Dómafordæmi: Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 19. september 2023 14:31 Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgefandi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins. Þetta var útskýrt í grein minni sem birt var 1. september síðast liðinn. Ég á erfitt með að skilja að dómur, sem ekki er útskýrður frá báðum hliðum, geti verið fordæmisgefandi. Að minnsta kosti vantar þar eitthvað verulega upp á. Fyrst og fremst er það í héraði sem dómar eru útskýrðir. Séu í dómsforsendum báðar hliðar málsins ekki útskýrðar finnst mér að Hæstiréttur, og nú einnig Landsréttur, eigi að vera skyldugur til að senda málið til baka til undirréttar, jafnvel til endurupptöku. Rekjanleiki dóma hlýtur að vera sjálf grunnstoð réttarkerfisins. Hvernig unnt sé að finna dóma um það mál sem er sambærilegast því sem um ræðir og hvers vegna dómurinn í því var kveðinn upp nákvæmlega eins og gert var en ekki einhvern veginn öðru vísi. Mikilvægast er að fyrir hendi sé sem best aðgengi að dómum ásamt auðveldustu og nákvæmustu flokkun þeirra sem völ er á. Samræmi í dómskerfinu er vart hugsanlegt án þess. Krafa almennings hlýtur að vera sú að unnt sé að rekja dóma eftir nákvæmum skilgreiningum þannig að öruggt sé að samræmi sé í dómum, sama hver eða hverjir eigi í hlut. Þetta þarf einnig að gera til þess að lögmenn geti upplýst viðskiptavini sína með nokkrum sanni hvernig ákveðið dómsmál muni fara sem lítur svona og svona út. Þetta nægir að vísu ekki. Dómskerfið þarf einnig að þróast í takt við þjóðfélagsbreytingarnar og tæknina á hverjum tíma og sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu. Tækni er að þróast með sívaxandi hraða. Vísindamenn fullyrða að það sé hreinlega náttúrulögmál að hraði breytinga muni sífellt herða á sér samkvæmt veldiskúrvu. Í því sambandi verður að benda á að Alþingi og dómstólar eru fornt fyrirbæri sem verður að þróa í takt við tímann. Hugsanlegt er að um 2040–2050 verði álíka miklar breytingar á mánuði og nú verða á einu ári. Athuga þarf að það er allt þjóðfélagið, ekki bara tæknin, sem er að breytast svona ört. Sem dæmi má nefna alls konar fjarvinnu sem nú ryður sér ört til rúms. Það verður að vera til aðili innan dómskerfisins sem fylgist grannt með þróuninni og tekur við og miðlar ábendingum varðandi hana. Hlutverk hans yrði að koma á framfæri breytingum um gildi ákveðinna sönnunargagna og dómsmeðferða sem síðan þarf að fá víðtækt samþykki innan dómarastéttarinnar. Þetta yrði gert opinbert þannig að það geti nýst öllum sem að dómsmálum koma og þyrfti að koma inn í dómaskýringar sem viðbótarupplýsingar. Væntanlega verður að setja lög um þessa starfsemi og hafa þarf hugfast að þörf verður á hraðari ákvarðanatökum eftir því sem árin líða. Þegar ný lög verða sett um meðferð einkamála, sem verður að gera sem allra fyrst, þarf að láta þau miðast við fyrirsjáanlegar tæknibreytingar næstu 10–15 árin. Þá munu þau hugsanlega ná að endast sæmilega þann tíma. Forðast þarf eins og heitan eldinn að svipað gerist og þegar Alþingi samþykkti lög um meðferð einkamála árið 1991sem áttu við þjóðfélagið 20 árum áður, það er árið 1970 eða jafnvel miklu fyrr. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi er að finna fyllri lýsingu á þessum málum.Þá má spyrja hvort það geti gengið mikið lengur að vera með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið frá því fyrir og jafnvel löngu fyrir 1970. Svarið hlýtur að vera nei, að þetta megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgefandi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins. Þetta var útskýrt í grein minni sem birt var 1. september síðast liðinn. Ég á erfitt með að skilja að dómur, sem ekki er útskýrður frá báðum hliðum, geti verið fordæmisgefandi. Að minnsta kosti vantar þar eitthvað verulega upp á. Fyrst og fremst er það í héraði sem dómar eru útskýrðir. Séu í dómsforsendum báðar hliðar málsins ekki útskýrðar finnst mér að Hæstiréttur, og nú einnig Landsréttur, eigi að vera skyldugur til að senda málið til baka til undirréttar, jafnvel til endurupptöku. Rekjanleiki dóma hlýtur að vera sjálf grunnstoð réttarkerfisins. Hvernig unnt sé að finna dóma um það mál sem er sambærilegast því sem um ræðir og hvers vegna dómurinn í því var kveðinn upp nákvæmlega eins og gert var en ekki einhvern veginn öðru vísi. Mikilvægast er að fyrir hendi sé sem best aðgengi að dómum ásamt auðveldustu og nákvæmustu flokkun þeirra sem völ er á. Samræmi í dómskerfinu er vart hugsanlegt án þess. Krafa almennings hlýtur að vera sú að unnt sé að rekja dóma eftir nákvæmum skilgreiningum þannig að öruggt sé að samræmi sé í dómum, sama hver eða hverjir eigi í hlut. Þetta þarf einnig að gera til þess að lögmenn geti upplýst viðskiptavini sína með nokkrum sanni hvernig ákveðið dómsmál muni fara sem lítur svona og svona út. Þetta nægir að vísu ekki. Dómskerfið þarf einnig að þróast í takt við þjóðfélagsbreytingarnar og tæknina á hverjum tíma og sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu. Tækni er að þróast með sívaxandi hraða. Vísindamenn fullyrða að það sé hreinlega náttúrulögmál að hraði breytinga muni sífellt herða á sér samkvæmt veldiskúrvu. Í því sambandi verður að benda á að Alþingi og dómstólar eru fornt fyrirbæri sem verður að þróa í takt við tímann. Hugsanlegt er að um 2040–2050 verði álíka miklar breytingar á mánuði og nú verða á einu ári. Athuga þarf að það er allt þjóðfélagið, ekki bara tæknin, sem er að breytast svona ört. Sem dæmi má nefna alls konar fjarvinnu sem nú ryður sér ört til rúms. Það verður að vera til aðili innan dómskerfisins sem fylgist grannt með þróuninni og tekur við og miðlar ábendingum varðandi hana. Hlutverk hans yrði að koma á framfæri breytingum um gildi ákveðinna sönnunargagna og dómsmeðferða sem síðan þarf að fá víðtækt samþykki innan dómarastéttarinnar. Þetta yrði gert opinbert þannig að það geti nýst öllum sem að dómsmálum koma og þyrfti að koma inn í dómaskýringar sem viðbótarupplýsingar. Væntanlega verður að setja lög um þessa starfsemi og hafa þarf hugfast að þörf verður á hraðari ákvarðanatökum eftir því sem árin líða. Þegar ný lög verða sett um meðferð einkamála, sem verður að gera sem allra fyrst, þarf að láta þau miðast við fyrirsjáanlegar tæknibreytingar næstu 10–15 árin. Þá munu þau hugsanlega ná að endast sæmilega þann tíma. Forðast þarf eins og heitan eldinn að svipað gerist og þegar Alþingi samþykkti lög um meðferð einkamála árið 1991sem áttu við þjóðfélagið 20 árum áður, það er árið 1970 eða jafnvel miklu fyrr. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi er að finna fyllri lýsingu á þessum málum.Þá má spyrja hvort það geti gengið mikið lengur að vera með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið frá því fyrir og jafnvel löngu fyrir 1970. Svarið hlýtur að vera nei, að þetta megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun