Til SFS: Já, treystum vísindunum Elvar Örn Friðriksson skrifar 6. september 2023 12:31 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) reyna þessa dagana að slá ryki í augu landsmanna varðandi það alvarlega mengunarslys sem á sér stað í íslenskri náttúru. Mengun í formi erfðablöndunar vegna norskra eldislaxa sem sleppa úr sjókvíum. SFS gerir lítið úr málinu og segir að „slysasleppingar“ séu eðlilegasti hlutur, nú síðast í Viðskiptablaðinu og að við eigum að vera róleg að og treysta vísindunum....þetta reddast. Talandi um vísindin. Skoðum aðeins reynslu annara landa af sjókvíaeldi og hvað vísindin hafa að segja um það. Norska vísindaráðið (vitenskapelig råd for lakseforvaltning) hefur árum saman flokkað sjókvíaeldi sem stærstu manngerðu ógnina við villta laxastofna. Þar í landi eru nú um 70% laxastofna erfðablandaðir og heildarfjöldi villtra laxa sem snýr aftur í sína heimaá er nú aðeins um helmingur af því sem var á níunda áratugnum. Það er ótrúlega óábyrgt að tala um mengunarslys eins og slysasleppingar sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut. Fyrir ekki það löngu síðan sluppu meira en 80.000 laxar út úr kví hjá Arnarlaxi. Það er meira heldur en allur villti stofninn á Íslandi. Nýjasta mengunarslysið er í boði Arctic Fish þar sem að gat kom í ljós á kví í Patreksfirði. Fyrirtækið svaraði með því að segja að búið væri að hanna umgjörð um iðnaðinn sem verndi villta laxastofninn. Síðan þá hafa eldislaxar synt upp í fjölmargar ár og er Hafrannsóknarstofnun nú að fara í gegnum tugi af sýnum til að rekja uppruna þessara fiska. Fiskarnir í umræddri kví voru um 80 cm og 6-7kg. Eldislaxar af þessari stærð hafa nú fundist víða og allt upp í 250km frá kvíunum. Þrátt fyrir það heldur SFS því staðfastlega fram að eldislaxinn sem sleppur haldi sig að mestu í kringum kvíarnar. 2015 gaf Veiðimálastofnun út leiðbeiningar um að "Ef það gerist [lax sleppur úr kví] geta eldislaxar gengið í ár og blandast íslenskum laxi og þar með haft áhrif á erfðir og aðlögunarhæfni villtra laxastofna." Vísindin sem SFS er að vísa í er áhættumat erfðablöndunar. Þar er talað um skilgreindar laxveiðiár. Þannig að vísindin sem hér er verið að vísa í, skilgreina hvaða laxastofnum má útrýma og hvaða laxastofnum á að reyna að útrýma ekki. Ef að laxastofn er fáliðaður og veiðitölur ekki nógu háar er þá í lagi að útrýma þeim stofni? Allir villtir stofnar hafa sinn tilverurétt og þegar áhættumat erfðablöndunar var rýnt af erlendum sérfræðingum með áratuga reynslu af áhrifum sjókvíaeldis var þeirra álit að huga þurfti að litlu stofunum og að erfðablöndun væri sérstaklega hættuleg íslenskum stofnum þar sem að hér væri notast við norskættaðan frjóan eldislax, sem væri mjög frábrugðinn þeim villta íslenska. Einnig gerðu þeir athugasemdir við það að skortur væri á frumkvæði og virkni eftirlits. Svo er það hin sorglega staðreynd að stórslysin gerast í sjókvíaeldi og þau gerast oft. Þó að áhættumat erfðablöndunar sé búið að skilgreina hvað sumum þykir ásættanleg erfðablöndun þá þýðir það ekki að iðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir geti spornað við þeirri erfðablöndun. Fiskar munu halda áfram að sleppa og áður en við vitum af verður erfðablöndun langt yfir þeim mörkum sem SFS vísar í og það er óafturkræfur skaði. SFS hrósar sérstaklega rekjanleika laxa sem sleppa og þeirri litlu vöktun sem á sér stað í ám landsins. Þegar 80.000 laxar sluppu úr kví Arnarlax voru laxarnir tiltölulega nýkomnir í kvína. Þeir voru ennþá litlir og að öllum líkindum ekki komnir með útlitseinkenni laxa í sjókvíum. T.d. rifnir uggar, sár, lúsaétin höfuð og fleira. Það er því engin leið fyrir myndavélar eða fólk til að þekkja þessa laxa frá villtum laxi þegar þeir ganga upp í árnar. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig iðnaðurinn kemur sér undan ábyrgð í stað þess að notast við uggaklippingu eða örflögumerki, það er ekki krafa hér á landi. Í stað þess þarf að treysta á það að eldislaxar veiðist, sé skilað til Hafrannsóknarstofnunar og fari þaðan í DNA próf. Að auki er það engin furða að ekki hafi fleiri eldislaxar í íslenskum ám verið staðfestir hingað til, enda er eftirlit í lamasessi, undirfjármagnað og undirmannað og ekki eru fyrirtækin sjálf að hirða upp eftir sig. Að lokum reynir SFS að slá ryki í augun á fólki með því að tala um skerta æxlunarhæfni eldislaxa og að þetta verði ekkert vandamál nema að mikið af eldislaxi sleppi endurtekið og í langan tíma. Er það ekki nákvæmlega það sem er að gerast? Ætlum við að leyfa þessu að halda áfram þangað til það er orðið of seint og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin pakka saman og hirða allan gróðann? Líkt og var nefnt hér í byrjun þessarar greinar, þá eru um það bil 70% laxastofna í Noregi orðnir erfðablandaðir. Þetta gerist alls staðar þar sem að sjókvíaeldi starfar. Noregur, Kanada, Skotland, í öllum þessum löndum er þetta raunveruleikinn í dag. Það má vel vera að æxlunarhæfni eldislaxa sé síðri en villtra laxa, en hún er þó greinilega það góð að þeim hefur tekist að þynna út hið villta erfðaefni svo mikið að laxastofnar eru nú á barmi þess að verða útdauðir. Ef að erfðablöndun tekur langan tíma, þá þarf einmitt að grípa í taumana núna og koma í veg fyrir að það sama gerist hér á landi. Það er rétt hjá SFS, við eigum að treysta á vísindin og vísindin sem spanna 50 ára sögu þessar iðnaðar sýna okkur það að það er ekki hægt að stunda sjókvíaeldi í sátt og samlyndi við náttúru. Það þarf að setja endadagsetningu á sjókvíaeldi á Íslandi. Að lokum, hættum að tala um slysasleppingar sem saklausan og eðlilegan hlut. Þetta er ekkert annað en mengunarslys sem krefst viðbragða og inngrips stjórnvalda. Bindum enda á sjókvíaeldi og stöndum vörð um náttúru landsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) reyna þessa dagana að slá ryki í augu landsmanna varðandi það alvarlega mengunarslys sem á sér stað í íslenskri náttúru. Mengun í formi erfðablöndunar vegna norskra eldislaxa sem sleppa úr sjókvíum. SFS gerir lítið úr málinu og segir að „slysasleppingar“ séu eðlilegasti hlutur, nú síðast í Viðskiptablaðinu og að við eigum að vera róleg að og treysta vísindunum....þetta reddast. Talandi um vísindin. Skoðum aðeins reynslu annara landa af sjókvíaeldi og hvað vísindin hafa að segja um það. Norska vísindaráðið (vitenskapelig råd for lakseforvaltning) hefur árum saman flokkað sjókvíaeldi sem stærstu manngerðu ógnina við villta laxastofna. Þar í landi eru nú um 70% laxastofna erfðablandaðir og heildarfjöldi villtra laxa sem snýr aftur í sína heimaá er nú aðeins um helmingur af því sem var á níunda áratugnum. Það er ótrúlega óábyrgt að tala um mengunarslys eins og slysasleppingar sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut. Fyrir ekki það löngu síðan sluppu meira en 80.000 laxar út úr kví hjá Arnarlaxi. Það er meira heldur en allur villti stofninn á Íslandi. Nýjasta mengunarslysið er í boði Arctic Fish þar sem að gat kom í ljós á kví í Patreksfirði. Fyrirtækið svaraði með því að segja að búið væri að hanna umgjörð um iðnaðinn sem verndi villta laxastofninn. Síðan þá hafa eldislaxar synt upp í fjölmargar ár og er Hafrannsóknarstofnun nú að fara í gegnum tugi af sýnum til að rekja uppruna þessara fiska. Fiskarnir í umræddri kví voru um 80 cm og 6-7kg. Eldislaxar af þessari stærð hafa nú fundist víða og allt upp í 250km frá kvíunum. Þrátt fyrir það heldur SFS því staðfastlega fram að eldislaxinn sem sleppur haldi sig að mestu í kringum kvíarnar. 2015 gaf Veiðimálastofnun út leiðbeiningar um að "Ef það gerist [lax sleppur úr kví] geta eldislaxar gengið í ár og blandast íslenskum laxi og þar með haft áhrif á erfðir og aðlögunarhæfni villtra laxastofna." Vísindin sem SFS er að vísa í er áhættumat erfðablöndunar. Þar er talað um skilgreindar laxveiðiár. Þannig að vísindin sem hér er verið að vísa í, skilgreina hvaða laxastofnum má útrýma og hvaða laxastofnum á að reyna að útrýma ekki. Ef að laxastofn er fáliðaður og veiðitölur ekki nógu háar er þá í lagi að útrýma þeim stofni? Allir villtir stofnar hafa sinn tilverurétt og þegar áhættumat erfðablöndunar var rýnt af erlendum sérfræðingum með áratuga reynslu af áhrifum sjókvíaeldis var þeirra álit að huga þurfti að litlu stofunum og að erfðablöndun væri sérstaklega hættuleg íslenskum stofnum þar sem að hér væri notast við norskættaðan frjóan eldislax, sem væri mjög frábrugðinn þeim villta íslenska. Einnig gerðu þeir athugasemdir við það að skortur væri á frumkvæði og virkni eftirlits. Svo er það hin sorglega staðreynd að stórslysin gerast í sjókvíaeldi og þau gerast oft. Þó að áhættumat erfðablöndunar sé búið að skilgreina hvað sumum þykir ásættanleg erfðablöndun þá þýðir það ekki að iðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir geti spornað við þeirri erfðablöndun. Fiskar munu halda áfram að sleppa og áður en við vitum af verður erfðablöndun langt yfir þeim mörkum sem SFS vísar í og það er óafturkræfur skaði. SFS hrósar sérstaklega rekjanleika laxa sem sleppa og þeirri litlu vöktun sem á sér stað í ám landsins. Þegar 80.000 laxar sluppu úr kví Arnarlax voru laxarnir tiltölulega nýkomnir í kvína. Þeir voru ennþá litlir og að öllum líkindum ekki komnir með útlitseinkenni laxa í sjókvíum. T.d. rifnir uggar, sár, lúsaétin höfuð og fleira. Það er því engin leið fyrir myndavélar eða fólk til að þekkja þessa laxa frá villtum laxi þegar þeir ganga upp í árnar. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig iðnaðurinn kemur sér undan ábyrgð í stað þess að notast við uggaklippingu eða örflögumerki, það er ekki krafa hér á landi. Í stað þess þarf að treysta á það að eldislaxar veiðist, sé skilað til Hafrannsóknarstofnunar og fari þaðan í DNA próf. Að auki er það engin furða að ekki hafi fleiri eldislaxar í íslenskum ám verið staðfestir hingað til, enda er eftirlit í lamasessi, undirfjármagnað og undirmannað og ekki eru fyrirtækin sjálf að hirða upp eftir sig. Að lokum reynir SFS að slá ryki í augun á fólki með því að tala um skerta æxlunarhæfni eldislaxa og að þetta verði ekkert vandamál nema að mikið af eldislaxi sleppi endurtekið og í langan tíma. Er það ekki nákvæmlega það sem er að gerast? Ætlum við að leyfa þessu að halda áfram þangað til það er orðið of seint og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin pakka saman og hirða allan gróðann? Líkt og var nefnt hér í byrjun þessarar greinar, þá eru um það bil 70% laxastofna í Noregi orðnir erfðablandaðir. Þetta gerist alls staðar þar sem að sjókvíaeldi starfar. Noregur, Kanada, Skotland, í öllum þessum löndum er þetta raunveruleikinn í dag. Það má vel vera að æxlunarhæfni eldislaxa sé síðri en villtra laxa, en hún er þó greinilega það góð að þeim hefur tekist að þynna út hið villta erfðaefni svo mikið að laxastofnar eru nú á barmi þess að verða útdauðir. Ef að erfðablöndun tekur langan tíma, þá þarf einmitt að grípa í taumana núna og koma í veg fyrir að það sama gerist hér á landi. Það er rétt hjá SFS, við eigum að treysta á vísindin og vísindin sem spanna 50 ára sögu þessar iðnaðar sýna okkur það að það er ekki hægt að stunda sjókvíaeldi í sátt og samlyndi við náttúru. Það þarf að setja endadagsetningu á sjókvíaeldi á Íslandi. Að lokum, hættum að tala um slysasleppingar sem saklausan og eðlilegan hlut. Þetta er ekkert annað en mengunarslys sem krefst viðbragða og inngrips stjórnvalda. Bindum enda á sjókvíaeldi og stöndum vörð um náttúru landsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun