Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2023 12:16 Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras. Ákærði var handtekinn 12. ágúst vegna gruns um húsbrot og líkamsárás í Reykjavík og hefur ítrekað komið við sögu lögreglu frá 16. mars. Þá er hann grunaður um að hafa brotist inn í kjallara í Reykjavík með öðrum og stolið þaðan bakpoka, kassa af bjór, vínflöskum, útilegutösku, ljósi og verkfærum. Í ákæru er hann jafnframt sakaður um þjófnað og gripdeildir í og við verslanir í Reykjavík þar sem honum er gert að hafa stolið rafmagnshlaupahjóli, húfu, tvennum buxum, belti og derhúfu. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald í tengslum við sjö mál sem embættið er með til meðferðar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað einstaklinginn í gæsluvarðhald til 8. september næstkomandi. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn 14. ágúst. Mögulega sektaður fyrir grastínsluna Þann 10. júlí er ákærði sagður hafa brotið gegn lögreglusamþykkt í Reykjavík með því að hafa „valdið hneykslan á almannafæri er hann skreið allsnakinn um garðinn við húsið og var að tína gras,“ eins og það er orðað í greinagerð saksóknara. Vísað er til ákvæðis lögreglusamþykktarinnar þar sem kveðið er á um að lögreglan geti vísað mönnum í burtu af almannafæri sem með háttsemi sinni valdi vegfarendum eða íbúum í nágrenninu ónæði. Sama eigi við um þá sem valdi óspektum, hættu eða hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum. Brot gegn lögreglusamþykkt geta varðað sektum. Kærði er undir rökstuddum grun um húsbrot og líkamsárás með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð í Hafnarfirði þann 29. júlí og veist þar með ofbeldi að tveimur íbúum. Hann er einnig sagður hafa ruðst heimildarlaust inn í aðra íbúð í Reykjavík 12. ágúst og beitt einstakling þar ofbeldi. Í úrskurði Landsréttar er fallist á að hinn ákærði sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu. Var talið af tíðni ætlaðra brota að hann væri líklegur til að halda afbrotum áfram ef hann væri frjáls ferða sinna á meðan lögregla kláraði rannsókn á umræddum málum. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Ákærði var handtekinn 12. ágúst vegna gruns um húsbrot og líkamsárás í Reykjavík og hefur ítrekað komið við sögu lögreglu frá 16. mars. Þá er hann grunaður um að hafa brotist inn í kjallara í Reykjavík með öðrum og stolið þaðan bakpoka, kassa af bjór, vínflöskum, útilegutösku, ljósi og verkfærum. Í ákæru er hann jafnframt sakaður um þjófnað og gripdeildir í og við verslanir í Reykjavík þar sem honum er gert að hafa stolið rafmagnshlaupahjóli, húfu, tvennum buxum, belti og derhúfu. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald í tengslum við sjö mál sem embættið er með til meðferðar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað einstaklinginn í gæsluvarðhald til 8. september næstkomandi. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn 14. ágúst. Mögulega sektaður fyrir grastínsluna Þann 10. júlí er ákærði sagður hafa brotið gegn lögreglusamþykkt í Reykjavík með því að hafa „valdið hneykslan á almannafæri er hann skreið allsnakinn um garðinn við húsið og var að tína gras,“ eins og það er orðað í greinagerð saksóknara. Vísað er til ákvæðis lögreglusamþykktarinnar þar sem kveðið er á um að lögreglan geti vísað mönnum í burtu af almannafæri sem með háttsemi sinni valdi vegfarendum eða íbúum í nágrenninu ónæði. Sama eigi við um þá sem valdi óspektum, hættu eða hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum. Brot gegn lögreglusamþykkt geta varðað sektum. Kærði er undir rökstuddum grun um húsbrot og líkamsárás með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð í Hafnarfirði þann 29. júlí og veist þar með ofbeldi að tveimur íbúum. Hann er einnig sagður hafa ruðst heimildarlaust inn í aðra íbúð í Reykjavík 12. ágúst og beitt einstakling þar ofbeldi. Í úrskurði Landsréttar er fallist á að hinn ákærði sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu. Var talið af tíðni ætlaðra brota að hann væri líklegur til að halda afbrotum áfram ef hann væri frjáls ferða sinna á meðan lögregla kláraði rannsókn á umræddum málum.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira