„Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2023 22:17 Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Tilkynning um brunann við Hvaleyrarbraut barst klukkan eitt í gær en um er að ræða iðnaðarhús með ósamþykktum íbúðum. Íbúar voru þrettán talsins og munu þeir allir nú þurfa að leita sér skjóls annars staðar enda er húsið gjöreyðilagt. Húsið var á lista slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu yfir iðnaðarhúsnæði þar sem var búseta og stóð til að fara yfir brunavarnir þar á næstunni. Ljóst er að ef brunavarnir voru einhverjar í húsinu, þá virkuðu þær ekki sem skyldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hræðilegt að fólk þurfi að búa í ósamþykktum íbúðum til þess að hafa þak yfir höfði sér. „Hversu mikið af fólki sem annars gæti mögulega verið á leigumarkaði væri umhverfið eðlilegra, hrekst í svona óleyfis búsetu? Ástandið er óþolandi og í ástandi sem þessu er það alltaf þau sem hafa lægstu tekjurnar, eru jaðarsettust, sem eru útsettust fyrir því að verða mögulega fórnarlömb í svona hrikalegum harmleik eins og þetta er,“ segir Sólveig. Hún segir ósamþykktu íbúðirnar vera svartan blett á samfélaginu og vill meina að lítið hafi breyst frá því að eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg áttu sér stað fyrir þremur árum síðan. „Það eru þrjú ár síðan þrjár ungar manneskjur létu lífið við hræðilegar aðstæður, hvað hefur breyst síðan þá? Ekki neitt. Hlutirnir hafa einfaldlega versnað. Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand,“ segir Sólveig. Enginn pólitískur vilji sé til staðar fyrir því að bæta ástand verka- og láglaunafólks. „Ef það væri raunverulegur pólitískur vilji til staðar, ef íslensk valdastétt væri ekki algjörlega búin að aðskilja sig frá veruleika verka- og láglaunafólks þá að sjálfsögðu væri löngu búið að gera eitthvað í þessum málum. En eins og öllu sem snýr að lífskjörum verka- og láglaunafólks sjáum við það að það er ekkert hægt að gera, en það er alltaf hægt að gera fyrir þau sem ofar eru í samfélaginu,“ segir Sólveig að lokum. Stéttarfélög Húsnæðismál Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Tilkynning um brunann við Hvaleyrarbraut barst klukkan eitt í gær en um er að ræða iðnaðarhús með ósamþykktum íbúðum. Íbúar voru þrettán talsins og munu þeir allir nú þurfa að leita sér skjóls annars staðar enda er húsið gjöreyðilagt. Húsið var á lista slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu yfir iðnaðarhúsnæði þar sem var búseta og stóð til að fara yfir brunavarnir þar á næstunni. Ljóst er að ef brunavarnir voru einhverjar í húsinu, þá virkuðu þær ekki sem skyldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hræðilegt að fólk þurfi að búa í ósamþykktum íbúðum til þess að hafa þak yfir höfði sér. „Hversu mikið af fólki sem annars gæti mögulega verið á leigumarkaði væri umhverfið eðlilegra, hrekst í svona óleyfis búsetu? Ástandið er óþolandi og í ástandi sem þessu er það alltaf þau sem hafa lægstu tekjurnar, eru jaðarsettust, sem eru útsettust fyrir því að verða mögulega fórnarlömb í svona hrikalegum harmleik eins og þetta er,“ segir Sólveig. Hún segir ósamþykktu íbúðirnar vera svartan blett á samfélaginu og vill meina að lítið hafi breyst frá því að eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg áttu sér stað fyrir þremur árum síðan. „Það eru þrjú ár síðan þrjár ungar manneskjur létu lífið við hræðilegar aðstæður, hvað hefur breyst síðan þá? Ekki neitt. Hlutirnir hafa einfaldlega versnað. Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand,“ segir Sólveig. Enginn pólitískur vilji sé til staðar fyrir því að bæta ástand verka- og láglaunafólks. „Ef það væri raunverulegur pólitískur vilji til staðar, ef íslensk valdastétt væri ekki algjörlega búin að aðskilja sig frá veruleika verka- og láglaunafólks þá að sjálfsögðu væri löngu búið að gera eitthvað í þessum málum. En eins og öllu sem snýr að lífskjörum verka- og láglaunafólks sjáum við það að það er ekkert hægt að gera, en það er alltaf hægt að gera fyrir þau sem ofar eru í samfélaginu,“ segir Sólveig að lokum.
Stéttarfélög Húsnæðismál Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22
Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49