Ástæða sölunnar er sú að Sísi og unnusti hennar, Birgir Örn Guðjónsson eða Biggi lögga eins og hann gjarnan er kallaður, hafa fest kaup á eign saman sem rúmar alla fjölskylduna.
„Jæja krakkar mínir, það er bara komið að þessu. Erum búin að selja aðra íbúðina, festa kaup á húsnæði sem rúmar okkur öll og því þessi perla að detta inn á fasteignavefinn. Æðisleg staðsetning, húsið nýsteinað og allskonar viðgerðir, sem sagt allt í tipptopp standi. Við höfum átt virkilega góðar stundir á Snorrabrautinni en erum spennt að hefja nýjan kafla,ekkert sérstaklega langt frá,“ skrifar Sísi í færslu á Facebook.
Eign Sísíar er um 130 fermetrar sérhæð í fallegu húsi við Snorrabraut, byggt árið 1942.
Í íbúðinni eru fjögur svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og borðstofa í opnu rými. Úr borðstofu er gengið inn í rúmgóða stofu.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.




