Geðráð eflir notendur geðþjónustunnar Willum Þór Þórsson skrifar 2. október 2023 13:00 Það eru spennandi tímar framundan og tækifærin til að bæta geðþjónustu og upplifun notenda eru rík. Mikilvægt skref í framkvæmd aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála 2023-2027 var stigið í síðustu viku með stofnsetningu á Geðráði sem hefur það meginhlutverk að vera ráðgefandi fyrir ráðherra heilbrigðismála. Aðgerðaráætlunin byggir á þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi í fyrra. En víðtækt samráð ásamt notendamiðaðri og valdeflandi geðheilbrigðisþjónusta er hennar helsta leiðarljós. Geðráði er ætlað að vera breiður samráðsvettvangur helstu haghafa um geðheilbrigðismál þar sem stjórnvöld, notendur, aðstandendur og fagfólk fjalla um málaflokkinn. Geðráð er skipað 17 aðilum þar sem fjöldi fulltrúa notenda og aðstandenda er nánast jafn fulltrúa veitenda geðheilbrigðisþjónustu, háskólasamfélagsins, stjórnvalda og annarra opinberrar þjónustu. Starfsemi Geðráðs Geðráði er ætlað að eiga gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið enda setur ráðið sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Mun ráðið gegna mikilvægu ráðgjafahlutverki í stefnumótun málaflokksins ásamt því að halda okkur stjórnmálamönnum við efnið þegar kemur að framgangi gildandi aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum. Markmiðið er að Geðráð skili heilbrigðisráðherra árlegri skýrslu með tillögum um tilhögun verkefna næsta árs og upplýsingum um stefnu og framþróun málaflokksins. Til viðbótar er Geðráði heimilt að stofna verkefnahópa um einstök verkefni til að höggva á hnúta sem kunna að myndast í geðheilbrigðiskerfinu og þróa þjónustuna áfram. Með þessari nálgun tryggjum við tímanlegar aðgerðir í þágu notenda sem er í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Sjálfstætt og ráðgefandi Þar sem lykilhlutverk Geðráðs er að vera ráðherra heilbrigðismála til ráðgjafar er mikilvægt að ráðið vinni sjálfstætt og tryggi góða yfirsýn yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi og í nágrannaríkjum okkar. Þannig stuðlar Geðráð að samfellu við faglega stefnumörkun í geðheilbrigðismálum sem nýtist til framþróunar og forgangsröðunar þjónustunnar. Stofnun Geðráðs er langþráð og hafa notendur geðheilbrigðisþjónustu kallað eftir slíkum vettvangi í þó nokkurn tíma. Geðráð er til þess gert að styrkja alla ákvörðunartöku, þróun og umbætur geðheilbrigðisþjónustu sem eykur virði og gæði hennar fyrir notendur og aðstandendur. Markar stofnun Geðráðs því tímamót í málaflokknum og eiga fjölmargir þakkir skilið fyrir að láta það verða að veruleika. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímar framundan og tækifærin til að bæta geðþjónustu og upplifun notenda eru rík. Mikilvægt skref í framkvæmd aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála 2023-2027 var stigið í síðustu viku með stofnsetningu á Geðráði sem hefur það meginhlutverk að vera ráðgefandi fyrir ráðherra heilbrigðismála. Aðgerðaráætlunin byggir á þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi í fyrra. En víðtækt samráð ásamt notendamiðaðri og valdeflandi geðheilbrigðisþjónusta er hennar helsta leiðarljós. Geðráði er ætlað að vera breiður samráðsvettvangur helstu haghafa um geðheilbrigðismál þar sem stjórnvöld, notendur, aðstandendur og fagfólk fjalla um málaflokkinn. Geðráð er skipað 17 aðilum þar sem fjöldi fulltrúa notenda og aðstandenda er nánast jafn fulltrúa veitenda geðheilbrigðisþjónustu, háskólasamfélagsins, stjórnvalda og annarra opinberrar þjónustu. Starfsemi Geðráðs Geðráði er ætlað að eiga gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið enda setur ráðið sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Mun ráðið gegna mikilvægu ráðgjafahlutverki í stefnumótun málaflokksins ásamt því að halda okkur stjórnmálamönnum við efnið þegar kemur að framgangi gildandi aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum. Markmiðið er að Geðráð skili heilbrigðisráðherra árlegri skýrslu með tillögum um tilhögun verkefna næsta árs og upplýsingum um stefnu og framþróun málaflokksins. Til viðbótar er Geðráði heimilt að stofna verkefnahópa um einstök verkefni til að höggva á hnúta sem kunna að myndast í geðheilbrigðiskerfinu og þróa þjónustuna áfram. Með þessari nálgun tryggjum við tímanlegar aðgerðir í þágu notenda sem er í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Sjálfstætt og ráðgefandi Þar sem lykilhlutverk Geðráðs er að vera ráðherra heilbrigðismála til ráðgjafar er mikilvægt að ráðið vinni sjálfstætt og tryggi góða yfirsýn yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi og í nágrannaríkjum okkar. Þannig stuðlar Geðráð að samfellu við faglega stefnumörkun í geðheilbrigðismálum sem nýtist til framþróunar og forgangsröðunar þjónustunnar. Stofnun Geðráðs er langþráð og hafa notendur geðheilbrigðisþjónustu kallað eftir slíkum vettvangi í þó nokkurn tíma. Geðráð er til þess gert að styrkja alla ákvörðunartöku, þróun og umbætur geðheilbrigðisþjónustu sem eykur virði og gæði hennar fyrir notendur og aðstandendur. Markar stofnun Geðráðs því tímamót í málaflokknum og eiga fjölmargir þakkir skilið fyrir að láta það verða að veruleika. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun