Tobba Marinós til liðs við Lemon Íris Hauksdóttir skrifar 12. september 2023 15:34 Tobba Marinós deilir dásamlegum uppskriftum með veitingastaðnum Lemon. Lemon Fjölmiðlakonan og frumkvöðullinn Tobba Marinósdóttir seldi nýverið Granólabarinn sem hún rak um árabil í samstarfi við móður sína, Guðbjörgu Birgis. Þær mæðgur héldu þó uppskriftunum eftir og hafa nú í samstarfi við veitingastaðinn Lemon gefið heilsudrykkjunum nýtt líf. Tobba segist alsæl með samstarfið. „Ég er ekkert eðlilega spennt yfir því að nú verði loksins hægt að nálgast almennilegt gúmmelaði hér á landi án viðbætts sykurs. Lemon hefur vaxið ört upp á síðkastið og það eru mörg spennandi verkefni á teikniborðinu og fólkið í brúnni þar er framúrskarandi - það er ekki síður mikilvægt.” Orkubombur stútfullar af vítamínum Sjálf lagði Tobba safapressunni í bili eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á hendi eftir langar vaktir við safapressun. Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon segir markaðsteymi sitt ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar til tals kom að hefja samstarf við Tobbu. „Lemon er stað sem vill huga að heilsunni og bjóða upp á góða næringu. Okkur fannst vörurnar hennar Tobbu smellpassa inn í vöruúrvalið okkar. Ég er sannfærð um að viðskiptavinir okkar eigi eftir að gleðast yfir þessari viðbót.” Að sögn Unnar bætast við margskonar orkubombur, stútfullar af vítamínum og hollustu, í vöruúrvalið hjá Lemon. „Það er einmitt það sem kroppurinn þarfnast núna. Fyrst um sinn verður boðið upp á detox-pakka Tobbu og sellerísafann fræga sem Tobba hefur dásamað síðustu ár.” Föndur og sumarsukk „Nú get ég loksins einbeitt mér að vöruþróun,” segir Tobba sjálf og heldur áfram. „Draumurinn um að fólk geti borðað betur á viðráðanlegu verði og án þess að vera alltaf með hnetur í bleyti og föndrandi fram á nótt er því rætast. Einföld hráefni og engin aukaefni eða sykur eru mín mantra og Lemon fólkið góða eru fullkomnir samstarfsaðilar í því. Nú er loksins komið íslenskt sellerí frá Höllu bónda en hún er eini selleríræktandinn á Íslandi, svo það er himnasending að geta boðið upp á ferskt sellerí frá henni. Stefnir á sætan bita á seðilinn sem fyrst Með Lemon í liði sé ég fram á að anna loks eftirspurn og öll ættu að geta hent sér í selleríhreinsun til að skola sumarsukkið út. Það er ótrúlegt hvað eftirspurnin eftir 100% hreinum sellerísafa er mikil - eða ótrúlegt uns þú hefur prófað. Þá meikar þetta allt sens. Allavega hefur þetta gulgræna sull breytt bæði lífi mínu og mittismáli.” Myndarlegur og væntanlegur Kaffisjeikinn - líklega mest myndaði sjeik landsins - er einnig væntanlegur aftur í maga og á myndir landsmanna. „Það þarf ekkert að kynna þetta krútt. Án alls viðbætts sykurs og bragðefna. Bara hnausþykkur sjeik sem fær kasólétta konu til þess að ganga í úrhelli úr Fossvoginum út á Granda - sönn saga,” segir Tobba sem stefnir á að koma með sætan bita á matseðil Lemon sem fyrst. „Í komandi lægðum er algjörlega nauðsynlegt að eiga sæta bita sem fara vel með líkama og sál. Allavega þurfti ég á þeim að halda þegar ég horfði á þá appelsínugulu mölva sólblómin og eldliljurnar í garðinum sem ég hef nostrað við í allt sumar.” Veitingastaðir Matur Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Tobba segist alsæl með samstarfið. „Ég er ekkert eðlilega spennt yfir því að nú verði loksins hægt að nálgast almennilegt gúmmelaði hér á landi án viðbætts sykurs. Lemon hefur vaxið ört upp á síðkastið og það eru mörg spennandi verkefni á teikniborðinu og fólkið í brúnni þar er framúrskarandi - það er ekki síður mikilvægt.” Orkubombur stútfullar af vítamínum Sjálf lagði Tobba safapressunni í bili eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á hendi eftir langar vaktir við safapressun. Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon segir markaðsteymi sitt ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar til tals kom að hefja samstarf við Tobbu. „Lemon er stað sem vill huga að heilsunni og bjóða upp á góða næringu. Okkur fannst vörurnar hennar Tobbu smellpassa inn í vöruúrvalið okkar. Ég er sannfærð um að viðskiptavinir okkar eigi eftir að gleðast yfir þessari viðbót.” Að sögn Unnar bætast við margskonar orkubombur, stútfullar af vítamínum og hollustu, í vöruúrvalið hjá Lemon. „Það er einmitt það sem kroppurinn þarfnast núna. Fyrst um sinn verður boðið upp á detox-pakka Tobbu og sellerísafann fræga sem Tobba hefur dásamað síðustu ár.” Föndur og sumarsukk „Nú get ég loksins einbeitt mér að vöruþróun,” segir Tobba sjálf og heldur áfram. „Draumurinn um að fólk geti borðað betur á viðráðanlegu verði og án þess að vera alltaf með hnetur í bleyti og föndrandi fram á nótt er því rætast. Einföld hráefni og engin aukaefni eða sykur eru mín mantra og Lemon fólkið góða eru fullkomnir samstarfsaðilar í því. Nú er loksins komið íslenskt sellerí frá Höllu bónda en hún er eini selleríræktandinn á Íslandi, svo það er himnasending að geta boðið upp á ferskt sellerí frá henni. Stefnir á sætan bita á seðilinn sem fyrst Með Lemon í liði sé ég fram á að anna loks eftirspurn og öll ættu að geta hent sér í selleríhreinsun til að skola sumarsukkið út. Það er ótrúlegt hvað eftirspurnin eftir 100% hreinum sellerísafa er mikil - eða ótrúlegt uns þú hefur prófað. Þá meikar þetta allt sens. Allavega hefur þetta gulgræna sull breytt bæði lífi mínu og mittismáli.” Myndarlegur og væntanlegur Kaffisjeikinn - líklega mest myndaði sjeik landsins - er einnig væntanlegur aftur í maga og á myndir landsmanna. „Það þarf ekkert að kynna þetta krútt. Án alls viðbætts sykurs og bragðefna. Bara hnausþykkur sjeik sem fær kasólétta konu til þess að ganga í úrhelli úr Fossvoginum út á Granda - sönn saga,” segir Tobba sem stefnir á að koma með sætan bita á matseðil Lemon sem fyrst. „Í komandi lægðum er algjörlega nauðsynlegt að eiga sæta bita sem fara vel með líkama og sál. Allavega þurfti ég á þeim að halda þegar ég horfði á þá appelsínugulu mölva sólblómin og eldliljurnar í garðinum sem ég hef nostrað við í allt sumar.”
Veitingastaðir Matur Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira