Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 07:36 McCarthy og Gaetz hafa skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. Hreinn meirihluti dugir til að fjarlægja þingforsetann en Repúblikanar eiga 221 sæti í deildinni og Demókratar 212. Fáir Repúblikanar hafa lýst yfir stuðningi við framgöngu Gaetz og því afar ólíklegt að tillagan nái fram að ganga. Tillögur um að fjarlægja forsetann hafa aðeins tvisvar áður verið lagðar fram og voru felldar í báðum tilvikum. John Boehner stóð af sér atlögu árið 2015 en fyrsta tillagan var lögð fram árið 1910. Gaetz hefur sakað McCarthy um að hafa samið við Demókrata um að koma fjárstuðningi við Úkraínu í gegnum þingið seinna gegn stuðningi við fjárlagafrumvarpið um helgina. McCarthy hefur neitað ásökununum. Just did. https://t.co/zdQk3GblbV— Matt Gaetz (@mattgaetz) October 2, 2023 Gaetz sagði tvennt myndu gerast næstu daga; annað hvort yrði McCarthy ekki lengur forseti fulltrúadeildarinnar eða hann yrði forseti fulltrúadeildarinnar undir hæl Demókrata. Báðar niðurstöður væru Gaetz þóknanlegar, þar sem hann vildi aðeins að Bandaríkjamenn vissu hver stjórnaði þeim. Alexandra Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, segir koma til greina að styðja McCarthy að gefnum ákveðnum skilyrðum. Vinsældir hans eru þó takmarkaðar meðal Demókrata, ekki síst vegna ákvörðunar hans um að samþykkja rannsókn á hendur forsetanum, Joe Biden. Ef hann tapaði embættinu tekur við efsti maður á lista sem þingforseta ber að hafa til reiðu en hefur ekki verið gerður opinber. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Hreinn meirihluti dugir til að fjarlægja þingforsetann en Repúblikanar eiga 221 sæti í deildinni og Demókratar 212. Fáir Repúblikanar hafa lýst yfir stuðningi við framgöngu Gaetz og því afar ólíklegt að tillagan nái fram að ganga. Tillögur um að fjarlægja forsetann hafa aðeins tvisvar áður verið lagðar fram og voru felldar í báðum tilvikum. John Boehner stóð af sér atlögu árið 2015 en fyrsta tillagan var lögð fram árið 1910. Gaetz hefur sakað McCarthy um að hafa samið við Demókrata um að koma fjárstuðningi við Úkraínu í gegnum þingið seinna gegn stuðningi við fjárlagafrumvarpið um helgina. McCarthy hefur neitað ásökununum. Just did. https://t.co/zdQk3GblbV— Matt Gaetz (@mattgaetz) October 2, 2023 Gaetz sagði tvennt myndu gerast næstu daga; annað hvort yrði McCarthy ekki lengur forseti fulltrúadeildarinnar eða hann yrði forseti fulltrúadeildarinnar undir hæl Demókrata. Báðar niðurstöður væru Gaetz þóknanlegar, þar sem hann vildi aðeins að Bandaríkjamenn vissu hver stjórnaði þeim. Alexandra Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, segir koma til greina að styðja McCarthy að gefnum ákveðnum skilyrðum. Vinsældir hans eru þó takmarkaðar meðal Demókrata, ekki síst vegna ákvörðunar hans um að samþykkja rannsókn á hendur forsetanum, Joe Biden. Ef hann tapaði embættinu tekur við efsti maður á lista sem þingforseta ber að hafa til reiðu en hefur ekki verið gerður opinber.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05
McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04