Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aron Guðmundsson skrifar 6. september 2023 16:51 Það er alltaf líf og fjör þegar Víkingur og Breiðablik mætast. Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 29. ágúst 2023, var tekin fyrir skýrsla frá eftirlitsmanni KSÍ á leik Víkings R. og Breiðabliks í Bestu deild karla þann 27. ágúst síðastliðinn. Í skýrslu eftirlitsmannsins benti hann á þær staðreyndir að lið Breiðabliks hefði mætt á Víkingsvöll 30 mínútum áður en leikurinn átti að hefjast, Blikar hefðu ekki skráð leikmenn og liðsstjórn á vef KSÍ í samræmi við ákvæði í Handbók leikja og þar sem skráning var ekki gerð aðgengileg fyrr en 30 mínútum áður en leikur átti að hefjast gat heimalið ekki skilað undirritaðri skýrslu til dómara 45 mínútum fyrir leik, líkt og gera á samkvæmt Handbók leikja. Eftir umræddan fund var Blikum gefin frestur til þess að skila inn greinargerð um málið en aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom síðan aftur saman í gær þar sem að niðurstaðan var sú að framkoma Breiðabliks fyrir umræddan leik hafi verið óásættanleg og falli undir ákvæði 5.10 í lögum KSÍ. „Það er afstaða nefndarinnar að með framkomu þeirri sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns hafi Breiðablik virt að vettugi a.m.k. fjórar reglur um framkvæmd knattspyrnuleikja samkvæmt Handbók leikja 2023,“ segir í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar í málinu. Það var niðurstaða nefndarinnar að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um 100 þúsund krónur vegna framkomu liðsins í aðdraganda leiksins gegn Víkingi Reykjavík. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 29. ágúst 2023, var tekin fyrir skýrsla frá eftirlitsmanni KSÍ á leik Víkings R. og Breiðabliks í Bestu deild karla þann 27. ágúst síðastliðinn. Í skýrslu eftirlitsmannsins benti hann á þær staðreyndir að lið Breiðabliks hefði mætt á Víkingsvöll 30 mínútum áður en leikurinn átti að hefjast, Blikar hefðu ekki skráð leikmenn og liðsstjórn á vef KSÍ í samræmi við ákvæði í Handbók leikja og þar sem skráning var ekki gerð aðgengileg fyrr en 30 mínútum áður en leikur átti að hefjast gat heimalið ekki skilað undirritaðri skýrslu til dómara 45 mínútum fyrir leik, líkt og gera á samkvæmt Handbók leikja. Eftir umræddan fund var Blikum gefin frestur til þess að skila inn greinargerð um málið en aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom síðan aftur saman í gær þar sem að niðurstaðan var sú að framkoma Breiðabliks fyrir umræddan leik hafi verið óásættanleg og falli undir ákvæði 5.10 í lögum KSÍ. „Það er afstaða nefndarinnar að með framkomu þeirri sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns hafi Breiðablik virt að vettugi a.m.k. fjórar reglur um framkvæmd knattspyrnuleikja samkvæmt Handbók leikja 2023,“ segir í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar í málinu. Það var niðurstaða nefndarinnar að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um 100 þúsund krónur vegna framkomu liðsins í aðdraganda leiksins gegn Víkingi Reykjavík.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira