Skorar á ríkisstjórnina að takast á við hinn raunverulega „brennuvarg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. september 2023 15:34 Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi spurði Þorgerður K. Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra hvort hún myndi vilja grípa boltann sem Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins hefði hent á loft í pistli sem hann skrifaði um íslensku krónuna á dögunum. Þar sagðist Vilhjálmur vera búinn að gefast upp á henni. Vísir/Egill/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði pistil Vilhjálms Birgissonar formann Starfsgreinasambandsins að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í pistlinum segist Vilhjálmur vera búinn að gefast upp á íslensku krónunni og segir margt benda til þess að örmyntin eigi stóran þátt í hinum miklu efnahagssveiflum sem einkenna efnahagsástandið á Íslandi. Þorgerður steig í pontu og beindi spurningu sinni um íslensku krónuna, sem Þorgerður kallar „brennuvarg,“ til viðskiptaráðherra. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún er tilbúin til að grípa þennan bolta sem meðal annars Vilhjálmur Birgisson kastaði á loft og til í þetta samtal og til í að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu og fyrir okkar samfélag. Hvaða valkostir eru í boði aðrir heldur en íslenska krónan?“ Henti best að vera með sjálfstæða peningastefnu Ekki stóð á svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, sem hefur undanfarna daga leitað skýringa á því hvers vegna styrking krónunnar hafi ekki skilað sér í lægra vöruverði í matvörubúðum og átt fundi með forsvarsmönnum stóru matvörukeðjanna á Íslandi. Hún sagði verðbólguna vera stóra áskorun og að hún hefði viljað sjá hana hjaðna hraðar. Hún vísaði í úttekt Seðlabankans á gjaldmiðlamálum þegar hún svaraði Þorgerði. „Seðlabankinn var mjög afgerandi í niðurstöðu sinni um að eins og staðan væri í dag að þá hentaði sjálfstæð peningastefna okkur og hefði skilað okkur umfangsmiklum ávinningi. Ef við ætluðum síðan að fara að skoða hvernig framtíðarskipulag peningastefnu á Íslandi eigi að vera þá tel ég að við verðum alltaf að skoða hagsveiflur viðkomandi ríkis og þá gjaldmiðilinn út frá því vegna þess að það sem hefur gerst á Íslandi er að hér hefur hagvöxtur verið til að mynda mun meiri en í löndum Evrópusambandsins og þá hentar sá gjaldmiðill að mínu mati alls ekki íslensku hagkerfi,“ sagði Lilja. Vill efla „brunavarnirnar“ áður en kviknar í Þorgerður rakti hagstjórnarákvarðanir Seðlabankastjóra þegar hún steig í pontu að nýju. „Sami seðlabankastjóri ráðlagði heimilum landsins fyrir nokkrum misserum, örfáum mánuðum síðan þetta: „Um að gera, takið þið óverðtryggð lán.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í kosningabaráttu um að Ísland væri lágvaxtaland, halelújah! Hvað gerist síðan? Í dag er seðlabankastjóri að mæla eindregið með því fyrir íslensku heimilin í landinu, með öllum þeim byrðum, að fara inn í verðtryggð lán.“ Þorgerði Katrínu þykir tími til kominn að hugsa efnahagsmálin til lengri tíma. „Af hverju getum við ekki reynt að fara að tala um kjarna málsins? Af hverju tölum við alltaf um brunavarnir þegar eldurinn er löngu kviknaður? Af hverju getum við ekki byrjað á grunninum og eflt okkar brunavarnir, ekki bara til skemmri tíma heldur til lengri tíma og um það snýst málið og það er það sem meðal annars forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar á við vegna þess að það er að tala við fólkið á gólfinu; við fólkið sem er að greiða þessi lán sem hafa farið úr 200 þúsund í 400 þúsund og úr 300 í 500 þúsund, fólkið sem getur ekki lengur borið þessar krónubyrðar sem eru alltaf settar reglulega á þeirra herðar,“ segir Þorgerður Katrín á Alþingi í dag. Verðlag Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Viðreisn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. 22. september 2023 11:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Í pistlinum segist Vilhjálmur vera búinn að gefast upp á íslensku krónunni og segir margt benda til þess að örmyntin eigi stóran þátt í hinum miklu efnahagssveiflum sem einkenna efnahagsástandið á Íslandi. Þorgerður steig í pontu og beindi spurningu sinni um íslensku krónuna, sem Þorgerður kallar „brennuvarg,“ til viðskiptaráðherra. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún er tilbúin til að grípa þennan bolta sem meðal annars Vilhjálmur Birgisson kastaði á loft og til í þetta samtal og til í að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu og fyrir okkar samfélag. Hvaða valkostir eru í boði aðrir heldur en íslenska krónan?“ Henti best að vera með sjálfstæða peningastefnu Ekki stóð á svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, sem hefur undanfarna daga leitað skýringa á því hvers vegna styrking krónunnar hafi ekki skilað sér í lægra vöruverði í matvörubúðum og átt fundi með forsvarsmönnum stóru matvörukeðjanna á Íslandi. Hún sagði verðbólguna vera stóra áskorun og að hún hefði viljað sjá hana hjaðna hraðar. Hún vísaði í úttekt Seðlabankans á gjaldmiðlamálum þegar hún svaraði Þorgerði. „Seðlabankinn var mjög afgerandi í niðurstöðu sinni um að eins og staðan væri í dag að þá hentaði sjálfstæð peningastefna okkur og hefði skilað okkur umfangsmiklum ávinningi. Ef við ætluðum síðan að fara að skoða hvernig framtíðarskipulag peningastefnu á Íslandi eigi að vera þá tel ég að við verðum alltaf að skoða hagsveiflur viðkomandi ríkis og þá gjaldmiðilinn út frá því vegna þess að það sem hefur gerst á Íslandi er að hér hefur hagvöxtur verið til að mynda mun meiri en í löndum Evrópusambandsins og þá hentar sá gjaldmiðill að mínu mati alls ekki íslensku hagkerfi,“ sagði Lilja. Vill efla „brunavarnirnar“ áður en kviknar í Þorgerður rakti hagstjórnarákvarðanir Seðlabankastjóra þegar hún steig í pontu að nýju. „Sami seðlabankastjóri ráðlagði heimilum landsins fyrir nokkrum misserum, örfáum mánuðum síðan þetta: „Um að gera, takið þið óverðtryggð lán.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í kosningabaráttu um að Ísland væri lágvaxtaland, halelújah! Hvað gerist síðan? Í dag er seðlabankastjóri að mæla eindregið með því fyrir íslensku heimilin í landinu, með öllum þeim byrðum, að fara inn í verðtryggð lán.“ Þorgerði Katrínu þykir tími til kominn að hugsa efnahagsmálin til lengri tíma. „Af hverju getum við ekki reynt að fara að tala um kjarna málsins? Af hverju tölum við alltaf um brunavarnir þegar eldurinn er löngu kviknaður? Af hverju getum við ekki byrjað á grunninum og eflt okkar brunavarnir, ekki bara til skemmri tíma heldur til lengri tíma og um það snýst málið og það er það sem meðal annars forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar á við vegna þess að það er að tala við fólkið á gólfinu; við fólkið sem er að greiða þessi lán sem hafa farið úr 200 þúsund í 400 þúsund og úr 300 í 500 þúsund, fólkið sem getur ekki lengur borið þessar krónubyrðar sem eru alltaf settar reglulega á þeirra herðar,“ segir Þorgerður Katrín á Alþingi í dag.
Verðlag Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Viðreisn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. 22. september 2023 11:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. 22. september 2023 11:54