Unglingar fórnarlömb á gjörbreyttum fíkniefnamarkaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2023 20:30 Gunnar Hólmsteinn ræddi ástandið í Svíþjóð. getty Stjórnmálafræðingur sem búsettur var í um áratug í Svíþjóð segir sturlungaöld ríkja í undirheimum landsins. Svíar hafi miklar áhyggjur af ástandinu. Skotárásir eru daglegt brauð í fjölmiðlum Svíþjóðar. Til að mynda voru í nýliðinni viku sex skotnir til bana. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, sem var búsettur í um áratug í Svíþjóð, segir fátt annað jafn mikið rætt í landinu undanfarna daga en það gríðarmikla ofbeldi sem virðist grassera í undirheimum. Hann ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum í lok fréttarinnar. Gjörbreyttur fíkniefnamarkaður „Það er mjög strekkt ástand í landinu og maður heyrir að fólk hefur miklar áhyggjur af þessu. En það má segja að rótin að þessu nái allt aftur til áttunda og níunda áratugarins, með mótorhjólagengjum sem leka yfir frá Noregi og Þýskalandi,“ segir Gunnar. Fíkniefnamarkaðinn sé jafnframt orðinn gríðarlega stór. „En í þessum síðustu vendingum eru þetta nokkrir náungar sem eru að berjast um völd og áhrif á fíkniefnamarkaðnum og hafa breytt markaðnum. Sérstaklega náungi sem er kallaður kúrdíski refurinn, sem flutti ungur að árum frá norður Írak til Svíþjóðar. Hann er búinn að gjörbreyta fíkniefnamarkaðnum, færa hann úr stórborgunum inn í smærri samfélög.“ Á föstudag voru tveir skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken. Barnahermenn og nóg framboð „Þarna er blóðug barátta milli aðila sem voru kannski einu sinni saman í gengi. Svo brotna þessi gengi upp og þá verða átök.“ Mun harðara ofbeldi sé beitt en nokkurn tímann hafi sést í landinu. „Fórnarlömbin eru líka að verða yngri og yngri, til dæmis var þrettán ára unglingur skotinn í höfuðið úti í skógi fyrir nokkrum vikum síðan. Það er talað um barnahermenn í rauninni. Þessu er stýrt að mörgu leyti erlendis frá vegna þess að margir leiðtogar gengjanna hafa flúið Svíþjóð. En það virðist alltaf vera nóg framboð af fólki til að taka við,“ segir Gunnar og nefnir að þrátt fyrir að lögreglu hafi fyrir nokkrum vikum handtekið hátt í fjögur hundruð aðila á markaðnum. „Þá myndaðist tómarúm á markaðnum sem er nú verið að fylla. Og það er fyllt með ungum karlmönnum, sem eru á fermingaraldri og upp í tvítugt. Það virðist vera til nóg af þeim til staðar, sem eru til í að fara inn í þennan heim sem er auðvitað fullur af peningum og völdum.“ Sextíu og þrír voru skotnir í Svíþjóð, samanborið við þrjátíu og níu á síðastliðnum þremur árum í Danmörku. „Afbrotafræðingar tala um að Danir séu allt að þrjátíu árum á undan Svíum. Þeir glímdu auðvitað við þessi gengi á sínum tíma og eru núna búnir að ná ákveðnum árangri með harkalegum aðgerðum, sem eru umdeildar.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst þegar ein klukkustund og fjörutíu mínútur eru liðnar af þættinum. Svíþjóð Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Skotárásir eru daglegt brauð í fjölmiðlum Svíþjóðar. Til að mynda voru í nýliðinni viku sex skotnir til bana. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, sem var búsettur í um áratug í Svíþjóð, segir fátt annað jafn mikið rætt í landinu undanfarna daga en það gríðarmikla ofbeldi sem virðist grassera í undirheimum. Hann ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum í lok fréttarinnar. Gjörbreyttur fíkniefnamarkaður „Það er mjög strekkt ástand í landinu og maður heyrir að fólk hefur miklar áhyggjur af þessu. En það má segja að rótin að þessu nái allt aftur til áttunda og níunda áratugarins, með mótorhjólagengjum sem leka yfir frá Noregi og Þýskalandi,“ segir Gunnar. Fíkniefnamarkaðinn sé jafnframt orðinn gríðarlega stór. „En í þessum síðustu vendingum eru þetta nokkrir náungar sem eru að berjast um völd og áhrif á fíkniefnamarkaðnum og hafa breytt markaðnum. Sérstaklega náungi sem er kallaður kúrdíski refurinn, sem flutti ungur að árum frá norður Írak til Svíþjóðar. Hann er búinn að gjörbreyta fíkniefnamarkaðnum, færa hann úr stórborgunum inn í smærri samfélög.“ Á föstudag voru tveir skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken. Barnahermenn og nóg framboð „Þarna er blóðug barátta milli aðila sem voru kannski einu sinni saman í gengi. Svo brotna þessi gengi upp og þá verða átök.“ Mun harðara ofbeldi sé beitt en nokkurn tímann hafi sést í landinu. „Fórnarlömbin eru líka að verða yngri og yngri, til dæmis var þrettán ára unglingur skotinn í höfuðið úti í skógi fyrir nokkrum vikum síðan. Það er talað um barnahermenn í rauninni. Þessu er stýrt að mörgu leyti erlendis frá vegna þess að margir leiðtogar gengjanna hafa flúið Svíþjóð. En það virðist alltaf vera nóg framboð af fólki til að taka við,“ segir Gunnar og nefnir að þrátt fyrir að lögreglu hafi fyrir nokkrum vikum handtekið hátt í fjögur hundruð aðila á markaðnum. „Þá myndaðist tómarúm á markaðnum sem er nú verið að fylla. Og það er fyllt með ungum karlmönnum, sem eru á fermingaraldri og upp í tvítugt. Það virðist vera til nóg af þeim til staðar, sem eru til í að fara inn í þennan heim sem er auðvitað fullur af peningum og völdum.“ Sextíu og þrír voru skotnir í Svíþjóð, samanborið við þrjátíu og níu á síðastliðnum þremur árum í Danmörku. „Afbrotafræðingar tala um að Danir séu allt að þrjátíu árum á undan Svíum. Þeir glímdu auðvitað við þessi gengi á sínum tíma og eru núna búnir að ná ákveðnum árangri með harkalegum aðgerðum, sem eru umdeildar.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst þegar ein klukkustund og fjörutíu mínútur eru liðnar af þættinum.
Svíþjóð Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira