Fimm nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 12:38 Þrír veitingastaðir munu rísa í aðalbyggingu flugvallarins á nýju veitingasvæði til austurs. Isavia Fimm nýir veitingastaðir bætast við veitingaflóru Keflavíkurflugvallar næsta vor þegar þekktir og nýir veitingastaðir munu opna á tveimur svæðum inni á flugvellinum. Þrír munu opna í aðalbyggingu flugvallarins og tveir í suðurbyggingu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að á öllum veitingastöðunum verði mikið lagt upp úr hröðum afgreiðslutíma og verði bæði hægt að borða á stöðunum og taka veitingarnar með í umhverfisvænum umbúðum. „Þrír veitingastaðir munu rísa í aðalbyggingu flugvallarins á nýju veitingasvæði til austurs, þar sem hlýleg, notaleg og afslöppuð upplifun verður í fyrirrúmi. Þetta eru staðirnir Yuzu, La Trattoria og Zócalo. Hönnun svæðisins er unnin af HAF Studio, sem hefur skapað heildrænt rými sem minnir á útisvæði og stemmningu eins og hún gerist best í miðborg Reykjavíkur. Svæðið mun halda vel utan um gesti veitingastaðanna þriggja og mynda eina heild. Til að gefa rýminu sanna götustemmningu verða íslenskir listamenn fengnir árlega til að hanna nýja veggjakrots-myndskreytingu (graffiti) á svæðinu. Einnig verður í boði fyrir listræna krakka að teikna eigið listaverk á stafrænan veggjakrotsvegg til að stytta biðina á vellinum. Isavia Mikil fjölbreytni verður í mat og drykk og framboðið ólíkt á milli veitingastaðanna þriggja til að koma til móts við þarfir og óskir sem flestra gesta. Hamborgarastaðurinn Yuzu er vel þekktur meðal matgæðinga og hefur staðurinn margoft hlotið verðlaun fyrir hamborgarana sína. Á Yuzu verður boðið upp á vinsælustu réttina af matseðli þeirra, auk morgunverðar sem verður nýjung á seðlinum og sérstaklega þróað fyrir staðinn þeirra á flugvellinum. Framboðið á Yuzu er undir áhrifum af austurlenskri matargerð og þróað af stjörnukokkinum Hauki Má Haukssyni (Haukur chef), sem er jafnframt einn af eigendum staðarins. La Trattoria er íslenskur veitingastaður sem býður upp á ítalska rétti, þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni og einfaldleika. Staðurinn opnaði fyrst í mathöllinni í Hafnartorgi og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Hrefna Sætran, einn af okkar þekktustu kokkum, og Ágúst Reynisson veitingamaður, eiga heiðurinn að matseðlinum á La Trattoria. Sérstök viðbót á nýja matseðlinum á flugvellinum verða ljúffengar pizzur fyrir gesti. Zócalo er mexíkósk skyndibitakeðja í eigu Einars Arnar Einarssonar, annars stofnandi Serrano á Íslandi. Fyrsti Zócalo staðurinn var opnaður í Svíþjóð árið 2015, en í dag eru þeir orðnir sextán talsins í þremur löndum. Á Zócaloverður boðið upp á ferskan og hollan mexíkóskan mat sem hentar ólíkum þörfum á öllum tímum dagsins,“ segir í tilkynningunni. Isavia Fleiri staðir í suðurbyggingu Þá segir að veitingaframboðið á 1. hæð í suðurbyggingu flugvallarins sé sérsniðið að erlendum tengi- og brottfararfarþegum sem séu flestir á leið til Bandaríkjanna eða Bretlands. Úrvalið endurspegli þarfir þeirra og sé áhersla lögð á einfaldan mat sem farþegar þekki en með íslensku ívafi í hráefni og hönnun. „Þar opnar nýr íslenskur veitingastaður, Keflavík Diner, og veitingastaðurinn Sbarro sem er mörgum góðkunnur. Nýi staðurinn Keflavík Diner sækir innblástur sinn í sögu svæðisins og er með skírskotun til tímans þegar ameríski herinn var í Keflavík á árunum 1951-2006. Í boði verður fjölbreyttur matseðill með áherslu á ameríska matargerð í bland við íslenska rétti. Isavia opnaði útboð á þessum tveimur svæðum á vordögum. Tveir aðilar uppfylltu hæfiskröfur útboðsins og skiluðu inn fullgildum tilboðum. Matsferli tilboðanna fól m.a. í sér að meta veitingaframboð, ferskleika veitinga, verðlagningu og þjónustu, auk hönnunar staðanna og sjálfbærni. Lagardere Travel Retail reyndist hlutskarpast í útboðinu en fyrirtækið er þegar í rekstri á Keflavíkurflugvelli,“ segir í tilkynningunni. Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að á öllum veitingastöðunum verði mikið lagt upp úr hröðum afgreiðslutíma og verði bæði hægt að borða á stöðunum og taka veitingarnar með í umhverfisvænum umbúðum. „Þrír veitingastaðir munu rísa í aðalbyggingu flugvallarins á nýju veitingasvæði til austurs, þar sem hlýleg, notaleg og afslöppuð upplifun verður í fyrirrúmi. Þetta eru staðirnir Yuzu, La Trattoria og Zócalo. Hönnun svæðisins er unnin af HAF Studio, sem hefur skapað heildrænt rými sem minnir á útisvæði og stemmningu eins og hún gerist best í miðborg Reykjavíkur. Svæðið mun halda vel utan um gesti veitingastaðanna þriggja og mynda eina heild. Til að gefa rýminu sanna götustemmningu verða íslenskir listamenn fengnir árlega til að hanna nýja veggjakrots-myndskreytingu (graffiti) á svæðinu. Einnig verður í boði fyrir listræna krakka að teikna eigið listaverk á stafrænan veggjakrotsvegg til að stytta biðina á vellinum. Isavia Mikil fjölbreytni verður í mat og drykk og framboðið ólíkt á milli veitingastaðanna þriggja til að koma til móts við þarfir og óskir sem flestra gesta. Hamborgarastaðurinn Yuzu er vel þekktur meðal matgæðinga og hefur staðurinn margoft hlotið verðlaun fyrir hamborgarana sína. Á Yuzu verður boðið upp á vinsælustu réttina af matseðli þeirra, auk morgunverðar sem verður nýjung á seðlinum og sérstaklega þróað fyrir staðinn þeirra á flugvellinum. Framboðið á Yuzu er undir áhrifum af austurlenskri matargerð og þróað af stjörnukokkinum Hauki Má Haukssyni (Haukur chef), sem er jafnframt einn af eigendum staðarins. La Trattoria er íslenskur veitingastaður sem býður upp á ítalska rétti, þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni og einfaldleika. Staðurinn opnaði fyrst í mathöllinni í Hafnartorgi og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Hrefna Sætran, einn af okkar þekktustu kokkum, og Ágúst Reynisson veitingamaður, eiga heiðurinn að matseðlinum á La Trattoria. Sérstök viðbót á nýja matseðlinum á flugvellinum verða ljúffengar pizzur fyrir gesti. Zócalo er mexíkósk skyndibitakeðja í eigu Einars Arnar Einarssonar, annars stofnandi Serrano á Íslandi. Fyrsti Zócalo staðurinn var opnaður í Svíþjóð árið 2015, en í dag eru þeir orðnir sextán talsins í þremur löndum. Á Zócaloverður boðið upp á ferskan og hollan mexíkóskan mat sem hentar ólíkum þörfum á öllum tímum dagsins,“ segir í tilkynningunni. Isavia Fleiri staðir í suðurbyggingu Þá segir að veitingaframboðið á 1. hæð í suðurbyggingu flugvallarins sé sérsniðið að erlendum tengi- og brottfararfarþegum sem séu flestir á leið til Bandaríkjanna eða Bretlands. Úrvalið endurspegli þarfir þeirra og sé áhersla lögð á einfaldan mat sem farþegar þekki en með íslensku ívafi í hráefni og hönnun. „Þar opnar nýr íslenskur veitingastaður, Keflavík Diner, og veitingastaðurinn Sbarro sem er mörgum góðkunnur. Nýi staðurinn Keflavík Diner sækir innblástur sinn í sögu svæðisins og er með skírskotun til tímans þegar ameríski herinn var í Keflavík á árunum 1951-2006. Í boði verður fjölbreyttur matseðill með áherslu á ameríska matargerð í bland við íslenska rétti. Isavia opnaði útboð á þessum tveimur svæðum á vordögum. Tveir aðilar uppfylltu hæfiskröfur útboðsins og skiluðu inn fullgildum tilboðum. Matsferli tilboðanna fól m.a. í sér að meta veitingaframboð, ferskleika veitinga, verðlagningu og þjónustu, auk hönnunar staðanna og sjálfbærni. Lagardere Travel Retail reyndist hlutskarpast í útboðinu en fyrirtækið er þegar í rekstri á Keflavíkurflugvelli,“ segir í tilkynningunni.
Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira