Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 11:31 Magdalena Andersson er fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu. EPA Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. Sjaldan hafa ofbeldisverk sem tengjast átökum glæpagengja verið eins áberandi í Svíþjóð og nú. Síðasta sólarhringinn eru þrjú dauðsföll rakin til átakanna og er septembermánuður orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átaka glæpagengja. Andersson, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2021 til 2022, segir í samtali við Aftonbladet að morgunljóst sé að sænska ríkisstjórnin verði að bregðast við og það harkalega. Hún segir nauðsynlegt að ráðast hratt í lagabreytingar til að opna á að herinn geti aðstoðað lögreglu í vinnu þeirra gegn glæpagengjunum. „Eftirlit sem lögregla sinnir gæti herinn sinnt. Þar fyrir utan sé tæknileg þekking í hernum sem gæti nýst,“ segir Andersson. Dómsmálaráðherrann Gunnar Strömmer segir að það sem Svíar hafi upplifað síðasta sólarhringinn sé nokkuð sem ekki eigi að þurfa að þola í opnu samfélagi. Ríkisstjórnin hefur nýverið fyrirskipað að fangelsismálayfirvöld ráðist í gerð sérstakra unglingafangelsa sem eigi að vera tilbúin 2026. Stór hluti þeirra sem standa fyrir skotárásum og sprengingum eru ungir piltar, undir lögaldri. Þrennt sem þarf til Andersson er ekki eini leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem krefst harðra aðgerða. Þannig segir Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstriflokksins, að þrennt þurfi til að stöðva ofbeldisölduna sem nú ríður yfir landið. „Það snýst um að fá manneskjur eins og Rawa Majid framseldan, brjóta fíkniefnamarkaðinn á bak aftur, og stöðva allan niðurskurð til skólamála og félagsþjónustu til að koma í veg fyrir að ungt fólk leiðist inn á þessa braut,“ segir Dadgostar. Rawa Majid, sem Dadgostar, vísar til er leiðtogi Foxtrot-glæpagengisins, einu umfangsmesta glæpagengi Svíþjóðar. Hann gengur undir nafninu „Kúrdíski refurinn“ og stýrir veldi sínu frá Tyrklandi. Muharrem Demirok, formaður Miðflokksins, segir að stjórnmálamenn verði sömuleiðis að axla ábyrgð, hætta öllu rifrildi og koma sameinuð fram. „Ég er reiðubúinn að hreinsa dagskrána mína til að okkur takist að stöðva þetta.“ Svíþjóð Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sjaldan hafa ofbeldisverk sem tengjast átökum glæpagengja verið eins áberandi í Svíþjóð og nú. Síðasta sólarhringinn eru þrjú dauðsföll rakin til átakanna og er septembermánuður orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átaka glæpagengja. Andersson, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2021 til 2022, segir í samtali við Aftonbladet að morgunljóst sé að sænska ríkisstjórnin verði að bregðast við og það harkalega. Hún segir nauðsynlegt að ráðast hratt í lagabreytingar til að opna á að herinn geti aðstoðað lögreglu í vinnu þeirra gegn glæpagengjunum. „Eftirlit sem lögregla sinnir gæti herinn sinnt. Þar fyrir utan sé tæknileg þekking í hernum sem gæti nýst,“ segir Andersson. Dómsmálaráðherrann Gunnar Strömmer segir að það sem Svíar hafi upplifað síðasta sólarhringinn sé nokkuð sem ekki eigi að þurfa að þola í opnu samfélagi. Ríkisstjórnin hefur nýverið fyrirskipað að fangelsismálayfirvöld ráðist í gerð sérstakra unglingafangelsa sem eigi að vera tilbúin 2026. Stór hluti þeirra sem standa fyrir skotárásum og sprengingum eru ungir piltar, undir lögaldri. Þrennt sem þarf til Andersson er ekki eini leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem krefst harðra aðgerða. Þannig segir Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstriflokksins, að þrennt þurfi til að stöðva ofbeldisölduna sem nú ríður yfir landið. „Það snýst um að fá manneskjur eins og Rawa Majid framseldan, brjóta fíkniefnamarkaðinn á bak aftur, og stöðva allan niðurskurð til skólamála og félagsþjónustu til að koma í veg fyrir að ungt fólk leiðist inn á þessa braut,“ segir Dadgostar. Rawa Majid, sem Dadgostar, vísar til er leiðtogi Foxtrot-glæpagengisins, einu umfangsmesta glæpagengi Svíþjóðar. Hann gengur undir nafninu „Kúrdíski refurinn“ og stýrir veldi sínu frá Tyrklandi. Muharrem Demirok, formaður Miðflokksins, segir að stjórnmálamenn verði sömuleiðis að axla ábyrgð, hætta öllu rifrildi og koma sameinuð fram. „Ég er reiðubúinn að hreinsa dagskrána mína til að okkur takist að stöðva þetta.“
Svíþjóð Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira