DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 09:02 Leonardo DiCaprio er þekktur umhverfisverndarsinni. Hann hefur meðal annars verið ötull málsvari gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Vísir Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. Í færslunni vekur DiCaprio athygli á að tímabundið bann sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði við hvalveiðum í júní renni út um mánaðamótin. Ráðherrann tók ákvörðunina um bannið eftir að fagráð komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hvalveiða við landið samræmdist ekki lögum um velferð dýra. „Íslenska ríkisstjórnin ætti að styðja vilja meirihluta Íslendinga sem vill núna stöðva hvalveiðar að eilífu,“ skrifar leikarinn til milljóna fylgjenda sinna. Ákall DiCaprio til íslenskra stjórnvalda birtist í svonefndu „story“ á Instagram.Skjáskot af Instagram Vísar DiCaprio til fréttar breska blaðsins The Guardian frá því í júní. Í henni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í byrjun júní sem benti til þess að rétt rúmur meirihluti væri andsnúinn hvalveiðum. Önnur könnun Maskínu, sem var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök, sýndi að 42 prósent væru andsnúin hvalveiðum í gær. Svandís hefur ekki gefið út hvort hún ætli að framlengja bannið eða leyfa veiðar þegar tímabundna bannið rennur út á föstudag. Starfshópur, sem hún skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum í skýrslu sem var birt í gær. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Bann Svandísar hefur valdið mikilli togstreitu innan ríkisstjórnarinnar en sjálfstæðismenn hafa verið sérstaklega ósáttir við ákvörðunina. Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd þingsins, sagði í gær að ef bannið yrði framlengt hefði það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá boðaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að vantrausti yrði lýst á Svandísi ef hún sneri ekki banninu við. DiCaprio er ekki fyrsta erlenda stórstjarnan sem vekur athygli á hvalveiðimálum á Íslandi í sumar. Bandaríski leikarinn Jason Momoa hvatti fylgjendur sína til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í maí og stjórnvöld til þess að framlengja bannið nú í síðustu viku. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Hollywood Tengdar fréttir Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Í færslunni vekur DiCaprio athygli á að tímabundið bann sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði við hvalveiðum í júní renni út um mánaðamótin. Ráðherrann tók ákvörðunina um bannið eftir að fagráð komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hvalveiða við landið samræmdist ekki lögum um velferð dýra. „Íslenska ríkisstjórnin ætti að styðja vilja meirihluta Íslendinga sem vill núna stöðva hvalveiðar að eilífu,“ skrifar leikarinn til milljóna fylgjenda sinna. Ákall DiCaprio til íslenskra stjórnvalda birtist í svonefndu „story“ á Instagram.Skjáskot af Instagram Vísar DiCaprio til fréttar breska blaðsins The Guardian frá því í júní. Í henni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í byrjun júní sem benti til þess að rétt rúmur meirihluti væri andsnúinn hvalveiðum. Önnur könnun Maskínu, sem var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök, sýndi að 42 prósent væru andsnúin hvalveiðum í gær. Svandís hefur ekki gefið út hvort hún ætli að framlengja bannið eða leyfa veiðar þegar tímabundna bannið rennur út á föstudag. Starfshópur, sem hún skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum í skýrslu sem var birt í gær. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Bann Svandísar hefur valdið mikilli togstreitu innan ríkisstjórnarinnar en sjálfstæðismenn hafa verið sérstaklega ósáttir við ákvörðunina. Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd þingsins, sagði í gær að ef bannið yrði framlengt hefði það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá boðaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að vantrausti yrði lýst á Svandísi ef hún sneri ekki banninu við. DiCaprio er ekki fyrsta erlenda stórstjarnan sem vekur athygli á hvalveiðimálum á Íslandi í sumar. Bandaríski leikarinn Jason Momoa hvatti fylgjendur sína til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í maí og stjórnvöld til þess að framlengja bannið nú í síðustu viku.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Hollywood Tengdar fréttir Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03