Við getum víst hindrað laxastrok Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 27. september 2023 08:31 Undanfarið hafa birst sláandi fréttir af því sem virðist verulegt umfang laxastroks úr sjókvíum við strendur landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Landssambands fiskeldisstöðva í greinargerð sem finna má á vef Stjórnarráðsins undir heitinu „Nokkrar staðreyndir um fiskeldi í sjó“ um að strok sé algjör undantekning, þá er það staðreynd að kvíarnar halda ekki fiskinum eins og þeim er ætlað, hann sleppur út og gengur upp í árnar. En af hverju halda sjókvíarnar ekki laxinum? Sjókvíaeldi er ekki einsdæmi á Íslandi og vandamálið sem við stöndum nú frammi fyrir ekki heldur. Alþjóðasamfélagið hefur gefið út ISO staðal nr. 16488:2015 sem byggir á eldri norskum staðli. Þar er m.a. fjallað um hönnun sjókvía t.d. með tilliiti til aðstæðna, útlistað hvernig eftirliti með þeim skal háttað, hvaða innri úttektir skulu fara fram, hvaða kröfur net og annar búnaður skal uppfylla o.s.frv.. Með því er viðurkennt að eldi í sjó er mikilvægur hlekkur í fæðukeðju heimsins en að það er ekki sama hvernig staðið er að slíkum rekstri. Í útgáfu staðalsins felst að allir bestu sérfræðingar greinarinnar á heimsvísu, hafa komið sér saman um bestu aðferðir við að halda laxi í kvíunum. Aðferðafræðin fæst svo vottuð af óháðum þriðja aðila, sem bæði tryggir árangur og auðveldar eftirlitshlutver MAST. Nú skal ekki lagt mat á það hvort kröfur til rekstraraðila eru of linar eða eftirliti ábótavant hér á landi þó þær raddir hafi heyrst. Það er hins vegar öruggt að með því að gera kröfur um að sjókvíar væru hannaðar skv. kröfum ISO 16488:2015 og reknar eftir því kerfi sem í staðlinum er lagt upp með, þá gerðum við allt sem í okkar valdi stæði til að hindra strok á laxi og notuðum til þess aðferðir sem bestu sérfræðingar á sviðinu, á heimsvísu, hafa gefið leiðbeiningar um. Valið um að gera betur og tryggja ásættanlega útkomu á þessu sviði eða öðrum er þó alltaf löggjafans eða eftir atvikum þeirra sem gera kröfur í viðkomandi grein um öryggi, virkni og árangur. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst sláandi fréttir af því sem virðist verulegt umfang laxastroks úr sjókvíum við strendur landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Landssambands fiskeldisstöðva í greinargerð sem finna má á vef Stjórnarráðsins undir heitinu „Nokkrar staðreyndir um fiskeldi í sjó“ um að strok sé algjör undantekning, þá er það staðreynd að kvíarnar halda ekki fiskinum eins og þeim er ætlað, hann sleppur út og gengur upp í árnar. En af hverju halda sjókvíarnar ekki laxinum? Sjókvíaeldi er ekki einsdæmi á Íslandi og vandamálið sem við stöndum nú frammi fyrir ekki heldur. Alþjóðasamfélagið hefur gefið út ISO staðal nr. 16488:2015 sem byggir á eldri norskum staðli. Þar er m.a. fjallað um hönnun sjókvía t.d. með tilliiti til aðstæðna, útlistað hvernig eftirliti með þeim skal háttað, hvaða innri úttektir skulu fara fram, hvaða kröfur net og annar búnaður skal uppfylla o.s.frv.. Með því er viðurkennt að eldi í sjó er mikilvægur hlekkur í fæðukeðju heimsins en að það er ekki sama hvernig staðið er að slíkum rekstri. Í útgáfu staðalsins felst að allir bestu sérfræðingar greinarinnar á heimsvísu, hafa komið sér saman um bestu aðferðir við að halda laxi í kvíunum. Aðferðafræðin fæst svo vottuð af óháðum þriðja aðila, sem bæði tryggir árangur og auðveldar eftirlitshlutver MAST. Nú skal ekki lagt mat á það hvort kröfur til rekstraraðila eru of linar eða eftirliti ábótavant hér á landi þó þær raddir hafi heyrst. Það er hins vegar öruggt að með því að gera kröfur um að sjókvíar væru hannaðar skv. kröfum ISO 16488:2015 og reknar eftir því kerfi sem í staðlinum er lagt upp með, þá gerðum við allt sem í okkar valdi stæði til að hindra strok á laxi og notuðum til þess aðferðir sem bestu sérfræðingar á sviðinu, á heimsvísu, hafa gefið leiðbeiningar um. Valið um að gera betur og tryggja ásættanlega útkomu á þessu sviði eða öðrum er þó alltaf löggjafans eða eftir atvikum þeirra sem gera kröfur í viðkomandi grein um öryggi, virkni og árangur. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar