True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2023 16:58 Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North. Aðsend Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Í lögbannskröfunni segir að True North krefjist þess að sýslumaðurinn á Vesturlandi leggi lögbann við því að Hvalur hefji veiðar á langreyðum. Þá fer True North fram á að lögbann verði sett á án þess að fyrirtækið þurfi að leggja fram tryggingu. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun 1. september en með hertum skilyrðum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti með nýrri reglugerð í dag. Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem er eini aðilinn á Íslandi sem veiðir langreyðar. True North er íslenskt framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndageira og segist í kröfunni reiða sig að langmestu leyti á erlenda aðila. Eins og fyrr segir liggi fyrir yfirlýsing 67 leikara, leikstjóra, höfunda og annarra sem starfi í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu sem fullyrði að ef Hvalur hf hefji veiðar á langreyðum á ný þá muni þeir ekki koma lengur með verkefni sín til Íslands. Þá vísar True North til þess að hvalveiðar minnki getu sjávar til kolefnisbindingar, þess að þriðjungur hvala sem Hvalur veiddi árið 2022 hafi háð langt dauðastríð, skýrslu fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps matvælaráðherra sem birt var í vikunni og fjallaði um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðar. Segir True North að erfitt og jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Verulegir hagsmunir séu undir upp á fjármögnun framtíðarverkefna. Þeir hagsmunir séu ekki einungis fjárhagslegs eðlis heldur sé orðspor listrænna greina í húfi sem ekki verði bætt með skaðabótum. Bendir fyrirtækið á að starfsemi Hvals hafi verið í andstöðu við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Eðli málsins samkvæmt ógni slík frávik matvælaöryggi þar sem um veiðar, verkun og vinnslu dýraafurða til manneldis sé að ræða. Jafnframt sé vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í andstöðu við reglugerð um neysluvatn og ekki á skipulagi eins og vera ber. Hvalveiðar Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Í lögbannskröfunni segir að True North krefjist þess að sýslumaðurinn á Vesturlandi leggi lögbann við því að Hvalur hefji veiðar á langreyðum. Þá fer True North fram á að lögbann verði sett á án þess að fyrirtækið þurfi að leggja fram tryggingu. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun 1. september en með hertum skilyrðum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti með nýrri reglugerð í dag. Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem er eini aðilinn á Íslandi sem veiðir langreyðar. True North er íslenskt framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndageira og segist í kröfunni reiða sig að langmestu leyti á erlenda aðila. Eins og fyrr segir liggi fyrir yfirlýsing 67 leikara, leikstjóra, höfunda og annarra sem starfi í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu sem fullyrði að ef Hvalur hf hefji veiðar á langreyðum á ný þá muni þeir ekki koma lengur með verkefni sín til Íslands. Þá vísar True North til þess að hvalveiðar minnki getu sjávar til kolefnisbindingar, þess að þriðjungur hvala sem Hvalur veiddi árið 2022 hafi háð langt dauðastríð, skýrslu fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps matvælaráðherra sem birt var í vikunni og fjallaði um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðar. Segir True North að erfitt og jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Verulegir hagsmunir séu undir upp á fjármögnun framtíðarverkefna. Þeir hagsmunir séu ekki einungis fjárhagslegs eðlis heldur sé orðspor listrænna greina í húfi sem ekki verði bætt með skaðabótum. Bendir fyrirtækið á að starfsemi Hvals hafi verið í andstöðu við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Eðli málsins samkvæmt ógni slík frávik matvælaöryggi þar sem um veiðar, verkun og vinnslu dýraafurða til manneldis sé að ræða. Jafnframt sé vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í andstöðu við reglugerð um neysluvatn og ekki á skipulagi eins og vera ber.
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35