Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2023 11:20 Jóhann Páll fékk sér lúr með syni sínum, mætti svo niður í þing og honum leist sannast sagna ekki á blikuna. hari Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðu á þinginu nú rétt í þessu. Og taldi stjórnina með allt niður um sig í þeim efnum. „Já, frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað en svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósenta verðbólga í landinu og hún er á uppleið annan mánuðinn í röð. Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti í hliðarsölum,“ sagði þingmaðurinn forviða. Jóhann Páll sagði nær ekkert á dagskrá þinginsins utan einhver þingmannamál sem viti að verði að lögum komi ekkert frá ríkisstjórninni. „En það er bara hlegið og trallað og eitthvað dútl og dinglumdangl…“ Fljóta hlæjandi að feygðarósi Ljóst var að glensið í hliðarsal fór í taugarnar á Jóhanni Páli en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna taldi þingmanninn fara frjálslega með og greip inn í: „Mannréttindastofnun!“ Þá væntanlega í þeirri merkingu að það væri nú það sem stjórnin stæði í ströngu við að láta raungerast en Jóhann Páll lét það ekki slá sig út af laginu. „Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna. Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu. En hvar eru aðgerðirnar og hvar er forystan? Hvar er ríkisstjórnin og hvar eru alvöruaðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu? Það hafa það ekki allir jafn gott og við hérna… hvenær kemur kjarapakkinn sem við í Samfylkingunni höfum kallað eftir aftur og aftur? Það er ekki nóg að segja bara aftur og aftur: Verðbólgan mun fara niður, það er hálfleikur hohoho, verðbólgan mun fara niður og það er gaman hjá okkur.“ Hvar er forystan, hvar er ríkisstjórnin? Jóhann Páll sagði að það þyrfti að grípa til aðgerða og sýna að alvara sé í viðureigninni við verðbólgu. „Nú er staðan þannig að verðbólguvæntingar eru á uppleið ef eitthvað er vegna þess að fólkið í landinu og fólkið sem rekur fyrirtækið hérna hefur enga trú á að þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og hafa verið kynntar aftur og aftur, sömu aðgerðirnar á sömu glærusýningu, sömu blaðamannafundunum aftur og aftur, að þær dugi til að sporna gegn verðbólgu né þá heldur til að verja fólkið í landinu gagnvart henni.“ Og Jóhann Páll kallaði enn eftir forystu? Hann spurði hvenær ríkisstjórnin ætli að vakna? „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að átta sig á því, eins og ég gerði hérna áðan þegar ég vaknaði að það eru 8 prósent verðbólga í landinu og hún er á uppleið og það þarf að taka á því? Hvar er ríkisstjórnin og hvar er forystan í efnahagsmálum?“ Alþingi Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Já, frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað en svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósenta verðbólga í landinu og hún er á uppleið annan mánuðinn í röð. Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti í hliðarsölum,“ sagði þingmaðurinn forviða. Jóhann Páll sagði nær ekkert á dagskrá þinginsins utan einhver þingmannamál sem viti að verði að lögum komi ekkert frá ríkisstjórninni. „En það er bara hlegið og trallað og eitthvað dútl og dinglumdangl…“ Fljóta hlæjandi að feygðarósi Ljóst var að glensið í hliðarsal fór í taugarnar á Jóhanni Páli en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna taldi þingmanninn fara frjálslega með og greip inn í: „Mannréttindastofnun!“ Þá væntanlega í þeirri merkingu að það væri nú það sem stjórnin stæði í ströngu við að láta raungerast en Jóhann Páll lét það ekki slá sig út af laginu. „Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna. Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu. En hvar eru aðgerðirnar og hvar er forystan? Hvar er ríkisstjórnin og hvar eru alvöruaðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu? Það hafa það ekki allir jafn gott og við hérna… hvenær kemur kjarapakkinn sem við í Samfylkingunni höfum kallað eftir aftur og aftur? Það er ekki nóg að segja bara aftur og aftur: Verðbólgan mun fara niður, það er hálfleikur hohoho, verðbólgan mun fara niður og það er gaman hjá okkur.“ Hvar er forystan, hvar er ríkisstjórnin? Jóhann Páll sagði að það þyrfti að grípa til aðgerða og sýna að alvara sé í viðureigninni við verðbólgu. „Nú er staðan þannig að verðbólguvæntingar eru á uppleið ef eitthvað er vegna þess að fólkið í landinu og fólkið sem rekur fyrirtækið hérna hefur enga trú á að þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og hafa verið kynntar aftur og aftur, sömu aðgerðirnar á sömu glærusýningu, sömu blaðamannafundunum aftur og aftur, að þær dugi til að sporna gegn verðbólgu né þá heldur til að verja fólkið í landinu gagnvart henni.“ Og Jóhann Páll kallaði enn eftir forystu? Hann spurði hvenær ríkisstjórnin ætli að vakna? „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að átta sig á því, eins og ég gerði hérna áðan þegar ég vaknaði að það eru 8 prósent verðbólga í landinu og hún er á uppleið og það þarf að taka á því? Hvar er ríkisstjórnin og hvar er forystan í efnahagsmálum?“
Alþingi Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira