunað að þeir gætu leitað inn. Embættismenn og lögregluþjónar, vopnaðir hjálmum og skjöldum, fóru á vettvang og vöktuðu verksmiðjuna, meðan veiðimenn af svæðinu notuðu hvelletur til að reyna að hræða birnina út. Það tókst þó ekki. Að endingu var búrum komið fyrir við dyr verksmiðjunnar og var fylgst með þeim yfir nóttina. Um morguninn voru allir birnirnir þrír komnir í búr. Birnan í einu og húnarnir í öðru. Þeir voru fluttir á brott en var svo lógað þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Á þessu ári hafa þrjátíu bjarnaárásir verið tilkynntar í Akita-héraði í Japan. Sérfræðingar segja birni leita til byggða eftir mat vegna skorti á akornum, sem er meginfæða þeirra. Íbúar í Akita hafa verið varaðir við því að geyma sorp út og göngufólki hefur verið sagt að bera bjöllur, svo þau komi björnum ekki á óvart út í náttúrunni og bera bjarnarúða. Þá er fólki ráðlagt að leggjast á grúfu mæti þau birni í náttúrunni. Ríkisstjóri héraðsins segist ætla að biðja ríkisstjórnina um aðstoð við að reyna að fækka þessum árásum. Meðal annars vill hann að lögum verði breytt svo nota megi byssur ætlaðar til veiða í byggðum bólum. Annars sé ómögulegt að fella birni sem komnir eru inn í bæi. Japan Dýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Umræddir birnir, ein birna og tveir húnar, komu sér fyrir í verksmiðjunni í bænum Misato á miðvikudagsmorgun og náðust þau ekki fyrr en aðfaranótt fimmtudags. AP fréttaveitan hefur eftir eiganda verksmiðjunnar að hann hafi séð birnina þar nærri en hafi ekki grunað að þeir gætu leitað inn. Embættismenn og lögregluþjónar, vopnaðir hjálmum og skjöldum, fóru á vettvang og vöktuðu verksmiðjuna, meðan veiðimenn af svæðinu notuðu hvelletur til að reyna að hræða birnina út. Það tókst þó ekki. Að endingu var búrum komið fyrir við dyr verksmiðjunnar og var fylgst með þeim yfir nóttina. Um morguninn voru allir birnirnir þrír komnir í búr. Birnan í einu og húnarnir í öðru. Þeir voru fluttir á brott en var svo lógað þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Á þessu ári hafa þrjátíu bjarnaárásir verið tilkynntar í Akita-héraði í Japan. Sérfræðingar segja birni leita til byggða eftir mat vegna skorti á akornum, sem er meginfæða þeirra. Íbúar í Akita hafa verið varaðir við því að geyma sorp út og göngufólki hefur verið sagt að bera bjöllur, svo þau komi björnum ekki á óvart út í náttúrunni og bera bjarnarúða. Þá er fólki ráðlagt að leggjast á grúfu mæti þau birni í náttúrunni. Ríkisstjóri héraðsins segist ætla að biðja ríkisstjórnina um aðstoð við að reyna að fækka þessum árásum. Meðal annars vill hann að lögum verði breytt svo nota megi byssur ætlaðar til veiða í byggðum bólum. Annars sé ómögulegt að fella birni sem komnir eru inn í bæi.
Japan Dýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira