Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 07:36 McCarthy og Gaetz hafa skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. Hreinn meirihluti dugir til að fjarlægja þingforsetann en Repúblikanar eiga 221 sæti í deildinni og Demókratar 212. Fáir Repúblikanar hafa lýst yfir stuðningi við framgöngu Gaetz og því afar ólíklegt að tillagan nái fram að ganga. Tillögur um að fjarlægja forsetann hafa aðeins tvisvar áður verið lagðar fram og voru felldar í báðum tilvikum. John Boehner stóð af sér atlögu árið 2015 en fyrsta tillagan var lögð fram árið 1910. Gaetz hefur sakað McCarthy um að hafa samið við Demókrata um að koma fjárstuðningi við Úkraínu í gegnum þingið seinna gegn stuðningi við fjárlagafrumvarpið um helgina. McCarthy hefur neitað ásökununum. Just did. https://t.co/zdQk3GblbV— Matt Gaetz (@mattgaetz) October 2, 2023 Gaetz sagði tvennt myndu gerast næstu daga; annað hvort yrði McCarthy ekki lengur forseti fulltrúadeildarinnar eða hann yrði forseti fulltrúadeildarinnar undir hæl Demókrata. Báðar niðurstöður væru Gaetz þóknanlegar, þar sem hann vildi aðeins að Bandaríkjamenn vissu hver stjórnaði þeim. Alexandra Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, segir koma til greina að styðja McCarthy að gefnum ákveðnum skilyrðum. Vinsældir hans eru þó takmarkaðar meðal Demókrata, ekki síst vegna ákvörðunar hans um að samþykkja rannsókn á hendur forsetanum, Joe Biden. Ef hann tapaði embættinu tekur við efsti maður á lista sem þingforseta ber að hafa til reiðu en hefur ekki verið gerður opinber. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Hreinn meirihluti dugir til að fjarlægja þingforsetann en Repúblikanar eiga 221 sæti í deildinni og Demókratar 212. Fáir Repúblikanar hafa lýst yfir stuðningi við framgöngu Gaetz og því afar ólíklegt að tillagan nái fram að ganga. Tillögur um að fjarlægja forsetann hafa aðeins tvisvar áður verið lagðar fram og voru felldar í báðum tilvikum. John Boehner stóð af sér atlögu árið 2015 en fyrsta tillagan var lögð fram árið 1910. Gaetz hefur sakað McCarthy um að hafa samið við Demókrata um að koma fjárstuðningi við Úkraínu í gegnum þingið seinna gegn stuðningi við fjárlagafrumvarpið um helgina. McCarthy hefur neitað ásökununum. Just did. https://t.co/zdQk3GblbV— Matt Gaetz (@mattgaetz) October 2, 2023 Gaetz sagði tvennt myndu gerast næstu daga; annað hvort yrði McCarthy ekki lengur forseti fulltrúadeildarinnar eða hann yrði forseti fulltrúadeildarinnar undir hæl Demókrata. Báðar niðurstöður væru Gaetz þóknanlegar, þar sem hann vildi aðeins að Bandaríkjamenn vissu hver stjórnaði þeim. Alexandra Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, segir koma til greina að styðja McCarthy að gefnum ákveðnum skilyrðum. Vinsældir hans eru þó takmarkaðar meðal Demókrata, ekki síst vegna ákvörðunar hans um að samþykkja rannsókn á hendur forsetanum, Joe Biden. Ef hann tapaði embættinu tekur við efsti maður á lista sem þingforseta ber að hafa til reiðu en hefur ekki verið gerður opinber.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05
McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04