Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 14:03 Frá hvalskurði hjá Hvali hf. í Hvalfirði. Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. Svandís stöðvaði sem kunnugt er hvalveiðar í sumar með frestun til 1. september sem ber upp á föstudaginn. Ráðherra hefur verið þögul um hvað taki við varðandi hvalveiðar. Hún sagði í júní spurningu uppi hvort atvinnugreinin ætti sér yfir höfuð framtíð. Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem skilað var til ráðherra í maí var niðurstaðan sú að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Fagráði um velferð dýra var í framhaldinu falið að meta hvort veiðarnar gætu yfirhöfuð uppfyllt markmið laganna. Fagráðið skilaði áliti þann 19. júní en niðurstaða þess var að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögunum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu ákvað Svandís að fresta upphafi hvalveiðivertíðar til 1. september svo ráðrúm gæfist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar geti farið fram í samræmi við ákvæði laganna. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra við ákvörðun sína þann 20. júní. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“ Ráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem var falið að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Henry Alexander Henrysson, talsmaður fagráðs um velferð dýra, sagði niðurstöðu starfshópsins í takt við það sem hann bjóst við. Fjórir kurteisir embættismenn að fara yfir tillögur Hvals hf. Skýrslan svari spurningum ekki betur en áður hafði verið gert hvort hægt sé að tryggja mannlega aflífun stórhvela við veiðar. Því telur hann ólíklegt að hægt sé að gefa grænt ljós á veiði stórhvela á föstudag. Málið er eitt stærsta átakamálið innan ríkisstjórnarinnar um þessar mundir og birtist skoðanamunurinn skýrt í ályktunum á flokksráðsfundinum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Ölfus hafa talað fyrir vantrauststillögu á matvælaráðherra komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði veiðunum í júní. Ljóst er að Kristján Loftsson og félagar hjá Hval hf. gera ráð fyrir að vertíðin hefjist á föstudag. Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í gær. Hvað verður kemur í ljós að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Vísir verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum á morgun þegar Svandís kynnir ákvörðun sína. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Múlaþing Dýraheilbrigði Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Svandís stöðvaði sem kunnugt er hvalveiðar í sumar með frestun til 1. september sem ber upp á föstudaginn. Ráðherra hefur verið þögul um hvað taki við varðandi hvalveiðar. Hún sagði í júní spurningu uppi hvort atvinnugreinin ætti sér yfir höfuð framtíð. Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem skilað var til ráðherra í maí var niðurstaðan sú að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Fagráði um velferð dýra var í framhaldinu falið að meta hvort veiðarnar gætu yfirhöfuð uppfyllt markmið laganna. Fagráðið skilaði áliti þann 19. júní en niðurstaða þess var að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögunum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu ákvað Svandís að fresta upphafi hvalveiðivertíðar til 1. september svo ráðrúm gæfist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar geti farið fram í samræmi við ákvæði laganna. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra við ákvörðun sína þann 20. júní. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“ Ráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem var falið að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Henry Alexander Henrysson, talsmaður fagráðs um velferð dýra, sagði niðurstöðu starfshópsins í takt við það sem hann bjóst við. Fjórir kurteisir embættismenn að fara yfir tillögur Hvals hf. Skýrslan svari spurningum ekki betur en áður hafði verið gert hvort hægt sé að tryggja mannlega aflífun stórhvela við veiðar. Því telur hann ólíklegt að hægt sé að gefa grænt ljós á veiði stórhvela á föstudag. Málið er eitt stærsta átakamálið innan ríkisstjórnarinnar um þessar mundir og birtist skoðanamunurinn skýrt í ályktunum á flokksráðsfundinum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Ölfus hafa talað fyrir vantrauststillögu á matvælaráðherra komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði veiðunum í júní. Ljóst er að Kristján Loftsson og félagar hjá Hval hf. gera ráð fyrir að vertíðin hefjist á föstudag. Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í gær. Hvað verður kemur í ljós að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Vísir verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum á morgun þegar Svandís kynnir ákvörðun sína.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Múlaþing Dýraheilbrigði Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent