„Síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar látinn eftir langvarandi veikindi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 07:12 Lögregluyfirvöld höfðu leitað Matteo Messina Denaro í 30 ár þegar hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Getty/Carabinieri Matteo Messina Denaro, „síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar, er látinn eftir langvarandi veikindi. Frá þessu er greint í ítölskum miðlum. Denaro er sagður hafa borið ábyrgð á nokkrum af ógeðfelldustu glæpum Cosa Nostra. Pierluigi Biondi, borgarstjóri L'Aquila, staðfesti að Denaro hefði látist á sjúkrahúsi eftir að veikindi hans hefðu versnað. Hann sagði að andlát hans markaði endalok „sögu ofbeldis og blóðbaðs“. Mafíósinn hefði aldrei iðrast og glæpaferill hans hefði verið sársaukafullur kafli í sögu þjóðarinnar. Denaro hafði verið á flótta undan lögregluyfirvöldum frá 1993 þegar hann var handtekinn á einkastofu í Palermo í janúar síðastliðnum, þar sem hann hafði gengist undir krabbameinsmeðferð sem Andrea Bonafede. Honum var haldið í öryggisfangelsi í L'Aquila en lagður inn á San Salvatore-sjúkrahúsið í ágúst eftir að heilsu hans hrakaði. Hann er sagður hafa verið í dái yfir helgina. Denaro fæddist á Sikiley árið 1962 og er sagður hafa blómstrað í „fjölskyldubransanum“. Ólögmæt umsvif hans náðu meðal annars til sorplosunar og vindorkuframleiðslu og er veldi Denaro sagt hafa verið metið á milljarða evra. Árið 2002 var hann fundinn sekur um að hafa persónulega myrt og/eða fyrirskipað morð á tugum einstaklinga. „Ég fyllti kirkjugarð, einn og óstuddur,“ á mafíósinn að hafa sagt. Denaro var meðal annars þekktur fyrir að nást ekki á mynd og fjöldi manna sem taldir voru vera Denaro var handtekinn við leit að honum. Hann er sagður hafa birst og horfið aftur víða um heim á árunum sem hann fór huldu höfði og hafa verið í sambandi við samverkamenn sína með því að senda skilaboð á litlum bréfmiðum. „Ykkur tókst aðeins að handtaka mig vegna veikinda minna,“ sagði Denaro eftir að hann náðist. Hann er sagður taka mörg leyndarmál í gröfina, meðal annars um kringumstæður fjölda morða. Þar hafa meðal annars verið nefndar sprengjuárásirnar þar sem saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létu lífið. Ítalía Erlend sakamál Andlát Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Pierluigi Biondi, borgarstjóri L'Aquila, staðfesti að Denaro hefði látist á sjúkrahúsi eftir að veikindi hans hefðu versnað. Hann sagði að andlát hans markaði endalok „sögu ofbeldis og blóðbaðs“. Mafíósinn hefði aldrei iðrast og glæpaferill hans hefði verið sársaukafullur kafli í sögu þjóðarinnar. Denaro hafði verið á flótta undan lögregluyfirvöldum frá 1993 þegar hann var handtekinn á einkastofu í Palermo í janúar síðastliðnum, þar sem hann hafði gengist undir krabbameinsmeðferð sem Andrea Bonafede. Honum var haldið í öryggisfangelsi í L'Aquila en lagður inn á San Salvatore-sjúkrahúsið í ágúst eftir að heilsu hans hrakaði. Hann er sagður hafa verið í dái yfir helgina. Denaro fæddist á Sikiley árið 1962 og er sagður hafa blómstrað í „fjölskyldubransanum“. Ólögmæt umsvif hans náðu meðal annars til sorplosunar og vindorkuframleiðslu og er veldi Denaro sagt hafa verið metið á milljarða evra. Árið 2002 var hann fundinn sekur um að hafa persónulega myrt og/eða fyrirskipað morð á tugum einstaklinga. „Ég fyllti kirkjugarð, einn og óstuddur,“ á mafíósinn að hafa sagt. Denaro var meðal annars þekktur fyrir að nást ekki á mynd og fjöldi manna sem taldir voru vera Denaro var handtekinn við leit að honum. Hann er sagður hafa birst og horfið aftur víða um heim á árunum sem hann fór huldu höfði og hafa verið í sambandi við samverkamenn sína með því að senda skilaboð á litlum bréfmiðum. „Ykkur tókst aðeins að handtaka mig vegna veikinda minna,“ sagði Denaro eftir að hann náðist. Hann er sagður taka mörg leyndarmál í gröfina, meðal annars um kringumstæður fjölda morða. Þar hafa meðal annars verið nefndar sprengjuárásirnar þar sem saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létu lífið.
Ítalía Erlend sakamál Andlát Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira