Víða leynast gersemar í geymslum Eyjólfur Pálsson skrifar 8. september 2023 11:01 Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili. Þessi nýjungagirni er sem betur fer á undanhaldi og fólk gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi vandaðrar hönnunar og sjálfbærni. Það á ekki bara við um kaup á vönduðum vörum sem endast vel heldur ekki síður um að nýta betur eldri húsmuni sem fyrirfinnast. Það leynast víða gersemar í geymslum! Sjálfbærni og virðing Loftslagsváin er stóra áskorun samtímans og við þurfum öll að huga að sjálfbærni. Framleiðslu á nýjum húsgögnum fylgir drjúgt kolefnisspor en með því að nýta eldri húsmuni drögum við úr eftirspurn eftir nýjum efnum, verndum náttúruauðlindir og drögum úr kolefnisspori, bæði þegar kemur að framleiðslu og flutningum. Það er einnig mikilvægt að varðveita og heiðra menningu okkar og við eigum að bera virðingu fyrir fallegri hönnun og vönduðu handverki. Það er góð leið til að heiðra og halda tengslum við menningarsöguna að nýta eldri húsmuni sem margir hverjir hafa mikla sögu að geyma. Vönduð og vel hönnuð húsgögn eru gulls ígildi og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim og helst að nýta. Hagkvæmni til framtíðar Hagkvæmni er af hinu góða og vert er að hafa í huga að ódýrasta varan er ekki alltaf ódýrust þegar gæði og líftími vöru eru tekin með í reikninginn. Rammasamningar eru til þess fallnir að hvetja opinberar stofnanir til að velja ódýrasta tilboðið þegar kemur að innréttingum. Léleg og illa smíðuð húsgögn geta því orðið fyrir valinu og afleiðingin sú að endurnýja þarf flest húsgögnin innan örfárra ára. Ég veit því miður um nokkur slík tilvik. Við verðum að gera kröfu um gæði og lágmarks líftíma og huga að hagkvæmni til framtíðar. Alþingi og Landsbanki til fyrirmyndar Að innrétta opinberar byggingar getur verið kostnaðarsamt. Það getur því verið afar hagkvæmt að velja að nýta vandaða eldri muni auk þess sem það styður við iðnað og handverk í landinu, ef þeir þarfnast lagfæringa. Það gladdi hjarta mitt að frétta af tveimur nýlegum og umfangsmiklum verkefnum þar sem ráðdeild og virðing fyrir sígildri og vandaðri hönnun var höfð að leiðarljósi. Við val á húsbúnaði fyrir nýbyggingu Alþingis var byrjað á að líta í geymslur og þar fundust 160 vel smíðaðir og góðir íslenskir stólar. Nú stendur yfir vinna við að endurbólstra þá og munu þeir eflaust eiga gott framhaldslíf! Hið sama var upp á teningnum þegar kom að innréttingum í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. Þar var einnig hugað að sjálfbærni og klassískri hönnun og gæðahúsgögn og eldri hönnunarmunir frá aflögðum útibúum bankans nýttir til að prýða nýja húsnæðið. Látum þessi tvö ánægjulegu dæmi verða okkur hvatning til að skoða hvað leynist í geymslum, hvort sem það er heima við eða á vinnustað, og endurnýta eða gera upp vandaðar hönnunarvörur í stað þess að kaupa nýtt, ef þess er nokkur kostur. Auk þess að vera hagkvæmir og sjálfbærir, skapa eldri gripir oft einstök og skemmtileg tækifæri í hönnun og samsetningu. Það eykur virðingu fyrir hönnun og vönduðu handverki, og tryggir varðveislu menningarminja. Höfundur er stofnandi Epal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Landsbankinn Alþingi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili. Þessi nýjungagirni er sem betur fer á undanhaldi og fólk gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi vandaðrar hönnunar og sjálfbærni. Það á ekki bara við um kaup á vönduðum vörum sem endast vel heldur ekki síður um að nýta betur eldri húsmuni sem fyrirfinnast. Það leynast víða gersemar í geymslum! Sjálfbærni og virðing Loftslagsváin er stóra áskorun samtímans og við þurfum öll að huga að sjálfbærni. Framleiðslu á nýjum húsgögnum fylgir drjúgt kolefnisspor en með því að nýta eldri húsmuni drögum við úr eftirspurn eftir nýjum efnum, verndum náttúruauðlindir og drögum úr kolefnisspori, bæði þegar kemur að framleiðslu og flutningum. Það er einnig mikilvægt að varðveita og heiðra menningu okkar og við eigum að bera virðingu fyrir fallegri hönnun og vönduðu handverki. Það er góð leið til að heiðra og halda tengslum við menningarsöguna að nýta eldri húsmuni sem margir hverjir hafa mikla sögu að geyma. Vönduð og vel hönnuð húsgögn eru gulls ígildi og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim og helst að nýta. Hagkvæmni til framtíðar Hagkvæmni er af hinu góða og vert er að hafa í huga að ódýrasta varan er ekki alltaf ódýrust þegar gæði og líftími vöru eru tekin með í reikninginn. Rammasamningar eru til þess fallnir að hvetja opinberar stofnanir til að velja ódýrasta tilboðið þegar kemur að innréttingum. Léleg og illa smíðuð húsgögn geta því orðið fyrir valinu og afleiðingin sú að endurnýja þarf flest húsgögnin innan örfárra ára. Ég veit því miður um nokkur slík tilvik. Við verðum að gera kröfu um gæði og lágmarks líftíma og huga að hagkvæmni til framtíðar. Alþingi og Landsbanki til fyrirmyndar Að innrétta opinberar byggingar getur verið kostnaðarsamt. Það getur því verið afar hagkvæmt að velja að nýta vandaða eldri muni auk þess sem það styður við iðnað og handverk í landinu, ef þeir þarfnast lagfæringa. Það gladdi hjarta mitt að frétta af tveimur nýlegum og umfangsmiklum verkefnum þar sem ráðdeild og virðing fyrir sígildri og vandaðri hönnun var höfð að leiðarljósi. Við val á húsbúnaði fyrir nýbyggingu Alþingis var byrjað á að líta í geymslur og þar fundust 160 vel smíðaðir og góðir íslenskir stólar. Nú stendur yfir vinna við að endurbólstra þá og munu þeir eflaust eiga gott framhaldslíf! Hið sama var upp á teningnum þegar kom að innréttingum í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. Þar var einnig hugað að sjálfbærni og klassískri hönnun og gæðahúsgögn og eldri hönnunarmunir frá aflögðum útibúum bankans nýttir til að prýða nýja húsnæðið. Látum þessi tvö ánægjulegu dæmi verða okkur hvatning til að skoða hvað leynist í geymslum, hvort sem það er heima við eða á vinnustað, og endurnýta eða gera upp vandaðar hönnunarvörur í stað þess að kaupa nýtt, ef þess er nokkur kostur. Auk þess að vera hagkvæmir og sjálfbærir, skapa eldri gripir oft einstök og skemmtileg tækifæri í hönnun og samsetningu. Það eykur virðingu fyrir hönnun og vönduðu handverki, og tryggir varðveislu menningarminja. Höfundur er stofnandi Epal.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun