Hvað gera bændur nú? Trausti Hjálmarsson skrifar 20. september 2023 15:01 Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Má segja að nú sé búið að vinna til baka hrun afurðaverðs sem varð haustið 2016 og 2017. Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs hefur ekki tekist að koma til móts við gífurlega hækkun framleiðslukostnaðar og ekki síður verulega hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Að óbreyttu horfa sauðfjárbændur fram á óviðunandi afkomu á þessu ári og þá er rétt að spyrja sig: Hvað gera bændur nú? Meðan afkoman er óviðunandi mun samdrátturinn halda áfram. Við bætist að uppskera á gróffóðri var víða með minna móti þetta sumarið, sem býr til aukinn hvata til samdráttar í framleiðslunni. Í stöðu sem þessari þarf að leita allra leiða til að láta reksturinn ganga upp. Það hafa bændur sannarlega gert með því að hagræða í sínum rekstri. Afurðaverð hefur hækkað og fært bændum auknar tekjur. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geta stutt við greinina. Fáir þekkja það betur en íslenskir sauðfjárbændur að búa við kröpp kjör. Til þess eru búvörusamningar að gefa sauðfjárbændum tækifæri á að búa með reisn og gera öllum neytendum kleift að kaupa gæðavöru á góðu verði. Allt þetta ár hafa bændur beðið frétta af endurskoðun búvörusamninga. Jafnvel haft væntingar um sértækar aðgerða líkt og farið var í sumarið 2022. Engar fregnir hafa borist af slíkum fyrirætlunum frá ráðherra landbúnaðarmál. Að vísu er blásið til sóknar í mikilvægum verkefnum tengt innleiðingu verndandi arfgerðar gegn riðuveiki sem og kornrækt. Það er af hinu góða. En ekkert virðist vera í gangi innan ráðuneytisins sem ávarpar alvarlega stöðu landbúnaðarins. Á sama tíma horfum við á stjórnvöld í nágrannalöndum okkar standa með sinni landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið setti í sumar 430 milljónir Evra (62,4 milljarðar ísl. kr) í stuðning við bændur til að takast á við kostnaðarhækkanir, tjóna vegna veðurfars og ýmissa markaðslegra áskoranna. Hluti af fjármagninu fer til landa sem hafa orðið fyrir forsendubrest vegna niðurfellingar tolla á landbúnaðarvörur frá Úkraínu. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld um rekstrarskilyrði landbúnaðarins. Þetta árið lauk samningalotunni 16. maí. Þar er tekið tillit til erfiðrar rekstraraðstæðna árið 2023 og stuðningur aukin sem nemur 111.000 norskum krónum á hvert ársverk (um 1,4 miljónir ísl. kr). Á meðan bíða íslenskir bændur eftir viðbrögðum ráðherra. Er ekki lengur vilji til að standa með íslenskum landbúnaði. Á meðan ekkert er gert þá er þörf á því að spyrja sig, Hvað gera bændur nú? Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Má segja að nú sé búið að vinna til baka hrun afurðaverðs sem varð haustið 2016 og 2017. Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs hefur ekki tekist að koma til móts við gífurlega hækkun framleiðslukostnaðar og ekki síður verulega hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Að óbreyttu horfa sauðfjárbændur fram á óviðunandi afkomu á þessu ári og þá er rétt að spyrja sig: Hvað gera bændur nú? Meðan afkoman er óviðunandi mun samdrátturinn halda áfram. Við bætist að uppskera á gróffóðri var víða með minna móti þetta sumarið, sem býr til aukinn hvata til samdráttar í framleiðslunni. Í stöðu sem þessari þarf að leita allra leiða til að láta reksturinn ganga upp. Það hafa bændur sannarlega gert með því að hagræða í sínum rekstri. Afurðaverð hefur hækkað og fært bændum auknar tekjur. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geta stutt við greinina. Fáir þekkja það betur en íslenskir sauðfjárbændur að búa við kröpp kjör. Til þess eru búvörusamningar að gefa sauðfjárbændum tækifæri á að búa með reisn og gera öllum neytendum kleift að kaupa gæðavöru á góðu verði. Allt þetta ár hafa bændur beðið frétta af endurskoðun búvörusamninga. Jafnvel haft væntingar um sértækar aðgerða líkt og farið var í sumarið 2022. Engar fregnir hafa borist af slíkum fyrirætlunum frá ráðherra landbúnaðarmál. Að vísu er blásið til sóknar í mikilvægum verkefnum tengt innleiðingu verndandi arfgerðar gegn riðuveiki sem og kornrækt. Það er af hinu góða. En ekkert virðist vera í gangi innan ráðuneytisins sem ávarpar alvarlega stöðu landbúnaðarins. Á sama tíma horfum við á stjórnvöld í nágrannalöndum okkar standa með sinni landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið setti í sumar 430 milljónir Evra (62,4 milljarðar ísl. kr) í stuðning við bændur til að takast á við kostnaðarhækkanir, tjóna vegna veðurfars og ýmissa markaðslegra áskoranna. Hluti af fjármagninu fer til landa sem hafa orðið fyrir forsendubrest vegna niðurfellingar tolla á landbúnaðarvörur frá Úkraínu. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld um rekstrarskilyrði landbúnaðarins. Þetta árið lauk samningalotunni 16. maí. Þar er tekið tillit til erfiðrar rekstraraðstæðna árið 2023 og stuðningur aukin sem nemur 111.000 norskum krónum á hvert ársverk (um 1,4 miljónir ísl. kr). Á meðan bíða íslenskir bændur eftir viðbrögðum ráðherra. Er ekki lengur vilji til að standa með íslenskum landbúnaði. Á meðan ekkert er gert þá er þörf á því að spyrja sig, Hvað gera bændur nú? Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun