„Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2023 22:17 Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Tilkynning um brunann við Hvaleyrarbraut barst klukkan eitt í gær en um er að ræða iðnaðarhús með ósamþykktum íbúðum. Íbúar voru þrettán talsins og munu þeir allir nú þurfa að leita sér skjóls annars staðar enda er húsið gjöreyðilagt. Húsið var á lista slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu yfir iðnaðarhúsnæði þar sem var búseta og stóð til að fara yfir brunavarnir þar á næstunni. Ljóst er að ef brunavarnir voru einhverjar í húsinu, þá virkuðu þær ekki sem skyldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hræðilegt að fólk þurfi að búa í ósamþykktum íbúðum til þess að hafa þak yfir höfði sér. „Hversu mikið af fólki sem annars gæti mögulega verið á leigumarkaði væri umhverfið eðlilegra, hrekst í svona óleyfis búsetu? Ástandið er óþolandi og í ástandi sem þessu er það alltaf þau sem hafa lægstu tekjurnar, eru jaðarsettust, sem eru útsettust fyrir því að verða mögulega fórnarlömb í svona hrikalegum harmleik eins og þetta er,“ segir Sólveig. Hún segir ósamþykktu íbúðirnar vera svartan blett á samfélaginu og vill meina að lítið hafi breyst frá því að eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg áttu sér stað fyrir þremur árum síðan. „Það eru þrjú ár síðan þrjár ungar manneskjur létu lífið við hræðilegar aðstæður, hvað hefur breyst síðan þá? Ekki neitt. Hlutirnir hafa einfaldlega versnað. Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand,“ segir Sólveig. Enginn pólitískur vilji sé til staðar fyrir því að bæta ástand verka- og láglaunafólks. „Ef það væri raunverulegur pólitískur vilji til staðar, ef íslensk valdastétt væri ekki algjörlega búin að aðskilja sig frá veruleika verka- og láglaunafólks þá að sjálfsögðu væri löngu búið að gera eitthvað í þessum málum. En eins og öllu sem snýr að lífskjörum verka- og láglaunafólks sjáum við það að það er ekkert hægt að gera, en það er alltaf hægt að gera fyrir þau sem ofar eru í samfélaginu,“ segir Sólveig að lokum. Stéttarfélög Húsnæðismál Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Tilkynning um brunann við Hvaleyrarbraut barst klukkan eitt í gær en um er að ræða iðnaðarhús með ósamþykktum íbúðum. Íbúar voru þrettán talsins og munu þeir allir nú þurfa að leita sér skjóls annars staðar enda er húsið gjöreyðilagt. Húsið var á lista slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu yfir iðnaðarhúsnæði þar sem var búseta og stóð til að fara yfir brunavarnir þar á næstunni. Ljóst er að ef brunavarnir voru einhverjar í húsinu, þá virkuðu þær ekki sem skyldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hræðilegt að fólk þurfi að búa í ósamþykktum íbúðum til þess að hafa þak yfir höfði sér. „Hversu mikið af fólki sem annars gæti mögulega verið á leigumarkaði væri umhverfið eðlilegra, hrekst í svona óleyfis búsetu? Ástandið er óþolandi og í ástandi sem þessu er það alltaf þau sem hafa lægstu tekjurnar, eru jaðarsettust, sem eru útsettust fyrir því að verða mögulega fórnarlömb í svona hrikalegum harmleik eins og þetta er,“ segir Sólveig. Hún segir ósamþykktu íbúðirnar vera svartan blett á samfélaginu og vill meina að lítið hafi breyst frá því að eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg áttu sér stað fyrir þremur árum síðan. „Það eru þrjú ár síðan þrjár ungar manneskjur létu lífið við hræðilegar aðstæður, hvað hefur breyst síðan þá? Ekki neitt. Hlutirnir hafa einfaldlega versnað. Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand,“ segir Sólveig. Enginn pólitískur vilji sé til staðar fyrir því að bæta ástand verka- og láglaunafólks. „Ef það væri raunverulegur pólitískur vilji til staðar, ef íslensk valdastétt væri ekki algjörlega búin að aðskilja sig frá veruleika verka- og láglaunafólks þá að sjálfsögðu væri löngu búið að gera eitthvað í þessum málum. En eins og öllu sem snýr að lífskjörum verka- og láglaunafólks sjáum við það að það er ekkert hægt að gera, en það er alltaf hægt að gera fyrir þau sem ofar eru í samfélaginu,“ segir Sólveig að lokum.
Stéttarfélög Húsnæðismál Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22
Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49