Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik – FH 0-2 | FH-ingar unnu Evrópuþreytta Blika Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. september 2023 17:43 FH-ingar unnu góðan sigur í dag. Vísir/Anton FH sótti sterkan 2-0 sigur gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í lokaumferð Bestu deildarinnar. Mörk FH skoruðu Kjartan Henry og varamaðurinn Eetu Mömmö. FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Blikarnir virkuðu þreyttir og hægfara eftir mikið leikjaálag síðustu vikur. Þeim gekk illa að halda boltanum og áttu margar misheppnaðar sendingar. FH spiluðu á móti vindi í fyrri hálfleik sem gerði þeim erfitt fyrir, háir boltar voru óútreiknanlegir og hvorugu liði tókst að skapa sér almennileg marktækifæri. Vísir/Anton Fyrri hálfleikur einkenndist þannig af miklu miðjumoði og frekar gæðalitlu spili, mikið um brot og almenna hörku. Fjórir leikmenn, tveir úr hvoru liði, fengu að líta gult spjald áður en flautað var til hálfleiks. FH-ingar nutu þess svo vel að fá vindinn í bakið í seinni hálfleik. Komu út úr búningsherbergjum af miklum krafti með skotskóna reimaða fasta. Þeir ógnuðu marki Blika í gríð og erg áður en Kjartan Henry fann sér loks pláss milli miðvarða inni í vítateignum og stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Haralds Ásgrímssonar. FH komið marki yfir eftir 54 mínútna leik. Vísir/Anton Þeir hvítklæddu voru áfram með tökin á leiknum, algjörlega óhræddir við að skjóta í átt að marki og voru oft nálægt því að setja annað markið. Breiðablik átti svo nokkura mínútna kafla undir lok leiks þar sem þeir virtust líklegir til að jafna metin. Þeir komu boltanum meira að segja yfir línuna í eitt skiptið en það mark var dæmt ógilt vegna brots á markverði FH. Á lokamínútunum voru Blikar farnir að sækja á mörgum mönnum í leit að jöfnunarmarkinu en eftir misheppnaða hornspyrnu brunaði FH upp í skyndisókn. Davíð Snær fékk boltann og stakk honum inn fyrir á Eetu Mömmö sem kláraði færið einn gegn markverði af miklu öryggi og tryggði tveggja marka sigur FH. Vísir/Anton Afhverju vann FH? Breiðablik var langt frá sínu besta í dag, liðið átti mjög erfitt uppdráttar og virkaði uppgefið á löngum köflum. FH lagði þennan leik vel upp, múruðu fyrir markið í fyrri hálfleik og nýttu sér svo vindinn í seinni hálfleik til að ógna marki Blikanna. Hverjir stóðu upp úr? Þeir voru nokkrir. Björn Daníel var frábær inni á miðjunni hjá FH, Davíð Snær átti sömuleiðis fínan leik og kom sér oft í góðar stöður. Kjartan Henry var sífellt ógnandi og skoraði mark á mjög mikilvægum tímapunkti. Hvað gekk illa? Þreyta og lítil leikgleði hjá Breiðablik í dag, einfaldar sendingar voru að fara úrskeiðis og þeim tókst ekkert að skapa sér fram á við. Hvað gerist næst? Venjulegu móti er nú lokið og deildinni verður skipt í tvennt. Bæði FH og Breiðablik hafa tryggt sér sæti í efra hluta deildarinnar, leikjafyrirkomulag verður kynnt á morgun, mánudaginn 4. september. Óskar Hrafn: „Við áttum ekkert skilið í þessum leik“ Óskar Hrafn var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í dagVísir/Anton Brink „Við töluðum um fyrir leikinn að koma með réttu hugarfari inn í þennan leik og myndum leggja okkur fram, því miður varð það ekki raunin og við vorum skrefi á eftir í dag. Við áttum ekkert skilið í þessum leik“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Veður og vindátt settu mikinn svip á leikinn, strax og FH fengu vindinn í bakið í seinni hálfleik fóru þeir að ógna marki. Hefði Breiðablik ekki átt að sækja meira að marki þegar vindurinn var þeim hagstæður? „Vindurinn gerði þennan leik öðruvísi en venjulegan fótboltaleik, en þú verður bara að aðlaga þig þeim aðstæðum sem eru í boði hverju sinni. Við vorum hvorki góðir með vindi eða móti vindi, þetta er bara einn af þessum leikjum þar sem að menn eru einhvern veginn ekki klárir í slaginn og það bara dugar ekki í þessari deild.“ Breiðablik situr enn í 3. sæti deildarinnar, en Stjarnan og FH söxuðu forystu þeirra niður í 4 stig með sigrum í dag. Óskar segir liðið ekki ætla að missa Evrópusætið sér úr greipum. „Auðvitað yrðu það mikil vonbrigði og það er ekkert á stefnuskránni hjá okkur að gera það. En það er alveg ljóst að við þurfum að spila betur en við gerðum í dag.“ Óskar segir landsleikjahléið kærkomið til að hvíla lúin bein eftir mikið leikjaálag og vonar að sitt lið snúi tvíeflt til baka og klári tímabilið af krafti. „Ég vona bara að þetta hafi verið fimmtudagurinn og menn hafi ekki alveg verið komnir niður úr skýjunum eftir þann leik en það er alveg ljóst að frammistaðan þarf að vera betri. Við stefnum að því, nú fáum við tvær vikur til að hlaða batteríin og koma okkur aftur á lappir.“ Haraldur: „Þetta verður ekki mikið sætara“ Haraldur Ásgrímsson lagði fyrra mark FH upp á Kjartan Henry. Hann var ánægður með sína frammistöðu í dag og stigin þrjú sem liðið sótti. „Geggjaður sigur í dag, geggjuð liðs frammistaða þar sem allir lögðu sig fram, þetta verður ekki mikið sætara“ sagði Haraldur strax að leik loknum. Hann segir veðrið hafa sett mikinn svip á leikinn og telur vindinn hafa hjálpað þeim í seinni hálfleik. „Ég held að það hafi bara verið vindurinn að miklu leyti, erfitt að spila á móti vindi í fyrri hálfleik þannig að þá vorum við kannski frekar bara að múra fyrir. Svo í seinni hálfleik opnaðist þetta og við gátum keyrt á Blikana.“ FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og tryggir sig þar með í efri hluta deildarinnar þegar úrslitakeppnin hefst. „Við erum sáttir með þetta, auðvitað hefðum við getað gert betur en miðað við hvernig þetta var í fyrra og svona þá erum við bara mjög sáttir með tímabilið núna. En við stefnum hærra.“ Þrátt fyrir að vera sáttir með tímabilið hingað til hungrar mönnum í meira. Eftir þennan sigur eru 4 stig milli Breiðabliks og FH, liðið gæti því hæglega komið sér upp í 3. sætið og spilað í Evrópukeppni á næsta ári. „Að sjálfsögðu reynum við það [að ná Evrópusæti], förum bara inn í alla leiki til að vinna þá og sjáum hvernig fer“ sagði Haraldur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik FH Tengdar fréttir „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigri gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar. FH tókst með þessum sigri að gulltryggja sig inn í efri hlutann áður en deildinni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin hefst. 3. september 2023 17:32
FH sótti sterkan 2-0 sigur gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í lokaumferð Bestu deildarinnar. Mörk FH skoruðu Kjartan Henry og varamaðurinn Eetu Mömmö. FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Blikarnir virkuðu þreyttir og hægfara eftir mikið leikjaálag síðustu vikur. Þeim gekk illa að halda boltanum og áttu margar misheppnaðar sendingar. FH spiluðu á móti vindi í fyrri hálfleik sem gerði þeim erfitt fyrir, háir boltar voru óútreiknanlegir og hvorugu liði tókst að skapa sér almennileg marktækifæri. Vísir/Anton Fyrri hálfleikur einkenndist þannig af miklu miðjumoði og frekar gæðalitlu spili, mikið um brot og almenna hörku. Fjórir leikmenn, tveir úr hvoru liði, fengu að líta gult spjald áður en flautað var til hálfleiks. FH-ingar nutu þess svo vel að fá vindinn í bakið í seinni hálfleik. Komu út úr búningsherbergjum af miklum krafti með skotskóna reimaða fasta. Þeir ógnuðu marki Blika í gríð og erg áður en Kjartan Henry fann sér loks pláss milli miðvarða inni í vítateignum og stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Haralds Ásgrímssonar. FH komið marki yfir eftir 54 mínútna leik. Vísir/Anton Þeir hvítklæddu voru áfram með tökin á leiknum, algjörlega óhræddir við að skjóta í átt að marki og voru oft nálægt því að setja annað markið. Breiðablik átti svo nokkura mínútna kafla undir lok leiks þar sem þeir virtust líklegir til að jafna metin. Þeir komu boltanum meira að segja yfir línuna í eitt skiptið en það mark var dæmt ógilt vegna brots á markverði FH. Á lokamínútunum voru Blikar farnir að sækja á mörgum mönnum í leit að jöfnunarmarkinu en eftir misheppnaða hornspyrnu brunaði FH upp í skyndisókn. Davíð Snær fékk boltann og stakk honum inn fyrir á Eetu Mömmö sem kláraði færið einn gegn markverði af miklu öryggi og tryggði tveggja marka sigur FH. Vísir/Anton Afhverju vann FH? Breiðablik var langt frá sínu besta í dag, liðið átti mjög erfitt uppdráttar og virkaði uppgefið á löngum köflum. FH lagði þennan leik vel upp, múruðu fyrir markið í fyrri hálfleik og nýttu sér svo vindinn í seinni hálfleik til að ógna marki Blikanna. Hverjir stóðu upp úr? Þeir voru nokkrir. Björn Daníel var frábær inni á miðjunni hjá FH, Davíð Snær átti sömuleiðis fínan leik og kom sér oft í góðar stöður. Kjartan Henry var sífellt ógnandi og skoraði mark á mjög mikilvægum tímapunkti. Hvað gekk illa? Þreyta og lítil leikgleði hjá Breiðablik í dag, einfaldar sendingar voru að fara úrskeiðis og þeim tókst ekkert að skapa sér fram á við. Hvað gerist næst? Venjulegu móti er nú lokið og deildinni verður skipt í tvennt. Bæði FH og Breiðablik hafa tryggt sér sæti í efra hluta deildarinnar, leikjafyrirkomulag verður kynnt á morgun, mánudaginn 4. september. Óskar Hrafn: „Við áttum ekkert skilið í þessum leik“ Óskar Hrafn var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í dagVísir/Anton Brink „Við töluðum um fyrir leikinn að koma með réttu hugarfari inn í þennan leik og myndum leggja okkur fram, því miður varð það ekki raunin og við vorum skrefi á eftir í dag. Við áttum ekkert skilið í þessum leik“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Veður og vindátt settu mikinn svip á leikinn, strax og FH fengu vindinn í bakið í seinni hálfleik fóru þeir að ógna marki. Hefði Breiðablik ekki átt að sækja meira að marki þegar vindurinn var þeim hagstæður? „Vindurinn gerði þennan leik öðruvísi en venjulegan fótboltaleik, en þú verður bara að aðlaga þig þeim aðstæðum sem eru í boði hverju sinni. Við vorum hvorki góðir með vindi eða móti vindi, þetta er bara einn af þessum leikjum þar sem að menn eru einhvern veginn ekki klárir í slaginn og það bara dugar ekki í þessari deild.“ Breiðablik situr enn í 3. sæti deildarinnar, en Stjarnan og FH söxuðu forystu þeirra niður í 4 stig með sigrum í dag. Óskar segir liðið ekki ætla að missa Evrópusætið sér úr greipum. „Auðvitað yrðu það mikil vonbrigði og það er ekkert á stefnuskránni hjá okkur að gera það. En það er alveg ljóst að við þurfum að spila betur en við gerðum í dag.“ Óskar segir landsleikjahléið kærkomið til að hvíla lúin bein eftir mikið leikjaálag og vonar að sitt lið snúi tvíeflt til baka og klári tímabilið af krafti. „Ég vona bara að þetta hafi verið fimmtudagurinn og menn hafi ekki alveg verið komnir niður úr skýjunum eftir þann leik en það er alveg ljóst að frammistaðan þarf að vera betri. Við stefnum að því, nú fáum við tvær vikur til að hlaða batteríin og koma okkur aftur á lappir.“ Haraldur: „Þetta verður ekki mikið sætara“ Haraldur Ásgrímsson lagði fyrra mark FH upp á Kjartan Henry. Hann var ánægður með sína frammistöðu í dag og stigin þrjú sem liðið sótti. „Geggjaður sigur í dag, geggjuð liðs frammistaða þar sem allir lögðu sig fram, þetta verður ekki mikið sætara“ sagði Haraldur strax að leik loknum. Hann segir veðrið hafa sett mikinn svip á leikinn og telur vindinn hafa hjálpað þeim í seinni hálfleik. „Ég held að það hafi bara verið vindurinn að miklu leyti, erfitt að spila á móti vindi í fyrri hálfleik þannig að þá vorum við kannski frekar bara að múra fyrir. Svo í seinni hálfleik opnaðist þetta og við gátum keyrt á Blikana.“ FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og tryggir sig þar með í efri hluta deildarinnar þegar úrslitakeppnin hefst. „Við erum sáttir með þetta, auðvitað hefðum við getað gert betur en miðað við hvernig þetta var í fyrra og svona þá erum við bara mjög sáttir með tímabilið núna. En við stefnum hærra.“ Þrátt fyrir að vera sáttir með tímabilið hingað til hungrar mönnum í meira. Eftir þennan sigur eru 4 stig milli Breiðabliks og FH, liðið gæti því hæglega komið sér upp í 3. sætið og spilað í Evrópukeppni á næsta ári. „Að sjálfsögðu reynum við það [að ná Evrópusæti], förum bara inn í alla leiki til að vinna þá og sjáum hvernig fer“ sagði Haraldur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik FH Tengdar fréttir „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigri gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar. FH tókst með þessum sigri að gulltryggja sig inn í efri hlutann áður en deildinni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin hefst. 3. september 2023 17:32
„Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigri gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar. FH tókst með þessum sigri að gulltryggja sig inn í efri hlutann áður en deildinni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin hefst. 3. september 2023 17:32
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti