Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2023 15:10 Kafbáturinn er sagður vera gamall kafbátur frá tímum Sovétríkjanna, sem búið er að breyta svo hann geti borið eldflaugar. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. Sjósetning fór fram við formlega athöfn á miðvikudaginn en ríkissjónvarp Norður-Kóreu birti myndir af athöfninni í morgun. Kafbáturinn ber nafn Kim Kun Ok, sem er sögufrægur kóreskur sjóliði. Yonhap fréttaveitan segir Kim hafa haldið ræðu við sjósetninguna þar sem hann sagði kafbátinn tákna mátt Norður-Kóreu, sem skyti skelk í bringu óvina ríkisins. Kim hefur kallað nútíma- og kjarnorkuvæðingu flota Norður-Kóreu gífurlega mikilvægt skref. Líklega er þetta sami kafbáturinn og Kim var myndaður við að skoða árið 2019, þegar verið var að smíða hann. Í ræðunni hét Kim því að fleiri kafbátar yrðu smíðaðir í framtíðinni. Kim fékk hátt eins sjóliða, við mikinn fögnuð annarra.AP/KCNA Kafbáturinn virðist geta verið búinn tíu eldflaugum, miðað við myndir, en yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekkert sagt um kafbátinn hingað til. Samkvæmt Yonhap er einnig talið að hægt væri að nota kafbátinn til að skjóta kjarnorkutundurskeyti sem kallast Haeil. Á myndefni sem birt var í Norður-Kóreu má sjá Kim umkringdan flotaforingjum og sjóliðum þegar kafbáturinn var sjósettur. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að kafbáturinn virðist vera breyttur Sovéskur kafbátur af gerð sem kallaðist Romeo Class á Vesturlöndum og var fyrsti slíki kafbáturinn smíðaður árið 1957. Svo virðist sem honum hafi verið breytt en yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum munu hafa fylgst náið með þeim framkvæmdum. Talsmaður herforingjaráðsins sagði blaðamönnum að talið væri að kafbáturinn væri ekki í þannig standi að hægt væri að nota hann með eðlilegum hætti. Frá sjósetningunni á miðvikudaginnAP/KCNA Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53 Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. 23. ágúst 2023 22:08 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Sjósetning fór fram við formlega athöfn á miðvikudaginn en ríkissjónvarp Norður-Kóreu birti myndir af athöfninni í morgun. Kafbáturinn ber nafn Kim Kun Ok, sem er sögufrægur kóreskur sjóliði. Yonhap fréttaveitan segir Kim hafa haldið ræðu við sjósetninguna þar sem hann sagði kafbátinn tákna mátt Norður-Kóreu, sem skyti skelk í bringu óvina ríkisins. Kim hefur kallað nútíma- og kjarnorkuvæðingu flota Norður-Kóreu gífurlega mikilvægt skref. Líklega er þetta sami kafbáturinn og Kim var myndaður við að skoða árið 2019, þegar verið var að smíða hann. Í ræðunni hét Kim því að fleiri kafbátar yrðu smíðaðir í framtíðinni. Kim fékk hátt eins sjóliða, við mikinn fögnuð annarra.AP/KCNA Kafbáturinn virðist geta verið búinn tíu eldflaugum, miðað við myndir, en yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekkert sagt um kafbátinn hingað til. Samkvæmt Yonhap er einnig talið að hægt væri að nota kafbátinn til að skjóta kjarnorkutundurskeyti sem kallast Haeil. Á myndefni sem birt var í Norður-Kóreu má sjá Kim umkringdan flotaforingjum og sjóliðum þegar kafbáturinn var sjósettur. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að kafbáturinn virðist vera breyttur Sovéskur kafbátur af gerð sem kallaðist Romeo Class á Vesturlöndum og var fyrsti slíki kafbáturinn smíðaður árið 1957. Svo virðist sem honum hafi verið breytt en yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum munu hafa fylgst náið með þeim framkvæmdum. Talsmaður herforingjaráðsins sagði blaðamönnum að talið væri að kafbáturinn væri ekki í þannig standi að hægt væri að nota hann með eðlilegum hætti. Frá sjósetningunni á miðvikudaginnAP/KCNA
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53 Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. 23. ágúst 2023 22:08 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27
Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53
Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. 23. ágúst 2023 22:08