Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 10:57 Karl XVI Gústaf ásamt Silvíu drottningu í messu í morgun. EPA-EFE/Claudio Bresciani Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því. Hjónin voru stórglæsileg þar sem þau mættu til leiksýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu og svo í viðhafnarkvöldverð í Drottningholm höllinni í kjölfarið. Karl Gústaf varð þjóðhöfðingi Svíþjóðar árið 1973 við andlát afa síns, Gústafs VI. Adolfs konungs. Missti föður sinn níu mánaða gamall Faðir Karls Gústafs og þáverandi krónprins, Gústav Adolf, lést í flugslysi árið 1947 á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann var á leið frá Amsterdam til Stokkhólms og vél hans var að millilenda í Danmörku þegar stýrisbúnaður vélarinnar læstist með þeim afleiðingum að hún hrundi til jarðar. 22 farþegar voru um borð og létust þeir allir. Karl Gústaf varð því erfingi krúnunnar níu mánaða gamall. Hann og systur hans þær Margrét prinsessa, Désirée, Birgitta og Kristína hafa sjaldan rætt föðurmissinn opinberlega. Móðir þeirra Sibylla prinsessa hefur lýst því hvernig veröld sín hrundi vegna andláts Gústavs. Karl Gústaf ræddi andlát föður síns í fyrsta sinn árið 2004 í ræðu eftir mannskæða flóðbylgju þar sem rúmlega 200 þúsund manns létust. Þar á meðal voru sex hundruð Svíar og lá harmleikurinn Svíum nærri. Karl deildi því með heimsbyggðinni að hann kannaðist við það hvernig það var að missa foreldri. „Mörg börn hafa misst einn, jafnvel tvo foreldra. Ég veit hvernig það er, ég hef verið slíkt barn. Faðir minn dó í flugslysi þegar ég var pínulítill. Þannig að ég veit hvernig það er að alast upp án föðurs.“ Lengst ríkjandi konungur Svíþjóðar Karl Gústaf er orðinn þaulsetnasti konungur Svíþjóðar. Hann setti metið árið 2018 þegar hann hafði verið í hásætinu í 44 ár og 223 daga. Fyrra metið var nokkurra alda gamalt. Það átti Magnus Eriksson, sem samkvæmt opinberum skjölum Svía, var konungur í 44 ár og 222 daga á 14.öld. Karl sló því nokkurra aldagamalt met en hann var einungis 27 ára þegar hann varð konungur fyrir 50 árum síðan árið 1973. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt Sauli Niinistoe, forseta Finnlands og forsetafrúnni Jenni Haukio í messu í morgun. EPA-EFE/Jonas Ekstroemer Í dag verður messa í Slottskyrkan í tilefni dagsins sem þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetahjón, munu sækja fyrir Íslands hönd ásamt sænsku konungsfjölskyldunni og fulltrúum hinna norðurlandanna. Að henni lokinni verður konungurinn hylltur frá svölum konungshallarinnar. Þá verður norrænum þjóðhöfðingjum boðið til hádegisverðar með sænsku konungshjónunum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Dagskrá krýningarafmælisins lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni í kvöld. Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Hjónin voru stórglæsileg þar sem þau mættu til leiksýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu og svo í viðhafnarkvöldverð í Drottningholm höllinni í kjölfarið. Karl Gústaf varð þjóðhöfðingi Svíþjóðar árið 1973 við andlát afa síns, Gústafs VI. Adolfs konungs. Missti föður sinn níu mánaða gamall Faðir Karls Gústafs og þáverandi krónprins, Gústav Adolf, lést í flugslysi árið 1947 á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann var á leið frá Amsterdam til Stokkhólms og vél hans var að millilenda í Danmörku þegar stýrisbúnaður vélarinnar læstist með þeim afleiðingum að hún hrundi til jarðar. 22 farþegar voru um borð og létust þeir allir. Karl Gústaf varð því erfingi krúnunnar níu mánaða gamall. Hann og systur hans þær Margrét prinsessa, Désirée, Birgitta og Kristína hafa sjaldan rætt föðurmissinn opinberlega. Móðir þeirra Sibylla prinsessa hefur lýst því hvernig veröld sín hrundi vegna andláts Gústavs. Karl Gústaf ræddi andlát föður síns í fyrsta sinn árið 2004 í ræðu eftir mannskæða flóðbylgju þar sem rúmlega 200 þúsund manns létust. Þar á meðal voru sex hundruð Svíar og lá harmleikurinn Svíum nærri. Karl deildi því með heimsbyggðinni að hann kannaðist við það hvernig það var að missa foreldri. „Mörg börn hafa misst einn, jafnvel tvo foreldra. Ég veit hvernig það er, ég hef verið slíkt barn. Faðir minn dó í flugslysi þegar ég var pínulítill. Þannig að ég veit hvernig það er að alast upp án föðurs.“ Lengst ríkjandi konungur Svíþjóðar Karl Gústaf er orðinn þaulsetnasti konungur Svíþjóðar. Hann setti metið árið 2018 þegar hann hafði verið í hásætinu í 44 ár og 223 daga. Fyrra metið var nokkurra alda gamalt. Það átti Magnus Eriksson, sem samkvæmt opinberum skjölum Svía, var konungur í 44 ár og 222 daga á 14.öld. Karl sló því nokkurra aldagamalt met en hann var einungis 27 ára þegar hann varð konungur fyrir 50 árum síðan árið 1973. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt Sauli Niinistoe, forseta Finnlands og forsetafrúnni Jenni Haukio í messu í morgun. EPA-EFE/Jonas Ekstroemer Í dag verður messa í Slottskyrkan í tilefni dagsins sem þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetahjón, munu sækja fyrir Íslands hönd ásamt sænsku konungsfjölskyldunni og fulltrúum hinna norðurlandanna. Að henni lokinni verður konungurinn hylltur frá svölum konungshallarinnar. Þá verður norrænum þjóðhöfðingjum boðið til hádegisverðar með sænsku konungshjónunum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Dagskrá krýningarafmælisins lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni í kvöld.
Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent