Innlent

Á­standið ekki nógu gott við grunn­skóla

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögregla hefur fylgst með umferð við grunnskóla undanfarið.
Lögregla hefur fylgst með umferð við grunnskóla undanfarið. Vísir/Vilhelm

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu segir ó­hætt að segja að á­stand um­ferðar við grunn­skóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem lög­reglan segist vera við um­ferðar­eftir­lit þessa dagana.

Þar segir að hraða­mælingar það sem af er vikunni sýni að brota­hlut­fallið í og við grunn­skólana sé hátt. Full á­stæða sé til að minna öku­menn á að aka hægar og sýna meiri til­lits­semi.

„Af ein­stökum hraða­mælingum má nefna að meiri­hluti öku­manna ók of hratt hjá Fella­skóla, en þar var brota­hlut­fallið 51 prósent. Við þrjá, aðra skóla ók um þriðjungur öku­manna, og rúm­lega það, of hratt. Þessar hraða­mælingar voru við Set­bergs­skóla, 36 prósent brota­hlut­fall, Voga­skóla, 35 prósent brota­hlut­fall, og Lága­fells­skóla, 32 prósent brota­hlut­fall.“

Þá segir lög­regla að um fimmtungur öku­manna, eða 21 prósent, hafi ekið of hratt við Mela­skóla. Eini staðurinn þar sem á­standið var ná­lægt því að vera í lagi að sögn lög­reglu var við Ár­bæjar­skóla, en þar var brota­hlut­fall öku­manna 5 prósent.

Sam­tals voru 240 öku­menn staðnir að hrað­akstri við áður­nefndar hraða­mælingar, en fjórir þeirra eiga jafn­framt yfir höfði sér sviptingu öku­réttinda vegna hrað­akstursins. Tveir þeirra mældust á 71 kíló­metra hraða, en í öllum til­vikum var um að ræða götur þar sem leyfður há­marks­hraði er 30.

„Ekki er á­stæða til að ætla að á­standið sé eitt­hvað skárra við aðra grunn­skóla í um­dæminu og því vill lög­reglan í­treka við öku­menn, enn og aftur, að þeir aki var­lega, ekki síst í námunda við skóla enda margir þar á ferli, meðal annars nýir veg­far­endur sem eru að hefja skóla­göngu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×