Söngvarinn frá New Jersey segir í yfirlýsingu að öllum tónleikunum verði fundin ný dagsetning á árinu 2024. Springsteen hafði áður frestað tónleikum í september vegna vísbendinga um veikindin.
Tónleikaferðalagið, sem hófst í febrúar, átti upphaflega að vera út nóvember. Sveitin flakkaði um Bandaríkin og Norður-Ameríku framan af ári en færði sig yfir til Evrópu í sumar.
Söngvarinn 74 ára fer nú í meðferð að læknisráði út árið. Til stendur að greina frá dagsetningum tónleikanna á næsta ári á næstum vikum. Aðdáendur sem eiga ekki heimangengt á nýju dagsetningunum fá þrjátíu daga til að fá endurgreiðslu á miðunum.