Við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 22:50 Gunnleifur í leik með Blikum á sínum tíma. vísir/andri Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti. „Þróttur spilaði vel, mér fannst við spila vel fyrsta hálftímann. Fengum fullt af færum, vorum þéttar og margt gott við frammistöðuna og fyrri hálfleikurinn ásættanlegur að mörgu leyti. Svo skora þær, fara inn í hálfleik með 1-0, skora svo snemma 2-0 og þá fann maður hausinn aðeins fara niður á við.“ sagði Gunnlaugur strax að leik loknum. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur hjá Breiðablik, fyrir um mánuði síðan var liðið í toppsæti deildarinnar á leið sinni í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Sá leikur tapaðist og liðinu hefur gengið illa að ná sér á strik eftir það. „Það vantar upp á sjálfstraust, mikið búið að ganga á og þá er þetta svolítið erfitt, mótlæti er stundum erfitt og einhvern veginn verður allt þyngra en við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur. Töpuðum bara leik á móti fínu liði.“ Gunnlaugur segir mikilvægt að halda höfðinu hátt á lofti þrátt fyrir áföll og erfitt gengi síðustu misseri. „Það er bara þannig í fótbolta... eins og að tapa bikarúrslitaleiknum, það var áfall fyrir liðið og við höfum ekki náð okkur upp eftir það og þetta er búið að vera brekka. Þá þarf að grafa djúpt, finna einhverja ástríðu og tilgang fyrir því að vera í þessu.“ Þó þetta hafi ekki verið nein draumabyrjun í starfi hefur Gunnlaugur fulla trú á liðinu og vonast til að klára mótið með sæmd. „Ég er hvergi bonkinn, eins og ég sagði erum við ekkert að fara að vorkenna okkur. Við erum að keppast við að halda spennu í deildinni, Valur eru með mikla forystu og við ráðum ekkert við það. Eina sem við gerum er að hugsa um okkur, hugsa um liðið og hjálpa stelpunum að enda þetta eins vel og hægt er.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 0-4 | Titilvonir Blika endanlega úr sögunni eftir afhroð á heimavelli Þróttur heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og lagði þær af velli 0-4. Þetta var fyrsti leikur í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna og sömuleiðis fyrsti leikur Gunnleifs Gunnleifssonar við stjórnvölinn eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum sem aðalþjálfari Breiðabliks. 4. september 2023 21:10 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Þróttur spilaði vel, mér fannst við spila vel fyrsta hálftímann. Fengum fullt af færum, vorum þéttar og margt gott við frammistöðuna og fyrri hálfleikurinn ásættanlegur að mörgu leyti. Svo skora þær, fara inn í hálfleik með 1-0, skora svo snemma 2-0 og þá fann maður hausinn aðeins fara niður á við.“ sagði Gunnlaugur strax að leik loknum. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur hjá Breiðablik, fyrir um mánuði síðan var liðið í toppsæti deildarinnar á leið sinni í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Sá leikur tapaðist og liðinu hefur gengið illa að ná sér á strik eftir það. „Það vantar upp á sjálfstraust, mikið búið að ganga á og þá er þetta svolítið erfitt, mótlæti er stundum erfitt og einhvern veginn verður allt þyngra en við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur. Töpuðum bara leik á móti fínu liði.“ Gunnlaugur segir mikilvægt að halda höfðinu hátt á lofti þrátt fyrir áföll og erfitt gengi síðustu misseri. „Það er bara þannig í fótbolta... eins og að tapa bikarúrslitaleiknum, það var áfall fyrir liðið og við höfum ekki náð okkur upp eftir það og þetta er búið að vera brekka. Þá þarf að grafa djúpt, finna einhverja ástríðu og tilgang fyrir því að vera í þessu.“ Þó þetta hafi ekki verið nein draumabyrjun í starfi hefur Gunnlaugur fulla trú á liðinu og vonast til að klára mótið með sæmd. „Ég er hvergi bonkinn, eins og ég sagði erum við ekkert að fara að vorkenna okkur. Við erum að keppast við að halda spennu í deildinni, Valur eru með mikla forystu og við ráðum ekkert við það. Eina sem við gerum er að hugsa um okkur, hugsa um liðið og hjálpa stelpunum að enda þetta eins vel og hægt er.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 0-4 | Titilvonir Blika endanlega úr sögunni eftir afhroð á heimavelli Þróttur heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og lagði þær af velli 0-4. Þetta var fyrsti leikur í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna og sömuleiðis fyrsti leikur Gunnleifs Gunnleifssonar við stjórnvölinn eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum sem aðalþjálfari Breiðabliks. 4. september 2023 21:10 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 0-4 | Titilvonir Blika endanlega úr sögunni eftir afhroð á heimavelli Þróttur heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og lagði þær af velli 0-4. Þetta var fyrsti leikur í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna og sömuleiðis fyrsti leikur Gunnleifs Gunnleifssonar við stjórnvölinn eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum sem aðalþjálfari Breiðabliks. 4. september 2023 21:10