Velferð við upphaf þingvetrar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2023 09:31 Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir. Sterk félags- og velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg til að ná fram réttlátu samfélagi. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um velferð í almannaþágu. Velferðarnefnd fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að enginn dagur verður eins. Bætt lífsgæði – réttlátara samfélag Aðgerðaráætlunin Gott að eldast, um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023 – 2027, hefur verið fjármögnuð og er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna samtals á næstu þremur árum í að hrinda henni í framkvæmd. Unnið er að endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og er góður gangur í þeirri vinnu og von á frumvarpi frá félags- og vinnumarkaðsráðherra á þessum þingvetri. Mikilvægt er að okkur takist að sameinast um þessar mikilvægu kerfisbreytingar á Alþingi, því þessi breyting markar þáttaskil í baráttunni við fátækt og mun bæta lífsgæði stórs hóps íslensku þjóðarinnar. Ef vel tekst til mun þessi breyting skila okkur réttlátara samfélagi og mun draga úr ójöfnuði. Allt eru það gildi sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Heilbrigðisráðherra mun svo leggja fram fjölmörg mál og eitt af þeim sem ég tel afar mikilvægt fjallar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika þar sem tryggja á betur öryggi sjúklinga, styrkja öryggismenningu og skapa heilbrigðisstarfsfólki betri starfsskilyrði. Annað mál sem talsvert hefur verið rætt um og verður lagt fram í vetur er mál sem veitir þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem getur ekki vegna fötlunar sinnar veitt slíkt umboð sjálf. Eitt af fyrstu málum haustsins hjá mennta- og barnamálaráðherra er samræming löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ætlað er að styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna og réttindi barna sem mikilvægt er til í tengslum við farsældarlöggjöfina. Áframhaldandi uppbygging innviða Í húsnæðismálum er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn af festu til að bæta húsnæðisöryggi. Eitt af málum innviðaráðherra, sem mikið hefur verið kallað eftir, er breyting á húsaleigulögum. Því er m.a. ætlað að auka öryggi leigjenda og tryggja fyrirsjáanleika og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð. Málið verður lagt fram í september. Þá er stefnt að því að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins. Byggðar verða 2000 íbúðir árin 2024 og 2025. Hér hef ég aðeins farið yfir brotabrot af verkefnum vetrarins. Ég hlakka til að takast á við þessu stóru verkefni og þær áskoranir sem þeim eflaust munu fylgja, sem og öðrum málum sem nefndin kemur til með að fjalla um, og trúi því að samstarf okkar nefndarmanna verði farsælt og samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir. Sterk félags- og velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg til að ná fram réttlátu samfélagi. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um velferð í almannaþágu. Velferðarnefnd fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að enginn dagur verður eins. Bætt lífsgæði – réttlátara samfélag Aðgerðaráætlunin Gott að eldast, um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023 – 2027, hefur verið fjármögnuð og er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna samtals á næstu þremur árum í að hrinda henni í framkvæmd. Unnið er að endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og er góður gangur í þeirri vinnu og von á frumvarpi frá félags- og vinnumarkaðsráðherra á þessum þingvetri. Mikilvægt er að okkur takist að sameinast um þessar mikilvægu kerfisbreytingar á Alþingi, því þessi breyting markar þáttaskil í baráttunni við fátækt og mun bæta lífsgæði stórs hóps íslensku þjóðarinnar. Ef vel tekst til mun þessi breyting skila okkur réttlátara samfélagi og mun draga úr ójöfnuði. Allt eru það gildi sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Heilbrigðisráðherra mun svo leggja fram fjölmörg mál og eitt af þeim sem ég tel afar mikilvægt fjallar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika þar sem tryggja á betur öryggi sjúklinga, styrkja öryggismenningu og skapa heilbrigðisstarfsfólki betri starfsskilyrði. Annað mál sem talsvert hefur verið rætt um og verður lagt fram í vetur er mál sem veitir þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem getur ekki vegna fötlunar sinnar veitt slíkt umboð sjálf. Eitt af fyrstu málum haustsins hjá mennta- og barnamálaráðherra er samræming löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ætlað er að styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna og réttindi barna sem mikilvægt er til í tengslum við farsældarlöggjöfina. Áframhaldandi uppbygging innviða Í húsnæðismálum er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn af festu til að bæta húsnæðisöryggi. Eitt af málum innviðaráðherra, sem mikið hefur verið kallað eftir, er breyting á húsaleigulögum. Því er m.a. ætlað að auka öryggi leigjenda og tryggja fyrirsjáanleika og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð. Málið verður lagt fram í september. Þá er stefnt að því að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins. Byggðar verða 2000 íbúðir árin 2024 og 2025. Hér hef ég aðeins farið yfir brotabrot af verkefnum vetrarins. Ég hlakka til að takast á við þessu stóru verkefni og þær áskoranir sem þeim eflaust munu fylgja, sem og öðrum málum sem nefndin kemur til með að fjalla um, og trúi því að samstarf okkar nefndarmanna verði farsælt og samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun