Húsið var byggt árið 1933 og var endurgert árið 2016. Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhúsarkitekt endurhannaði íbúðina með sínum glæsilega stíl.
Fallegt stafaparket úr eik með fiskibeinamynstri flæðir á milli og gefur heildarmyndinni einstakan sjarma. Innréttingar og hurðir eru sérsmíðaðar í svörtum lit. Auk þess er sérsmíðaður glerveggur með stálramma sem skilur hjónaherbergi frá stofu.
Eldhúsið er rúmgott búið stórri eyju með marmara, vönduðum eldhústækjum og góðu skápaplássi.
Í íbúðinni er ein af elstu lyftum Reykjavíkur sem endurgerð hefur verið í upprunalegri mynd og hefur fulla virkni og vottun frá Vinnueftirliti ríkisins.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.
Á meðfylgjandi myndum má sjá íbúðina fyrir og eftir breytingar.












Eignin fyrir breytingar
Á myndunum hér að neðan má sjá eignina fyrir breytingar. Óhætt er að segja að endurbæturnar séu glæsilegar.








