Umræddum leik lauk með 4-0 sigri Víkings Reykjavíkur en í úrskurði sínum vísar áfrýjunardómstóllinn í grein 36.1 reglugerðar um knattspyrnumót.
Það voru Valsmenn sem höfðu áður áfrýjað niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að láta úrslit umrædds leiks standa óhögguð. Sneri aðalkrafa Vals að því að dæma ætti Víkingum 3-0 tap í umræddum leik og var varakrafa félagsins að endurtaka ætti leikinn.
Áfrýjunardómstóllinn telur óumdeilt að Arnar hafi verið í tengslum og samskiptum við starfsfólk og þjálfara Víkings Reykjavíkur í boðvangi er hann var á meðal áhorfenda í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla á sama tíma og hann tók út leikbann í leiknum.

„Er það niðurstaða dómsins að þjálfara mfl. karla hjá varnaraðila hafi verið óheimilt að vera í tengslum eða samskiptum við starfsfólk eða þjálfara Víkings R. í boðvangi á sama tíma og hann tók út leikbann í leiknum. Þá hafi þjálfara verið óheimilt að taka þátt í fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við umræddan leik.“
Við ákvörðun sektarfjárhæðar er litið til þess að brotin áttu sér stað í efstu deild meistaraflokks og voru endurtekin á meðan leik stóð.
„Með hliðsjón af framangreindu, eðli og umfangi brota þjálfara varnaraðila og atvikum máls að öðru leyti er sektarfjárhæð talin hæfilega ákveðin kr. 250.000,“ segir í úrskurði Áfrýjunardómstóls KSÍ.