Stolnu verki eftir van Gogh skilað í Ikea-poka með blóðugum kodda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2023 08:36 Verkið er frá 1884 og metið á 400 til 900 milljónir króna. Málverkið „Vorgarður“ eftir Vincent van Gogh er komið aftur í öruggar hendur eftir að hafa verið stolið af Singer-safninu í bænum Laren í Hollandi árið 2020. Það var málverkaspæjari sem endurheimti verkið, eftir að það hafði gengið manna á milli. Verkið er í eigu Groninger-safnsins en var lánað Singer-safninu og stolið af atvinnuþjófnum Nils M, sem bjó skammt frá Laren. Laren var dæmdur fyrir stuldinn og fyrir að hafa stolið verki eftir Frans Hals af safni í Leerdam nokkrum mánuðum síðar. Þegar Nils M var handtekinn hafði hann losað sig við „Vorgarð“ og samkvæmt gögnum sem lögregla komst yfir var verkið komið í hendur glæpahóps sem hugðist bjóða það í skiptum fyrir vægari fangelsisdóma. What a day...https://t.co/BjByRfcxv3— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) September 12, 2023 Listaverkaspæjarinn Arthur Brand sagði í samtali við BBC að menn teldu sig vita að verkið myndi fara á milli manna í kjölfarið, þar sem enginn vildi láta nappa sig með það. Þannig fór það að lokum að maður setti sig í samband við Brand, sem sagðist hafa verkið undir höndum en vildi losna við það. „Ég var í afmælisveislu og hann beið undir tré og útskýrði fyrir mér af hverju hann vildi gera þetta,“ sagði Brand um fund mannanna í Amsterdam. Maðurinn lét Brand lofa sér því að koma ekki upp um hann og það var samþykkt af yfirvöldum, þar sem talið var víst að maðurinn hefði ekki komið nálægt þjófnaðinum. Brand fékk verkið afhent á heimili sínu í Ikea-poka með blóðugum kodda, sem var ætlað að vernda verkið frá skemmdum. Stjórnandi Groninger-safnsins beið skammt frá til að geta staðfest að verkið væri ófalsað. Stjórnandinn, Andreas Bluhm, segir nokkrar rispur á verkinu en að það ætti að reynast auðvelt að gera við það. Viðgerðin mun fara fram á Van Gogh-safninu. Bluhm segir málið hafa tekið mikið á og verkið verði ekki lánað aftur. Holland Myndlist Erlend sakamál IKEA Söfn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Verkið er í eigu Groninger-safnsins en var lánað Singer-safninu og stolið af atvinnuþjófnum Nils M, sem bjó skammt frá Laren. Laren var dæmdur fyrir stuldinn og fyrir að hafa stolið verki eftir Frans Hals af safni í Leerdam nokkrum mánuðum síðar. Þegar Nils M var handtekinn hafði hann losað sig við „Vorgarð“ og samkvæmt gögnum sem lögregla komst yfir var verkið komið í hendur glæpahóps sem hugðist bjóða það í skiptum fyrir vægari fangelsisdóma. What a day...https://t.co/BjByRfcxv3— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) September 12, 2023 Listaverkaspæjarinn Arthur Brand sagði í samtali við BBC að menn teldu sig vita að verkið myndi fara á milli manna í kjölfarið, þar sem enginn vildi láta nappa sig með það. Þannig fór það að lokum að maður setti sig í samband við Brand, sem sagðist hafa verkið undir höndum en vildi losna við það. „Ég var í afmælisveislu og hann beið undir tré og útskýrði fyrir mér af hverju hann vildi gera þetta,“ sagði Brand um fund mannanna í Amsterdam. Maðurinn lét Brand lofa sér því að koma ekki upp um hann og það var samþykkt af yfirvöldum, þar sem talið var víst að maðurinn hefði ekki komið nálægt þjófnaðinum. Brand fékk verkið afhent á heimili sínu í Ikea-poka með blóðugum kodda, sem var ætlað að vernda verkið frá skemmdum. Stjórnandi Groninger-safnsins beið skammt frá til að geta staðfest að verkið væri ófalsað. Stjórnandinn, Andreas Bluhm, segir nokkrar rispur á verkinu en að það ætti að reynast auðvelt að gera við það. Viðgerðin mun fara fram á Van Gogh-safninu. Bluhm segir málið hafa tekið mikið á og verkið verði ekki lánað aftur.
Holland Myndlist Erlend sakamál IKEA Söfn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira