Öryggi og vellíðan í upphafi skólaárs Ágúst Mogensen skrifar 5. september 2023 11:31 Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Með endurskinsmerki séstu margfalt betur Í byrjun október tekur daginn að stytta þannig að myrkur er á morgnana þegar börn eru á leið í skólann og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki 5 sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og við skulum miða við að vera búin að útvega okkur þau fyrir 1. október. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Rafmagnsbílar eru hljóðlátari en aðrir bílar og því þarf að horfa og hlusta eftir umferð. Ef verið er að fara í skóla á rafmagnshlaupahjóli eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Börnum á að líða vel í skólanum Mikilvægt er að gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og að nemendum stafi ekki ógn af ofbeldi, áreitni eða einelti. Rannsóknir og nýlegar umfjallanir sýna að einelti er viðvarandi vandamál í skólum hér á landi og eru dæmi um skóla þar sem 15-20% barna hafa orðið fyrir einelti. Af því leiðir að of mörgum börnum líður illa í skóla vegna þess að þeim er strítt reglulega, athugasemdir gerðar vegna útlits þeirra, klæðaburðar, þau beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Til þess að ná markmiðum um vellíðan í skóla geta foreldrar haft mikil áhrif til að breyta með umræðu og fræðslu fyrir börnin sín. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Grunnskólar Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Með endurskinsmerki séstu margfalt betur Í byrjun október tekur daginn að stytta þannig að myrkur er á morgnana þegar börn eru á leið í skólann og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki 5 sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og við skulum miða við að vera búin að útvega okkur þau fyrir 1. október. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Rafmagnsbílar eru hljóðlátari en aðrir bílar og því þarf að horfa og hlusta eftir umferð. Ef verið er að fara í skóla á rafmagnshlaupahjóli eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Börnum á að líða vel í skólanum Mikilvægt er að gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og að nemendum stafi ekki ógn af ofbeldi, áreitni eða einelti. Rannsóknir og nýlegar umfjallanir sýna að einelti er viðvarandi vandamál í skólum hér á landi og eru dæmi um skóla þar sem 15-20% barna hafa orðið fyrir einelti. Af því leiðir að of mörgum börnum líður illa í skóla vegna þess að þeim er strítt reglulega, athugasemdir gerðar vegna útlits þeirra, klæðaburðar, þau beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Til þess að ná markmiðum um vellíðan í skóla geta foreldrar haft mikil áhrif til að breyta með umræðu og fræðslu fyrir börnin sín. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun