Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2023 11:28 Mikill meirihluti hússins er ónýtur. Vísir/Vilhelm Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan eitt í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú hafa vettvanginn til rannsóknar en meðal þess sem rannsakað verður eru hver eldsupptökin voru. „En hjá okkur hefur tekið við að fara yfir, kannski tvíþætt, annars vegar að ganga frá eftir þetta mikla slökkvistarf í gær og því að koma öllum hlutum í lag hjá okkur. Síðan erum við að fara yfir húsnæðið, teikningarnar af því og aðeins að velta upp stöðunni hvað varðar húsnæðið og búsetuna sem var í því,“ segir Birgir. Húsið í heild sinni er eyðilagt fyrir utan bílskúrseiningar á suðurhlið hússins. Voru þar eldvarnarveggir sem héldu út. „Það er auðvitað þannig að eldvarnarveggir eru gerðir til þess að standa ákveðið álag í ákveðið langan tíma. Ég ætla ekkert að fullyrða um það að það hafi ekki verið einhverjir slíkir veggir í húsinu sem síðan hafi gefið sig af því að brunaálagið varð svona mikið og lengi,“ segir Birgir. Á samfélagsmiðlum hafa birst færslur frá íbúum hússins sem leita að gæludýrum sínum sem gætu hafa orðið eftir inni. Birgir segist ekki hafa fengið neinar tilkynningar um gæludýr sem ekki tókst að bjarga. „Við höfum ekki fengið til okkar á þann máta eins og þú nefnir,“ segir Birgir að lokum. Slökkvilið Bruni á Hvaleyrarbraut Lögreglumál Hafnarfjörður Gæludýr Dýr Tengdar fréttir Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan eitt í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú hafa vettvanginn til rannsóknar en meðal þess sem rannsakað verður eru hver eldsupptökin voru. „En hjá okkur hefur tekið við að fara yfir, kannski tvíþætt, annars vegar að ganga frá eftir þetta mikla slökkvistarf í gær og því að koma öllum hlutum í lag hjá okkur. Síðan erum við að fara yfir húsnæðið, teikningarnar af því og aðeins að velta upp stöðunni hvað varðar húsnæðið og búsetuna sem var í því,“ segir Birgir. Húsið í heild sinni er eyðilagt fyrir utan bílskúrseiningar á suðurhlið hússins. Voru þar eldvarnarveggir sem héldu út. „Það er auðvitað þannig að eldvarnarveggir eru gerðir til þess að standa ákveðið álag í ákveðið langan tíma. Ég ætla ekkert að fullyrða um það að það hafi ekki verið einhverjir slíkir veggir í húsinu sem síðan hafi gefið sig af því að brunaálagið varð svona mikið og lengi,“ segir Birgir. Á samfélagsmiðlum hafa birst færslur frá íbúum hússins sem leita að gæludýrum sínum sem gætu hafa orðið eftir inni. Birgir segist ekki hafa fengið neinar tilkynningar um gæludýr sem ekki tókst að bjarga. „Við höfum ekki fengið til okkar á þann máta eins og þú nefnir,“ segir Birgir að lokum.
Slökkvilið Bruni á Hvaleyrarbraut Lögreglumál Hafnarfjörður Gæludýr Dýr Tengdar fréttir Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40
Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49
Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35