Hörð viðbrögð vegna strangtrúaðra sem hræktu á kristna í Jerúsalem Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 09:04 Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið. Stilla af Twitter Myndskeið sem sýnir strangtrúaða gyðinga í Jerúsalem hrækja á jörðina þar sem erlendir kristnir ferðamenn ganga framhjá hefur vakið hörð viðbrögð í Ísrael og víðar. Athæfið hefur meðal annars verið gagnrýnt af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Það var blaðamaður Haaretz sem náði upptöku af atvikinu en það átti sér stað þegar umræddur hópur var að hefja göngu sína um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Förinni var heitið sömu leið og sagt er að Jesú hafi gengið áður en hann var krossfestur en hópurinn hafði með sér stóran viðarkross. Að minnsta kosti sjö strangtrúaðir gyðingar hræktu á jörðina þegar hópurinn gekk hjá en það vakti ekki síður hneykslan þegar Elisha Yered, strangtrúaður leiðtogi landnema eða landtökufólks og fyrrverandi ráðgjafi þingmanns í samsteypustjórn Netanyahu greip til varna fyrir þá sem hræktu. Sagði hann að það að hrækja að kristnum prestum og kirkjum væri „forn gyðingasiður“. „Undir áhrifum vestrænnar menningar höfum við ef til vill gleymt því fyrir hvað kristnin stendur,“ skrifaði hann á X/Twitter. „Ég held að milljónir gyðinga sem mátut þola útlegð vegna krossferðanna muni aldrei gleyma.“ Yered er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á 19 ára Palestínumanni og sætir stofufangelsi. Five people arrested on suspicion of spitting at Christians in Jerusalem's Old City https://t.co/LK6mwoJo8B— Haaretz.com (@haaretzcom) October 4, 2023 Myndskeiðið og færsla Yered eru sögð hafa farið eins og eldur í sinu um netheima í Ísrael en viðbrögðin voru, eins og áður segir, hörð. Jafnvel menn innan íhaldsamrar ríkisstjórnar landsins fordæmdu athæfið og sagði utanríkisráðherrann Eli Cohen meðal annars að það að hrækja að kristnum væri ekki í takt við gildi gyðinga. Þá sagði Michael Malkieli, ráðherra trúmála og flokksmaður í Shas-flokknum, að það að hrækja að mönnum væri ekki í samræmi við Torah, trúarrit gyðinga. Undir þetta tók einn af fremstu rabbínum Ísrael. Aðgerðasinnar segja árásir gegn kristnum hafa aukist mjög og hafa undrast hörð viðbrögð hinna íhaldssömu stjórnvalda. „Árásum á kristna hefur fjölgað um 100 prósent á þessu ári og við erum ekki bara að tala um hráka heldur grjótkast og skemmdarverk,“ segir Yisca Harani, stofnandi hjálparlínu vegna fordóma gegn kristnum. „Afsakið en hvar voruð þið?“ segir hún og beinir spurningu sinni til stjórnvalda. Guardian greindi frá. Ísrael Trúmál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Athæfið hefur meðal annars verið gagnrýnt af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Það var blaðamaður Haaretz sem náði upptöku af atvikinu en það átti sér stað þegar umræddur hópur var að hefja göngu sína um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Förinni var heitið sömu leið og sagt er að Jesú hafi gengið áður en hann var krossfestur en hópurinn hafði með sér stóran viðarkross. Að minnsta kosti sjö strangtrúaðir gyðingar hræktu á jörðina þegar hópurinn gekk hjá en það vakti ekki síður hneykslan þegar Elisha Yered, strangtrúaður leiðtogi landnema eða landtökufólks og fyrrverandi ráðgjafi þingmanns í samsteypustjórn Netanyahu greip til varna fyrir þá sem hræktu. Sagði hann að það að hrækja að kristnum prestum og kirkjum væri „forn gyðingasiður“. „Undir áhrifum vestrænnar menningar höfum við ef til vill gleymt því fyrir hvað kristnin stendur,“ skrifaði hann á X/Twitter. „Ég held að milljónir gyðinga sem mátut þola útlegð vegna krossferðanna muni aldrei gleyma.“ Yered er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á 19 ára Palestínumanni og sætir stofufangelsi. Five people arrested on suspicion of spitting at Christians in Jerusalem's Old City https://t.co/LK6mwoJo8B— Haaretz.com (@haaretzcom) October 4, 2023 Myndskeiðið og færsla Yered eru sögð hafa farið eins og eldur í sinu um netheima í Ísrael en viðbrögðin voru, eins og áður segir, hörð. Jafnvel menn innan íhaldsamrar ríkisstjórnar landsins fordæmdu athæfið og sagði utanríkisráðherrann Eli Cohen meðal annars að það að hrækja að kristnum væri ekki í takt við gildi gyðinga. Þá sagði Michael Malkieli, ráðherra trúmála og flokksmaður í Shas-flokknum, að það að hrækja að mönnum væri ekki í samræmi við Torah, trúarrit gyðinga. Undir þetta tók einn af fremstu rabbínum Ísrael. Aðgerðasinnar segja árásir gegn kristnum hafa aukist mjög og hafa undrast hörð viðbrögð hinna íhaldssömu stjórnvalda. „Árásum á kristna hefur fjölgað um 100 prósent á þessu ári og við erum ekki bara að tala um hráka heldur grjótkast og skemmdarverk,“ segir Yisca Harani, stofnandi hjálparlínu vegna fordóma gegn kristnum. „Afsakið en hvar voruð þið?“ segir hún og beinir spurningu sinni til stjórnvalda. Guardian greindi frá.
Ísrael Trúmál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira