Valsmenn kæra Víkinga vegna afskipta Arnars Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 17:50 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í dag Vísir/Anton Valur hefur lagt fram kæru til aga- og úrskurðanefndar KSÍ þar sem þess er krafist að Víkingar hljóti refsingu vegna afskipta Arnars Gunnlaugssonar þjálfara í leik gegn Val þar sem hann var í leikbanni. Forsaga málsins er sú að Arnar var í leikbanni þegar leikur Vals og Víkings fór fram fyrir skömmu. Arnar var hins vegar í stúkunni að Hlíðarenda og í stöðugu símasambandi við varamannabekk Víkinga á meðan á leiknum stóð. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ bað aga- og úrskurðanefnd sambandsins að skoða málið en nefndin taldi Arnar ekki hafa gerst brotlegan. „Ég var bara í stöðugum samskiptum þarna við bekkinn. Það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og ég er að spá í að gera þetta að vana,“ sagði Arnar meðal annars í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. Víkingur vann 4-0 sigur gegn Val í leiknum. Í kærunni sem vefmiðillinn 433.is hefur undir höndum kemur fram að það séu þessi orð Arnar sem kæran byggir á að mestu. 433.is greindi fyrst frá kæru Valsmanna á vef sínum. „Leikbann þjálfara, sem byggir á 12. gre., hefur það í för með sér að þjálfari skal, mæti hann á leikstað, vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt,“ segir í kærunni. Kröfur Valsmanna eru að Val verði dæmdur 3-0 sigur í leiknum og Víkingi gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn verði dæmdur ógildur og liðunum gert að endurtaka hann. Til þrautavara að kæranda verði gert að greiða sekt. Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Arnar var í leikbanni þegar leikur Vals og Víkings fór fram fyrir skömmu. Arnar var hins vegar í stúkunni að Hlíðarenda og í stöðugu símasambandi við varamannabekk Víkinga á meðan á leiknum stóð. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ bað aga- og úrskurðanefnd sambandsins að skoða málið en nefndin taldi Arnar ekki hafa gerst brotlegan. „Ég var bara í stöðugum samskiptum þarna við bekkinn. Það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og ég er að spá í að gera þetta að vana,“ sagði Arnar meðal annars í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. Víkingur vann 4-0 sigur gegn Val í leiknum. Í kærunni sem vefmiðillinn 433.is hefur undir höndum kemur fram að það séu þessi orð Arnar sem kæran byggir á að mestu. 433.is greindi fyrst frá kæru Valsmanna á vef sínum. „Leikbann þjálfara, sem byggir á 12. gre., hefur það í för með sér að þjálfari skal, mæti hann á leikstað, vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt,“ segir í kærunni. Kröfur Valsmanna eru að Val verði dæmdur 3-0 sigur í leiknum og Víkingi gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn verði dæmdur ógildur og liðunum gert að endurtaka hann. Til þrautavara að kæranda verði gert að greiða sekt.
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira