Gert að sæta „öruggri gæslu“ eftir vopnað rán Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 11:42 Fram kemur að maðurinn hafi framið ránið grímuklæddur, nánar tiltekið með sóttvarnagrímu. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem framdi vopnað rán þann 22. ágúst 2021 þarf að sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir að hafa farið í verslun í Reykjavík og gengið að þremur starfsmönnum hennar og krafið þau um pening. Starfsfólkið hafi ekki skilið hann og hann barið vínflösku í afgreiðsluborðið og ógnað þeim með brotinni flöskunni. Það hafi orðið til þess að einn starfsmaðurinn opnaði peningaskúffuna á afgreiðslukassanum og þá teygði maðurinn sig yfir afgreiðsluborðið og tók peningaseðla að óþekktri fjárhæð og fór síðan úr versluninni. Í dómnum er verknaðinum lýst betur í ákveðnum atriðum, til að mynda kemur fram að maðurinn hafi verið grímuklæddur með sóttvarnagrímu. Og þá hafi hann tekið leigubíl af vettvangi. Maðurinn játaði verknaðinn, en í dómnum kemur meira að segja fram að hann hafi sagt lögreglu frá verknaðinum að fyrra bragði þegar hún gaf sig á tal við hann vegna annars máls. Því var ekki ágreiningur um verknaðinn sem lýst var í ákærunni í málinu. Hins vegar kemur fram að maðurinn hafi glímt við mikil geðræn vandamál um árabil og að vopnaða ránið hafi verið framið þegar hann var í alvarlegu geðrofsástandi. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á því augnabliki. Héraðsdómur Reykjavíkur bendir á að þegar sakborningar séu sýknaðir, eða ef refsing telst árangurslaus, megi dómurinn gera ráðstafanir sem sjái til þess að ekki veitist háski af viðkomandi. Maðurinn er sjálfráða og var það metið svo að það væri áhættuþáttur þar sem að komið gæti til þess að hann yrði ósamvinnufús eða myndi leita á ný í áhættuhegðun. Fram kemur í dómnum að hugtakið „öryggisgæsla“ komi ekki fyrir í hegningarlögum, en að vista megi fólk á „viðeigandi hæli“. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn skyldi sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Í dómnum er tekið betur fram hvað er átt við með því, en þar segir að mikilvægt sé að tekið verði mið af núverandi búsetu, eftirliti, stuðningi og meðferð mannsins, en að öryggisgæsla fari fram innan lokaðrar stofnunar réttargeðdeildar. Dómsmál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Hann var ákærður fyrir að hafa farið í verslun í Reykjavík og gengið að þremur starfsmönnum hennar og krafið þau um pening. Starfsfólkið hafi ekki skilið hann og hann barið vínflösku í afgreiðsluborðið og ógnað þeim með brotinni flöskunni. Það hafi orðið til þess að einn starfsmaðurinn opnaði peningaskúffuna á afgreiðslukassanum og þá teygði maðurinn sig yfir afgreiðsluborðið og tók peningaseðla að óþekktri fjárhæð og fór síðan úr versluninni. Í dómnum er verknaðinum lýst betur í ákveðnum atriðum, til að mynda kemur fram að maðurinn hafi verið grímuklæddur með sóttvarnagrímu. Og þá hafi hann tekið leigubíl af vettvangi. Maðurinn játaði verknaðinn, en í dómnum kemur meira að segja fram að hann hafi sagt lögreglu frá verknaðinum að fyrra bragði þegar hún gaf sig á tal við hann vegna annars máls. Því var ekki ágreiningur um verknaðinn sem lýst var í ákærunni í málinu. Hins vegar kemur fram að maðurinn hafi glímt við mikil geðræn vandamál um árabil og að vopnaða ránið hafi verið framið þegar hann var í alvarlegu geðrofsástandi. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á því augnabliki. Héraðsdómur Reykjavíkur bendir á að þegar sakborningar séu sýknaðir, eða ef refsing telst árangurslaus, megi dómurinn gera ráðstafanir sem sjái til þess að ekki veitist háski af viðkomandi. Maðurinn er sjálfráða og var það metið svo að það væri áhættuþáttur þar sem að komið gæti til þess að hann yrði ósamvinnufús eða myndi leita á ný í áhættuhegðun. Fram kemur í dómnum að hugtakið „öryggisgæsla“ komi ekki fyrir í hegningarlögum, en að vista megi fólk á „viðeigandi hæli“. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn skyldi sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Í dómnum er tekið betur fram hvað er átt við með því, en þar segir að mikilvægt sé að tekið verði mið af núverandi búsetu, eftirliti, stuðningi og meðferð mannsins, en að öryggisgæsla fari fram innan lokaðrar stofnunar réttargeðdeildar.
Dómsmál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira