Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 30-28 | Sigur í endurkomu Arons Andri Már Eggertsson skrifar 7. september 2023 21:51 Aron er mættur aftur í fjörðinn. Vísir/Anton Brink FH byrjaði Olís-deild karla á sigri gegn Aftureldingu 30-28. Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur. Eftirvæntingin var gríðarleg fyrir fyrsta deildarleik Arons Pálmarssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta. Hann hafði ekki spilað deildarleik fyrir FH í 5.239 daga. Stúkan trylltist þegar Aron var kynntur síðastur í leikmannakynningunni. Aron endaði á að skora fimm mörk úr níu skotum. Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk og var duglegur að gefa stoðsendingarVísir/Anton Brink Blær Hinriksson skoraði fyrstu tvö mörkin í kvöld. FH svaraði með tveimur mörkum og komst betur í takt við leikinn. Vörn og markvarsla heimamanna datt síðan í gang og FH fór að refsa með hraðaupphlaupum líkt og þeir gerðu svo oft á síðasta tímabili. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé eftir korter fjórum mörkum undir 10-6. Afturelding var í vandræðum sóknarlega og hafði aðeins skorað eitt mark á síðustu sex mínútum. Blær Hinriksson skoraði fyrstu tvö mörk UMFAVísir/Anton Brink Það hitnaði í kolunum þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Gunnar Magnússon mótmæli dómi með því að labba með Jónasi Elíassyni dómara, þegar hann var að labba að endalínu. Gunnar stappaði af reiði og fékk gult spjald fyrir. Stuttu síðar skaut Einar Örn Sindrason í hausinn á Brynjari Vigni Sigurjónssyni, markmanni Aftureldingar, og leikmenn Aftureldingar brugðust ekki vel við og hópuðust að Einari sem fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir skotið. Þorsteinn Leó skoraði 9 mörk í kvöldVísir/Anton Brink Þetta gerðist í stöðunni 17-12 og eftir það náði Afturelding betri tökum á leiknum og fór að saxa á forskot Aftureldingar. Staðan í hálfleik var 19-17. Það var jafnræði með liðunum í upphafi síðari hálfleiks. Markmenn beggja liða sem voru í stuði í fyrri hálfleik tóku upp þráðinn í seinni hálfleik og héldu áfram að verja. Bæði lið þurftu að hafa mikið fyrir mörkunum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks en FH var einu skrefi á undan. Brynjar Vignir var öflugur í marki AftureldingarVísir/Anton Brink Um miðjan seinni hálfleik benti allt til þess að FH væri að fara vinna sannfærandi sigur en gestirnir komu til baka eftir að Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, breytti um vörn. Afturelding fór að spila 5-1 vörn sem heimamenn voru í vandræðum með og fóru að tapa boltanum klaufalega. FH skoraði aðeins eitt mark á níu mínútum. Á meðan sóknarleikur FH var að hiksta þá varði Daníel Freyr vel í markinu og Afturelding náði aðeins að minnka forskot FH niður í tvö mörk. Niðurstaðan tveggja marka sigur FH 30-28. Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FHVísir/Anton Brink Af hverju vann FH? FH var betri lungann úr leiknum og átti sigurinn skilið. Heimamenn áttu tvo slæma kafla undir lok fyrri og seinni hálfleiks en spiluðu hinar mínúturnar frábærlega. Góð vörn og markvarsla kom FH í bílstjórasætið í fyrri hálfleik og í kjölfarið fengu heimamenn hraðaupphlaup sem gerði Aftureldingu erfitt fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH, var frábær í kvöld. Daníel varði 14 skot og tók afar mikilvæga bolta undir lokin þegar Afturelding var að koma til baka. Einar Bragi Aðalsteinsson var öflugur hjá FH-ingum og skoraði átta mörk úr tíu skotum. Jóhannes Berg skoraði einnig átta mörk. Hvað gekk illa? Gestirnir voru seinir til baka og voru í vandræðum með hraðaupphlaup FH sem gerði það að verkum að FH-ingar bjuggu sér til forskot. Jovan Kukobat byrjaði í marki Aftureldingar og varði nánast ekki skot en þegar Brynjar Vignir Sigurjónsson kom inn á komst Afturelding í betri takt þegar hann fór að verja. Hvað gerist næst? FH fer næst í Origo-höllina og mætir Val næsta mánudag klukkan 19:30 Næsta fimmtudag mæta Afturelding og Selfoss klukkan 19:30. Gunnar: Vorum sjálfum okkur verstir Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við gáfum þessu leik í lokin þegar við fórum að spila 7 á 6 og fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn en við klikkuðum á þremur færum. Við minnkuðum leikinn niður í tvö mörk og vorum í yfirtölu en nýttum það ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. FH refsaði Aftureldingu með hraðaupphlaupum og Gunnar var ekki sáttur með hvernig hans menn hlupu til baka. „Ég var óánægður með hvernig við skiluðum okkur til baka og þeir skoruðu mikið á okkur úr hraðaupphlaupum og það varð til þess að þeir náðu frumkvæði. Mér fannst við sjálfum okkur verstir í kvöld.“ Það hitnaði í kolunum undir lok fyrri hálfleiks og Gunnar taldi það áhyggjuefni að slíkt þurfti til að kveikja í hans liði. „Það var áhyggjuefni að þetta þurfti til þess að kveikja í okkur. Fram að þessu vorum við ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Olís-deild karla FH Afturelding
FH byrjaði Olís-deild karla á sigri gegn Aftureldingu 30-28. Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur. Eftirvæntingin var gríðarleg fyrir fyrsta deildarleik Arons Pálmarssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta. Hann hafði ekki spilað deildarleik fyrir FH í 5.239 daga. Stúkan trylltist þegar Aron var kynntur síðastur í leikmannakynningunni. Aron endaði á að skora fimm mörk úr níu skotum. Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk og var duglegur að gefa stoðsendingarVísir/Anton Brink Blær Hinriksson skoraði fyrstu tvö mörkin í kvöld. FH svaraði með tveimur mörkum og komst betur í takt við leikinn. Vörn og markvarsla heimamanna datt síðan í gang og FH fór að refsa með hraðaupphlaupum líkt og þeir gerðu svo oft á síðasta tímabili. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé eftir korter fjórum mörkum undir 10-6. Afturelding var í vandræðum sóknarlega og hafði aðeins skorað eitt mark á síðustu sex mínútum. Blær Hinriksson skoraði fyrstu tvö mörk UMFAVísir/Anton Brink Það hitnaði í kolunum þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Gunnar Magnússon mótmæli dómi með því að labba með Jónasi Elíassyni dómara, þegar hann var að labba að endalínu. Gunnar stappaði af reiði og fékk gult spjald fyrir. Stuttu síðar skaut Einar Örn Sindrason í hausinn á Brynjari Vigni Sigurjónssyni, markmanni Aftureldingar, og leikmenn Aftureldingar brugðust ekki vel við og hópuðust að Einari sem fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir skotið. Þorsteinn Leó skoraði 9 mörk í kvöldVísir/Anton Brink Þetta gerðist í stöðunni 17-12 og eftir það náði Afturelding betri tökum á leiknum og fór að saxa á forskot Aftureldingar. Staðan í hálfleik var 19-17. Það var jafnræði með liðunum í upphafi síðari hálfleiks. Markmenn beggja liða sem voru í stuði í fyrri hálfleik tóku upp þráðinn í seinni hálfleik og héldu áfram að verja. Bæði lið þurftu að hafa mikið fyrir mörkunum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks en FH var einu skrefi á undan. Brynjar Vignir var öflugur í marki AftureldingarVísir/Anton Brink Um miðjan seinni hálfleik benti allt til þess að FH væri að fara vinna sannfærandi sigur en gestirnir komu til baka eftir að Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, breytti um vörn. Afturelding fór að spila 5-1 vörn sem heimamenn voru í vandræðum með og fóru að tapa boltanum klaufalega. FH skoraði aðeins eitt mark á níu mínútum. Á meðan sóknarleikur FH var að hiksta þá varði Daníel Freyr vel í markinu og Afturelding náði aðeins að minnka forskot FH niður í tvö mörk. Niðurstaðan tveggja marka sigur FH 30-28. Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FHVísir/Anton Brink Af hverju vann FH? FH var betri lungann úr leiknum og átti sigurinn skilið. Heimamenn áttu tvo slæma kafla undir lok fyrri og seinni hálfleiks en spiluðu hinar mínúturnar frábærlega. Góð vörn og markvarsla kom FH í bílstjórasætið í fyrri hálfleik og í kjölfarið fengu heimamenn hraðaupphlaup sem gerði Aftureldingu erfitt fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH, var frábær í kvöld. Daníel varði 14 skot og tók afar mikilvæga bolta undir lokin þegar Afturelding var að koma til baka. Einar Bragi Aðalsteinsson var öflugur hjá FH-ingum og skoraði átta mörk úr tíu skotum. Jóhannes Berg skoraði einnig átta mörk. Hvað gekk illa? Gestirnir voru seinir til baka og voru í vandræðum með hraðaupphlaup FH sem gerði það að verkum að FH-ingar bjuggu sér til forskot. Jovan Kukobat byrjaði í marki Aftureldingar og varði nánast ekki skot en þegar Brynjar Vignir Sigurjónsson kom inn á komst Afturelding í betri takt þegar hann fór að verja. Hvað gerist næst? FH fer næst í Origo-höllina og mætir Val næsta mánudag klukkan 19:30 Næsta fimmtudag mæta Afturelding og Selfoss klukkan 19:30. Gunnar: Vorum sjálfum okkur verstir Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við gáfum þessu leik í lokin þegar við fórum að spila 7 á 6 og fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn en við klikkuðum á þremur færum. Við minnkuðum leikinn niður í tvö mörk og vorum í yfirtölu en nýttum það ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. FH refsaði Aftureldingu með hraðaupphlaupum og Gunnar var ekki sáttur með hvernig hans menn hlupu til baka. „Ég var óánægður með hvernig við skiluðum okkur til baka og þeir skoruðu mikið á okkur úr hraðaupphlaupum og það varð til þess að þeir náðu frumkvæði. Mér fannst við sjálfum okkur verstir í kvöld.“ Það hitnaði í kolunum undir lok fyrri hálfleiks og Gunnar taldi það áhyggjuefni að slíkt þurfti til að kveikja í hans liði. „Það var áhyggjuefni að þetta þurfti til þess að kveikja í okkur. Fram að þessu vorum við ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti