Hinn grimmi húsbóndi Jón Ingi Hákonarson skrifar 2. október 2023 08:01 Ég held að það sé bara best að þið takið verðtryggt lán, já og lengið í lánunum. Þetta eru ráðleggingar Seðlabankastjóra til millistéttarinnar. Það gengur bara svo vel í efnahagslífinu að við ráðum ekki neitt við neitt, við erum fórnalömb velgengninnar. Hér er einmitt kjarni málsins, millistéttin borgar alltaf brúsann hvort heldur gangi vel eða illa. Millistéttin borgaði fyrir Hrunið með því að tapa nánast öllu eigin fé, með því að greiða hærri vexti, hærra verð fyrir matarkörfuna, hærri skatta og margir misstu heimili sín. Undanfarið höfum við búið við mikið þensluástand í atvinnulífinu. Þenslan kallar á mikinn mannafla sem eykur umsvif og þar með hagvöxt en hagvöxtur á Íslandi, þegar horft er til hagvaxtar á hvern íbúa, er hann með því minnsta sem gerist eða 0,7% og þetta gerist í tæplega 8% veðbólgu og 9% stýrivaxtastigi. Við erum með öðrum orðum að keyra ansi hratt á sumardekkjum í hálku. Bílstjórinn segir að hraðinn og hálkan komi sér ekki við og aðstoðarbílstjórinn er búinn að missa trúna á bremsubúnaði bílsins. Þessi bíltúr getur bara endað á einn veg og það er úti í skurði. Bílstjórinn vonar að skurðurinn verði mjúkur, millistéttin í aftursætinu spennir beltin og bíður þess sem koma skal. Flestar efnahagsbólur byrja á fasteignamarkaði, sáum það þegar síðasta bóla sprakk 2008. Í dag eru afleiðingar hagstjórnarinnar þær að húsnæðisskortur verður hér viðvarandi vandamál um langt skeið. Þetta getur bara endað á einn veg og það er með ósköpum. Allt tal um annað er bull í bala þegar stefna stjórnvalda er að gera ekki neitt en vona það besta. Millistéttin mun á endanum borga brúsann, hún mun borga fyrir þetta með fátækt á efri árum því hún sér enga leið út úr vandanum en að fara að ráðum Seðlabankastjóra og lengja í lánum sínum og greiða afborganir af láninu sínu fram í andlátið. Draumurinn um gluggapóstslaust ævikvöld fjarlægist með degi hverjum. Krónan er grimmur húsbóndi og heimtar sitt. Hún heldur fólki í hárri greiðslubyrði allt of lengi. Það eru grimm örlög allt of margra að falla úr millistétt í fátækt eða þrældóm á efri árum. Millistéttin hefur alltaf borgað brúsann, efsta lag samfélagsins hefur tök á því að forða verðmætum sínum áður en skellurinn kemur. Efsta lagið flýgur brott á vængjum vænna skúffufyrirtækja, vitandi vits að millistéttin mun standa sína plikt og taka svo vel á móti erlendum gjaldeyri frá efsta laginu þegar allt er farið í skrúfuna. Og svo hefst hringrásin aftur……………….og aftur…………….og aftur…………………. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Athugasemd ritstjórnar: Í upprunalegri útgáfu greinarinnar var fyrsta setning greinarinnar í gæsalöppum. Gæsalappirnar hafa verið fjarlægðar þar sem ekki hafi verið um beina tilvísun að ræða, heldur hafi höfundur verið að vísa í inntak orða seðlabankastjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að það sé bara best að þið takið verðtryggt lán, já og lengið í lánunum. Þetta eru ráðleggingar Seðlabankastjóra til millistéttarinnar. Það gengur bara svo vel í efnahagslífinu að við ráðum ekki neitt við neitt, við erum fórnalömb velgengninnar. Hér er einmitt kjarni málsins, millistéttin borgar alltaf brúsann hvort heldur gangi vel eða illa. Millistéttin borgaði fyrir Hrunið með því að tapa nánast öllu eigin fé, með því að greiða hærri vexti, hærra verð fyrir matarkörfuna, hærri skatta og margir misstu heimili sín. Undanfarið höfum við búið við mikið þensluástand í atvinnulífinu. Þenslan kallar á mikinn mannafla sem eykur umsvif og þar með hagvöxt en hagvöxtur á Íslandi, þegar horft er til hagvaxtar á hvern íbúa, er hann með því minnsta sem gerist eða 0,7% og þetta gerist í tæplega 8% veðbólgu og 9% stýrivaxtastigi. Við erum með öðrum orðum að keyra ansi hratt á sumardekkjum í hálku. Bílstjórinn segir að hraðinn og hálkan komi sér ekki við og aðstoðarbílstjórinn er búinn að missa trúna á bremsubúnaði bílsins. Þessi bíltúr getur bara endað á einn veg og það er úti í skurði. Bílstjórinn vonar að skurðurinn verði mjúkur, millistéttin í aftursætinu spennir beltin og bíður þess sem koma skal. Flestar efnahagsbólur byrja á fasteignamarkaði, sáum það þegar síðasta bóla sprakk 2008. Í dag eru afleiðingar hagstjórnarinnar þær að húsnæðisskortur verður hér viðvarandi vandamál um langt skeið. Þetta getur bara endað á einn veg og það er með ósköpum. Allt tal um annað er bull í bala þegar stefna stjórnvalda er að gera ekki neitt en vona það besta. Millistéttin mun á endanum borga brúsann, hún mun borga fyrir þetta með fátækt á efri árum því hún sér enga leið út úr vandanum en að fara að ráðum Seðlabankastjóra og lengja í lánum sínum og greiða afborganir af láninu sínu fram í andlátið. Draumurinn um gluggapóstslaust ævikvöld fjarlægist með degi hverjum. Krónan er grimmur húsbóndi og heimtar sitt. Hún heldur fólki í hárri greiðslubyrði allt of lengi. Það eru grimm örlög allt of margra að falla úr millistétt í fátækt eða þrældóm á efri árum. Millistéttin hefur alltaf borgað brúsann, efsta lag samfélagsins hefur tök á því að forða verðmætum sínum áður en skellurinn kemur. Efsta lagið flýgur brott á vængjum vænna skúffufyrirtækja, vitandi vits að millistéttin mun standa sína plikt og taka svo vel á móti erlendum gjaldeyri frá efsta laginu þegar allt er farið í skrúfuna. Og svo hefst hringrásin aftur……………….og aftur…………….og aftur…………………. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Athugasemd ritstjórnar: Í upprunalegri útgáfu greinarinnar var fyrsta setning greinarinnar í gæsalöppum. Gæsalappirnar hafa verið fjarlægðar þar sem ekki hafi verið um beina tilvísun að ræða, heldur hafi höfundur verið að vísa í inntak orða seðlabankastjóra.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar