Of lítið, of seint Elvar Örn Friðriksson skrifar 13. september 2023 13:01 Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Meira en 100 eldislaxar hafa veiðst undanfarna daga og er það ekki vegna þess að sjókvíaeldisiðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir hafi staðið vaktina, heldur almenningur sem hefur áhyggjur af afleiðingum þessa umhverfisslys. Nú stíga sjókvíaeldisfyrirtækin fram og leggja til að fengnir verði inn kafarar frá Noregi sem hafa mikla reynslu af sambærilegum aðstæðum og að fyrirtækin borgi brúsann. Að sjálfsögðu eiga þau að borga fyrir allar aðgerðir sem er farið í núna, en við skulum hafa það á hreinu að þetta er of lítið, og of seint. Talsmaður Arctic Fish sagði nýlega í fjölmiðlum að villtum laxastofnum stafi ekki nein ógn af sjókvíaeldi. Nú virðist þó afstaða þeirra hafa breyst þar sem að ekki er hægt að fela sannleikann lengur. Samtök fyrirtækja í fjávarútvegi (SFS) héldu því einnig fram að þegar fiskur sleppur, heldur hann sig nálægt kvíunum. Nú er komið annað á daginn og eldislaxar eru að synda upp í ár í hátt í 400km fjarlægð. Þær aðgerðir sem nú verið að leggja til, vöktun og köfun er ekkert annað en lítill plástur á risastórt opið sár. Skaðinn er skeður og þetta mun gerast aftur og aftur ef að haldið er áfram að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands. Að sjálfsögðu eiga sjókvíaeldisfyrirtækin að greiða kostnaðinn við að þrífa upp eftir sig mengunina, en það mun ekki ná upp öllum þessum löxum og það mun ekki koma í veg fyrir erfðablöndun og hnignun laxastofna. Tökum Noreg sem dæmi. Þar eru svona neyðaraðgerðir daglegt brauð vegna þess að eldislax sleppur ítrekað úr sjókvíum. Þrátt fyrir neyðaraðgerðir eru 70% af laxastofnum þar í landi orðnir erfðablandaðir og staða villtra stofna aldrei verið verri. Er þetta raunveriuleikinn sem við viljum fyrir íslenska náttúru? 2.250 lögbýli treysta á tekjur af laxveiðiám landsins, og svo má ekki gleyma leigutökum, leiðsögumönnum, bílstjórum, matreiðslufólki í veiðihúsum og fólki í þjónustustörfum. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi alls þessa fólks. Ef árnar verða erfðablandaðar og laxinn hættir að koma til baka í sína heima-á munu engir ferðamenn eða Íslendingar vilja heimsækja þessar ár. Þar með yrði sú tekjulind úr sögunni, fórnað fyrir norska stóriðju sem skapar margfalt færri störf. Sorglega staðreyndin er sú að hert regluverk og eftirlit hefur hvergi náð að koma í veg fyrir umhverfisslysin sem fylgja sjókvíaeldi. Hvergi í heiminum. Stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að fara að ákveða sig. Vilja Íslendingar opið sjókvíaeldi eða vilja Íslendingar hreina náttúru, villtan lax og blómlega byggð í sveitum landsins. Eina leiðin til að sporna við þessu umhverfisslysi er að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Meira en 100 eldislaxar hafa veiðst undanfarna daga og er það ekki vegna þess að sjókvíaeldisiðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir hafi staðið vaktina, heldur almenningur sem hefur áhyggjur af afleiðingum þessa umhverfisslys. Nú stíga sjókvíaeldisfyrirtækin fram og leggja til að fengnir verði inn kafarar frá Noregi sem hafa mikla reynslu af sambærilegum aðstæðum og að fyrirtækin borgi brúsann. Að sjálfsögðu eiga þau að borga fyrir allar aðgerðir sem er farið í núna, en við skulum hafa það á hreinu að þetta er of lítið, og of seint. Talsmaður Arctic Fish sagði nýlega í fjölmiðlum að villtum laxastofnum stafi ekki nein ógn af sjókvíaeldi. Nú virðist þó afstaða þeirra hafa breyst þar sem að ekki er hægt að fela sannleikann lengur. Samtök fyrirtækja í fjávarútvegi (SFS) héldu því einnig fram að þegar fiskur sleppur, heldur hann sig nálægt kvíunum. Nú er komið annað á daginn og eldislaxar eru að synda upp í ár í hátt í 400km fjarlægð. Þær aðgerðir sem nú verið að leggja til, vöktun og köfun er ekkert annað en lítill plástur á risastórt opið sár. Skaðinn er skeður og þetta mun gerast aftur og aftur ef að haldið er áfram að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands. Að sjálfsögðu eiga sjókvíaeldisfyrirtækin að greiða kostnaðinn við að þrífa upp eftir sig mengunina, en það mun ekki ná upp öllum þessum löxum og það mun ekki koma í veg fyrir erfðablöndun og hnignun laxastofna. Tökum Noreg sem dæmi. Þar eru svona neyðaraðgerðir daglegt brauð vegna þess að eldislax sleppur ítrekað úr sjókvíum. Þrátt fyrir neyðaraðgerðir eru 70% af laxastofnum þar í landi orðnir erfðablandaðir og staða villtra stofna aldrei verið verri. Er þetta raunveriuleikinn sem við viljum fyrir íslenska náttúru? 2.250 lögbýli treysta á tekjur af laxveiðiám landsins, og svo má ekki gleyma leigutökum, leiðsögumönnum, bílstjórum, matreiðslufólki í veiðihúsum og fólki í þjónustustörfum. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi alls þessa fólks. Ef árnar verða erfðablandaðar og laxinn hættir að koma til baka í sína heima-á munu engir ferðamenn eða Íslendingar vilja heimsækja þessar ár. Þar með yrði sú tekjulind úr sögunni, fórnað fyrir norska stóriðju sem skapar margfalt færri störf. Sorglega staðreyndin er sú að hert regluverk og eftirlit hefur hvergi náð að koma í veg fyrir umhverfisslysin sem fylgja sjókvíaeldi. Hvergi í heiminum. Stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að fara að ákveða sig. Vilja Íslendingar opið sjókvíaeldi eða vilja Íslendingar hreina náttúru, villtan lax og blómlega byggð í sveitum landsins. Eina leiðin til að sporna við þessu umhverfisslysi er að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar