Velferð við upphaf þingvetrar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2023 09:31 Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir. Sterk félags- og velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg til að ná fram réttlátu samfélagi. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um velferð í almannaþágu. Velferðarnefnd fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að enginn dagur verður eins. Bætt lífsgæði – réttlátara samfélag Aðgerðaráætlunin Gott að eldast, um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023 – 2027, hefur verið fjármögnuð og er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna samtals á næstu þremur árum í að hrinda henni í framkvæmd. Unnið er að endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og er góður gangur í þeirri vinnu og von á frumvarpi frá félags- og vinnumarkaðsráðherra á þessum þingvetri. Mikilvægt er að okkur takist að sameinast um þessar mikilvægu kerfisbreytingar á Alþingi, því þessi breyting markar þáttaskil í baráttunni við fátækt og mun bæta lífsgæði stórs hóps íslensku þjóðarinnar. Ef vel tekst til mun þessi breyting skila okkur réttlátara samfélagi og mun draga úr ójöfnuði. Allt eru það gildi sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Heilbrigðisráðherra mun svo leggja fram fjölmörg mál og eitt af þeim sem ég tel afar mikilvægt fjallar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika þar sem tryggja á betur öryggi sjúklinga, styrkja öryggismenningu og skapa heilbrigðisstarfsfólki betri starfsskilyrði. Annað mál sem talsvert hefur verið rætt um og verður lagt fram í vetur er mál sem veitir þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem getur ekki vegna fötlunar sinnar veitt slíkt umboð sjálf. Eitt af fyrstu málum haustsins hjá mennta- og barnamálaráðherra er samræming löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ætlað er að styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna og réttindi barna sem mikilvægt er til í tengslum við farsældarlöggjöfina. Áframhaldandi uppbygging innviða Í húsnæðismálum er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn af festu til að bæta húsnæðisöryggi. Eitt af málum innviðaráðherra, sem mikið hefur verið kallað eftir, er breyting á húsaleigulögum. Því er m.a. ætlað að auka öryggi leigjenda og tryggja fyrirsjáanleika og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð. Málið verður lagt fram í september. Þá er stefnt að því að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins. Byggðar verða 2000 íbúðir árin 2024 og 2025. Hér hef ég aðeins farið yfir brotabrot af verkefnum vetrarins. Ég hlakka til að takast á við þessu stóru verkefni og þær áskoranir sem þeim eflaust munu fylgja, sem og öðrum málum sem nefndin kemur til með að fjalla um, og trúi því að samstarf okkar nefndarmanna verði farsælt og samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir. Sterk félags- og velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg til að ná fram réttlátu samfélagi. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um velferð í almannaþágu. Velferðarnefnd fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að enginn dagur verður eins. Bætt lífsgæði – réttlátara samfélag Aðgerðaráætlunin Gott að eldast, um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023 – 2027, hefur verið fjármögnuð og er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna samtals á næstu þremur árum í að hrinda henni í framkvæmd. Unnið er að endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og er góður gangur í þeirri vinnu og von á frumvarpi frá félags- og vinnumarkaðsráðherra á þessum þingvetri. Mikilvægt er að okkur takist að sameinast um þessar mikilvægu kerfisbreytingar á Alþingi, því þessi breyting markar þáttaskil í baráttunni við fátækt og mun bæta lífsgæði stórs hóps íslensku þjóðarinnar. Ef vel tekst til mun þessi breyting skila okkur réttlátara samfélagi og mun draga úr ójöfnuði. Allt eru það gildi sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Heilbrigðisráðherra mun svo leggja fram fjölmörg mál og eitt af þeim sem ég tel afar mikilvægt fjallar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika þar sem tryggja á betur öryggi sjúklinga, styrkja öryggismenningu og skapa heilbrigðisstarfsfólki betri starfsskilyrði. Annað mál sem talsvert hefur verið rætt um og verður lagt fram í vetur er mál sem veitir þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem getur ekki vegna fötlunar sinnar veitt slíkt umboð sjálf. Eitt af fyrstu málum haustsins hjá mennta- og barnamálaráðherra er samræming löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ætlað er að styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna og réttindi barna sem mikilvægt er til í tengslum við farsældarlöggjöfina. Áframhaldandi uppbygging innviða Í húsnæðismálum er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn af festu til að bæta húsnæðisöryggi. Eitt af málum innviðaráðherra, sem mikið hefur verið kallað eftir, er breyting á húsaleigulögum. Því er m.a. ætlað að auka öryggi leigjenda og tryggja fyrirsjáanleika og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð. Málið verður lagt fram í september. Þá er stefnt að því að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins. Byggðar verða 2000 íbúðir árin 2024 og 2025. Hér hef ég aðeins farið yfir brotabrot af verkefnum vetrarins. Ég hlakka til að takast á við þessu stóru verkefni og þær áskoranir sem þeim eflaust munu fylgja, sem og öðrum málum sem nefndin kemur til með að fjalla um, og trúi því að samstarf okkar nefndarmanna verði farsælt og samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun