Vill setja reglur um vefverslanir frekar en að afneita þeim Jón Þór Stefánsson skrifar 20. september 2023 08:01 „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem leggur til að netverslanir sem selji áfengi verði leyfðar í meira mæli. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að setja reglur um vefverslanir sem selja áfengi hér á landi. Hún hefur lagt fram frumvarp um að leyfa verslanirnar í meira mæli hér á landi. Hún segir Íslendinga neyta áfengis sama hvort þær reglur séu til staðar eða ekki og því skipti máli að reglurnar séu til staðar til að tryggja sanngirni á markaði. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Hildur mikilvægt að halda því til haga að netverslun á áfengi væri nú þegar heimil á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Það ætti hins vegar bara við um erlendar verslanir. Hún segir frumvarpið snúast um að jafna leikinn fyrir aðila á íslenskum markaði, og búa til regluumgjörð um vefverslun á áfengi sem hún vill meina að sé mjög óljós í dag. Gagnrýnisraddir hafa bent á að með vefverslunum síðustu ára hafi áfengisneysla og dagdrykkja aukist verulega á síðustu árum. Hildur var spurð hvort frumvarpið væri ekki að koma í veg fyrir lítið vandamál en á sama tíma búa til en stærra vandamál úr áfengisneyslunni. „Aðgengi að áfengi hefur margfaldast á undanförnum árum, ekki bara í vínveitingaleyfum, ÁTVR hefur líka fjölgað sölustöðum og lengt opnunartímann og svo framvegis,“ viðurkenndi Hildur. „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi. Okkur finnst því skynsamlegra að eyða fókus og fjármunum í forvarnir og fræðslu, í staðinn fyrir að afneita því að hér sé lögleg verslun til staðar, sem er miklu skynsamlegra að setja almennilega umgjörð utan um.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig rætt um gagnrýni á frekari útbreiðslu áfengis. Hægt er að sjá klippuna í spilaranum hér fyrir neðan. Hildur bendir á að þetta mál hafi verið fast innan ríkisstjórnarinnar. Hún segir ekkert launungarmál að fólk innan Vinstri grænna og Framsóknar sé ekki hrifnir af frumvarpinu. „Það er bara staðreynd,“ bætir hún við, og segir að það sé jafnframt staðreynd að verslunin sé nú þegar til og að almenningur kunni vel við hana. „Er ekki skynsamlegra að horfast í augu við það og setja reglur i staðinn fyrir að afneita því að hún sé hérna?“ spurði hún um netverslanirnar og beindi að spurningunni að þeim sem eru andvígir frumvarpinu. Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Netverslun með áfengi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Hún segir Íslendinga neyta áfengis sama hvort þær reglur séu til staðar eða ekki og því skipti máli að reglurnar séu til staðar til að tryggja sanngirni á markaði. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Hildur mikilvægt að halda því til haga að netverslun á áfengi væri nú þegar heimil á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Það ætti hins vegar bara við um erlendar verslanir. Hún segir frumvarpið snúast um að jafna leikinn fyrir aðila á íslenskum markaði, og búa til regluumgjörð um vefverslun á áfengi sem hún vill meina að sé mjög óljós í dag. Gagnrýnisraddir hafa bent á að með vefverslunum síðustu ára hafi áfengisneysla og dagdrykkja aukist verulega á síðustu árum. Hildur var spurð hvort frumvarpið væri ekki að koma í veg fyrir lítið vandamál en á sama tíma búa til en stærra vandamál úr áfengisneyslunni. „Aðgengi að áfengi hefur margfaldast á undanförnum árum, ekki bara í vínveitingaleyfum, ÁTVR hefur líka fjölgað sölustöðum og lengt opnunartímann og svo framvegis,“ viðurkenndi Hildur. „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi. Okkur finnst því skynsamlegra að eyða fókus og fjármunum í forvarnir og fræðslu, í staðinn fyrir að afneita því að hér sé lögleg verslun til staðar, sem er miklu skynsamlegra að setja almennilega umgjörð utan um.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig rætt um gagnrýni á frekari útbreiðslu áfengis. Hægt er að sjá klippuna í spilaranum hér fyrir neðan. Hildur bendir á að þetta mál hafi verið fast innan ríkisstjórnarinnar. Hún segir ekkert launungarmál að fólk innan Vinstri grænna og Framsóknar sé ekki hrifnir af frumvarpinu. „Það er bara staðreynd,“ bætir hún við, og segir að það sé jafnframt staðreynd að verslunin sé nú þegar til og að almenningur kunni vel við hana. „Er ekki skynsamlegra að horfast í augu við það og setja reglur i staðinn fyrir að afneita því að hún sé hérna?“ spurði hún um netverslanirnar og beindi að spurningunni að þeim sem eru andvígir frumvarpinu.
Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Netverslun með áfengi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira