Hvað gera bændur nú? Trausti Hjálmarsson skrifar 20. september 2023 15:01 Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Má segja að nú sé búið að vinna til baka hrun afurðaverðs sem varð haustið 2016 og 2017. Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs hefur ekki tekist að koma til móts við gífurlega hækkun framleiðslukostnaðar og ekki síður verulega hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Að óbreyttu horfa sauðfjárbændur fram á óviðunandi afkomu á þessu ári og þá er rétt að spyrja sig: Hvað gera bændur nú? Meðan afkoman er óviðunandi mun samdrátturinn halda áfram. Við bætist að uppskera á gróffóðri var víða með minna móti þetta sumarið, sem býr til aukinn hvata til samdráttar í framleiðslunni. Í stöðu sem þessari þarf að leita allra leiða til að láta reksturinn ganga upp. Það hafa bændur sannarlega gert með því að hagræða í sínum rekstri. Afurðaverð hefur hækkað og fært bændum auknar tekjur. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geta stutt við greinina. Fáir þekkja það betur en íslenskir sauðfjárbændur að búa við kröpp kjör. Til þess eru búvörusamningar að gefa sauðfjárbændum tækifæri á að búa með reisn og gera öllum neytendum kleift að kaupa gæðavöru á góðu verði. Allt þetta ár hafa bændur beðið frétta af endurskoðun búvörusamninga. Jafnvel haft væntingar um sértækar aðgerða líkt og farið var í sumarið 2022. Engar fregnir hafa borist af slíkum fyrirætlunum frá ráðherra landbúnaðarmál. Að vísu er blásið til sóknar í mikilvægum verkefnum tengt innleiðingu verndandi arfgerðar gegn riðuveiki sem og kornrækt. Það er af hinu góða. En ekkert virðist vera í gangi innan ráðuneytisins sem ávarpar alvarlega stöðu landbúnaðarins. Á sama tíma horfum við á stjórnvöld í nágrannalöndum okkar standa með sinni landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið setti í sumar 430 milljónir Evra (62,4 milljarðar ísl. kr) í stuðning við bændur til að takast á við kostnaðarhækkanir, tjóna vegna veðurfars og ýmissa markaðslegra áskoranna. Hluti af fjármagninu fer til landa sem hafa orðið fyrir forsendubrest vegna niðurfellingar tolla á landbúnaðarvörur frá Úkraínu. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld um rekstrarskilyrði landbúnaðarins. Þetta árið lauk samningalotunni 16. maí. Þar er tekið tillit til erfiðrar rekstraraðstæðna árið 2023 og stuðningur aukin sem nemur 111.000 norskum krónum á hvert ársverk (um 1,4 miljónir ísl. kr). Á meðan bíða íslenskir bændur eftir viðbrögðum ráðherra. Er ekki lengur vilji til að standa með íslenskum landbúnaði. Á meðan ekkert er gert þá er þörf á því að spyrja sig, Hvað gera bændur nú? Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Má segja að nú sé búið að vinna til baka hrun afurðaverðs sem varð haustið 2016 og 2017. Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs hefur ekki tekist að koma til móts við gífurlega hækkun framleiðslukostnaðar og ekki síður verulega hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Að óbreyttu horfa sauðfjárbændur fram á óviðunandi afkomu á þessu ári og þá er rétt að spyrja sig: Hvað gera bændur nú? Meðan afkoman er óviðunandi mun samdrátturinn halda áfram. Við bætist að uppskera á gróffóðri var víða með minna móti þetta sumarið, sem býr til aukinn hvata til samdráttar í framleiðslunni. Í stöðu sem þessari þarf að leita allra leiða til að láta reksturinn ganga upp. Það hafa bændur sannarlega gert með því að hagræða í sínum rekstri. Afurðaverð hefur hækkað og fært bændum auknar tekjur. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geta stutt við greinina. Fáir þekkja það betur en íslenskir sauðfjárbændur að búa við kröpp kjör. Til þess eru búvörusamningar að gefa sauðfjárbændum tækifæri á að búa með reisn og gera öllum neytendum kleift að kaupa gæðavöru á góðu verði. Allt þetta ár hafa bændur beðið frétta af endurskoðun búvörusamninga. Jafnvel haft væntingar um sértækar aðgerða líkt og farið var í sumarið 2022. Engar fregnir hafa borist af slíkum fyrirætlunum frá ráðherra landbúnaðarmál. Að vísu er blásið til sóknar í mikilvægum verkefnum tengt innleiðingu verndandi arfgerðar gegn riðuveiki sem og kornrækt. Það er af hinu góða. En ekkert virðist vera í gangi innan ráðuneytisins sem ávarpar alvarlega stöðu landbúnaðarins. Á sama tíma horfum við á stjórnvöld í nágrannalöndum okkar standa með sinni landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið setti í sumar 430 milljónir Evra (62,4 milljarðar ísl. kr) í stuðning við bændur til að takast á við kostnaðarhækkanir, tjóna vegna veðurfars og ýmissa markaðslegra áskoranna. Hluti af fjármagninu fer til landa sem hafa orðið fyrir forsendubrest vegna niðurfellingar tolla á landbúnaðarvörur frá Úkraínu. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld um rekstrarskilyrði landbúnaðarins. Þetta árið lauk samningalotunni 16. maí. Þar er tekið tillit til erfiðrar rekstraraðstæðna árið 2023 og stuðningur aukin sem nemur 111.000 norskum krónum á hvert ársverk (um 1,4 miljónir ísl. kr). Á meðan bíða íslenskir bændur eftir viðbrögðum ráðherra. Er ekki lengur vilji til að standa með íslenskum landbúnaði. Á meðan ekkert er gert þá er þörf á því að spyrja sig, Hvað gera bændur nú? Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun