Rúnar: Tókst að fresta fagnaðarlátum Víkinga um einhverja daga Kári Mímisson skrifar 20. september 2023 22:13 Rúnar var hress á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „Eitt stig gegn besta liði landsins er mjög gott en ég er svekktur að hafa ekki tekið öll þrjú því mér fannst við vera betra liðið með meiri möguleika,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR strax að leik loknum gegn Víkingi í kvöld. Það var mikill munur á liði KR í fyrri og seinni hálfleik. KR liðið gerði sig sekt um tvö slæm mistök í fyrri hálfleik sem Víkingar náðu að refsa fyrir og átti í vandræðum með að skapa sér færi. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til liðsins sem leit virkilega vel út gegn nýkrýndum bikarmeisturum Víkings. Rúnar segir að liðið hafi ekki gert miklar breytingar á liðinu og talar sömuleiðis um að liðið hefði átt að gera betur í mörkum Víkings. „Við lyftum aðeins einum miðjumanni hærra upp í pressu þannig að við vorum eiginlega komnir í maður á mann. Þeir eru flinkir að leysa pressu eins og í fyrri hálfleik þegar við erum með ákveðna pressu í huga og ætlum að gera ákveðna hluti þá eru þeir fljótir að breyta og finna lausnir og við náðum að laga það aðeins betur í hálfleik,“ sagði Rúnar í viðtali eftir leikinn í kvöld. „2-0 í hálfleik fannst mér ekki gefa rétta mynd af leiknum. Þeir taka hornspyrnu sem við vissum alveg nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera, þeir eru búnir að vera að gera þetta í allt sumar og við sýnum bara ömurlega varnarvinnu þar. Svo gefum við þeim bara mark á silfurfati alveg eins og við gerðum á KR-vellinum fyrr í sumar í stöðunni 0-0 þegar við erum með leikinn þar sem við viljum hafa hann.“ „Við gefum þeim tvö mörk en eigum á sama tíma fullt af fínum spilköflum, vissulega voru Víkingar líka mikið með boltann en þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik og í þeim seinni fannst mér við bara vera betra liðið. Mér þótti það sanngjarnt að við jöfnum leikinn og hefði viljað fá þriðja markið en áttum svo sem ekki mikið af sénsum eftir að við jöfnum leikinn í 2-2,“ bætti Rúnar við. Rúnar segir að lokum að hann sætti sig þó við stigið en hefði viljað sjá þrjú miða við spilamennsku liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var frábær fótboltaleikur og allt það. Vissulega fengu þeir dauðafæri hérna í seinni hálfleiknum þegar við erum orðnir aðeins opnari en við fengum líka okkar séns eins og þegar Kennie er sloppinn í gegn tekur boltann er tekinn niður og ekkert dæmt. Þetta var baráttu leikur með hröðum fótbolta og tveimur liðum sem spiluðu flottan fótbolta. Sennilega gaman fyrir þá sem horfðu þar sem það var mikið að gerast. Við erum sáttir að taka með okkur eitt stig héðan en eins og ég segi hefði ég viljað taka þrjú.“ „Hefur þróast smám saman í það undanfarin tvö ár að reyna að yngja liðið“ En hefur Rúnar fengið einhver svör eftir þennan frábæra síðari hálfleik? „Við erum búnir að fá fullt af svörum í allt sumar. Jói er að spila alla leiki fyrir okkur, 18 ára gamall. Lúkas er búinn að vera að spila fullt fyrir okkur að undanförnu og byrjar inn á í dag í fjarveru Finns Tómasar. Jakob Franz er búinn að spila mikið. Birgir Steinn kemur inn á núna og Benoný búinn að vera frábær. Við erum með fullt af ungum strákum sem hafa verið að gefa mér þau svör að þeir séu tilbúnir.“ „Við erum á þeim stað í deildinni sem mögulega endurspeglast í því að við höfum verið að gefa fullt af mönnum séns sem var kannski ekki alveg hugmyndafræðin frá upphafi en hefur þróast smám saman í það undanfarin tvö ár að reyna að yngja liðið og við höfum gert vel í því. Nú horfum við aðeins lengra fram í tíman en akkúrat þetta tímabil en við erum enn þá í þessari baráttu, komumst inn í topp sex og þar viljum við gera okkur gilda. Í kvöld tókst okkur að fresta fagnaðarlátum Víkinga um einhverja nokkra daga.“ Hvernig metur þú stöðuna í þessari Evrópubaráttu? „Hún er náttúrulega bara galopin. Auðvitað þurfum við að vinna einhverja leiki en stig gegn meisturunum eða verðandi meisturum og bikarmeisturum er flott. Það sýnir okkur að við getum tekið stig á móti bestu liðunum. Nú eigum við Val næst og við erum heldur betur búnir að tapa illa fyrir þeim tvisvar í sumar, fáum þá á sunnudaginn næsta og reynum að halda áfram þessum stíganda sem hefur verið hjá okkur. Vonandi náum við betri úrslitum gegn Val en í síðustu tveimur leikjum sem við höfum spilað við þá.“ Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Það var mikill munur á liði KR í fyrri og seinni hálfleik. KR liðið gerði sig sekt um tvö slæm mistök í fyrri hálfleik sem Víkingar náðu að refsa fyrir og átti í vandræðum með að skapa sér færi. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til liðsins sem leit virkilega vel út gegn nýkrýndum bikarmeisturum Víkings. Rúnar segir að liðið hafi ekki gert miklar breytingar á liðinu og talar sömuleiðis um að liðið hefði átt að gera betur í mörkum Víkings. „Við lyftum aðeins einum miðjumanni hærra upp í pressu þannig að við vorum eiginlega komnir í maður á mann. Þeir eru flinkir að leysa pressu eins og í fyrri hálfleik þegar við erum með ákveðna pressu í huga og ætlum að gera ákveðna hluti þá eru þeir fljótir að breyta og finna lausnir og við náðum að laga það aðeins betur í hálfleik,“ sagði Rúnar í viðtali eftir leikinn í kvöld. „2-0 í hálfleik fannst mér ekki gefa rétta mynd af leiknum. Þeir taka hornspyrnu sem við vissum alveg nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera, þeir eru búnir að vera að gera þetta í allt sumar og við sýnum bara ömurlega varnarvinnu þar. Svo gefum við þeim bara mark á silfurfati alveg eins og við gerðum á KR-vellinum fyrr í sumar í stöðunni 0-0 þegar við erum með leikinn þar sem við viljum hafa hann.“ „Við gefum þeim tvö mörk en eigum á sama tíma fullt af fínum spilköflum, vissulega voru Víkingar líka mikið með boltann en þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik og í þeim seinni fannst mér við bara vera betra liðið. Mér þótti það sanngjarnt að við jöfnum leikinn og hefði viljað fá þriðja markið en áttum svo sem ekki mikið af sénsum eftir að við jöfnum leikinn í 2-2,“ bætti Rúnar við. Rúnar segir að lokum að hann sætti sig þó við stigið en hefði viljað sjá þrjú miða við spilamennsku liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var frábær fótboltaleikur og allt það. Vissulega fengu þeir dauðafæri hérna í seinni hálfleiknum þegar við erum orðnir aðeins opnari en við fengum líka okkar séns eins og þegar Kennie er sloppinn í gegn tekur boltann er tekinn niður og ekkert dæmt. Þetta var baráttu leikur með hröðum fótbolta og tveimur liðum sem spiluðu flottan fótbolta. Sennilega gaman fyrir þá sem horfðu þar sem það var mikið að gerast. Við erum sáttir að taka með okkur eitt stig héðan en eins og ég segi hefði ég viljað taka þrjú.“ „Hefur þróast smám saman í það undanfarin tvö ár að reyna að yngja liðið“ En hefur Rúnar fengið einhver svör eftir þennan frábæra síðari hálfleik? „Við erum búnir að fá fullt af svörum í allt sumar. Jói er að spila alla leiki fyrir okkur, 18 ára gamall. Lúkas er búinn að vera að spila fullt fyrir okkur að undanförnu og byrjar inn á í dag í fjarveru Finns Tómasar. Jakob Franz er búinn að spila mikið. Birgir Steinn kemur inn á núna og Benoný búinn að vera frábær. Við erum með fullt af ungum strákum sem hafa verið að gefa mér þau svör að þeir séu tilbúnir.“ „Við erum á þeim stað í deildinni sem mögulega endurspeglast í því að við höfum verið að gefa fullt af mönnum séns sem var kannski ekki alveg hugmyndafræðin frá upphafi en hefur þróast smám saman í það undanfarin tvö ár að reyna að yngja liðið og við höfum gert vel í því. Nú horfum við aðeins lengra fram í tíman en akkúrat þetta tímabil en við erum enn þá í þessari baráttu, komumst inn í topp sex og þar viljum við gera okkur gilda. Í kvöld tókst okkur að fresta fagnaðarlátum Víkinga um einhverja nokkra daga.“ Hvernig metur þú stöðuna í þessari Evrópubaráttu? „Hún er náttúrulega bara galopin. Auðvitað þurfum við að vinna einhverja leiki en stig gegn meisturunum eða verðandi meisturum og bikarmeisturum er flott. Það sýnir okkur að við getum tekið stig á móti bestu liðunum. Nú eigum við Val næst og við erum heldur betur búnir að tapa illa fyrir þeim tvisvar í sumar, fáum þá á sunnudaginn næsta og reynum að halda áfram þessum stíganda sem hefur verið hjá okkur. Vonandi náum við betri úrslitum gegn Val en í síðustu tveimur leikjum sem við höfum spilað við þá.“
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira