Nemendur urðu vitni að slysinu í kennslustund Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 14:02 Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík segir nemendur og kennara harmi slegna vegna málsins. Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík sem sátu í tíma í Miðbæjarskólanum urðu vitni að umferðarslysinu sem varð á Lækjargötu í gær þar sem ökumaður sendiferðabíls lést. Skólastjóri segir nemendur og starfsfólk harmi slegið vegna málsins og er nemendum boðið upp á áfallahjálp. „Það voru nemendur sem urðu vitni að slysinu og meðal annars nemendur sem voru í tíma hjá kennara, sem tók þau bara í fangið og fór með þau inn í stofu og ræddi við þau og veitti stuðning eins og hún gat,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í samtali við Vísi. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23 í gær. Þar varð árekstur sendibíls og skotbómulyftara og lést ökumaður sendibílsins, karlmaður á fertugsaldri. Kolfinna segir fleiri nemendur skólans auk þess hafa orðið vitni að slysinu, enda hafi það átt sér stað mjög nálægt skólanum. Stjórnendur hafa unnið eftir viðbragðsáætlun vegna málsins. „Í þessu tilviki funduðum við stjórnendur um málið og höfðum samband við Rauða krossinn um svona leiðbeiningar varðandi áfallahjálp í svona tilvikum og sendum síðan póst á foreldra og létum vita að einhverjir nemendur höfðu orðið vitni að slysinu og að við myndum bjóða þeim nemendum áfallahjálp sem þurfa þess.“ Þá hafi nemendum verið sendur bæklingur frá Rauða krossinum með leiðbeiningum og þeir hvattir til að leita til skólastjórnenda þurfi þeir á áfallahjálp að halda vegna málsins. Nemendur og kennarar eru slegnir? „Já. Við erum öll slegin yfir þessu hræðilega slysi og það er náttúrulega hluti af viðbrögðunum, að auðvitað hlúa að nemendum og okkur sjálfum og auðvitað hugsum við með hlýju og kærleik til aðstandenda og þeirra sem tengjast slysinu.“ Að sögn Kolfinnu féll tími niður í morgun hjá kennaranum sem var með nemendum sem urðu vitni að slysinu úr kennslustofu í Miðbæjarskólanum. Að öðru leyti hafi skólahald farið fram með eðlilegum hætti. Samgönguslys Framhaldsskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
„Það voru nemendur sem urðu vitni að slysinu og meðal annars nemendur sem voru í tíma hjá kennara, sem tók þau bara í fangið og fór með þau inn í stofu og ræddi við þau og veitti stuðning eins og hún gat,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í samtali við Vísi. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23 í gær. Þar varð árekstur sendibíls og skotbómulyftara og lést ökumaður sendibílsins, karlmaður á fertugsaldri. Kolfinna segir fleiri nemendur skólans auk þess hafa orðið vitni að slysinu, enda hafi það átt sér stað mjög nálægt skólanum. Stjórnendur hafa unnið eftir viðbragðsáætlun vegna málsins. „Í þessu tilviki funduðum við stjórnendur um málið og höfðum samband við Rauða krossinn um svona leiðbeiningar varðandi áfallahjálp í svona tilvikum og sendum síðan póst á foreldra og létum vita að einhverjir nemendur höfðu orðið vitni að slysinu og að við myndum bjóða þeim nemendum áfallahjálp sem þurfa þess.“ Þá hafi nemendum verið sendur bæklingur frá Rauða krossinum með leiðbeiningum og þeir hvattir til að leita til skólastjórnenda þurfi þeir á áfallahjálp að halda vegna málsins. Nemendur og kennarar eru slegnir? „Já. Við erum öll slegin yfir þessu hræðilega slysi og það er náttúrulega hluti af viðbrögðunum, að auðvitað hlúa að nemendum og okkur sjálfum og auðvitað hugsum við með hlýju og kærleik til aðstandenda og þeirra sem tengjast slysinu.“ Að sögn Kolfinnu féll tími niður í morgun hjá kennaranum sem var með nemendum sem urðu vitni að slysinu úr kennslustofu í Miðbæjarskólanum. Að öðru leyti hafi skólahald farið fram með eðlilegum hætti.
Samgönguslys Framhaldsskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira