Búa hæstu tvíburar heims í Hveragerði? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2023 20:06 Tvíburarnir í Hveragerði, sem tóku þátt í tvíburahátíðinni í Bandaríkjunum nýlega. Þetta eru systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur og bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir tvíbura alls staðar úr heiminum hittust nýlega á sérstakri tvíburahátíð í Bandaríkjunum, meðal annars tvennir tvíburar úr Hveragerði. Þau segja frábært að hitta aðra tvíbura og geta deilt með þeim reynslu sinni af tvíburalífinu. Hér erum við að tala um eineggja tvíbura í báðum tilvikum. Annars vegar systurnar Hrefnu Ósk og Elínu Hrönn Jónsdætur og hins vegar bræðurna Kristján og Hafstein Valdimarssyni. Systurnar hafa farið tvisvar áður á tvíburahátíðir í Bandaríkjunum en þetta var fyrsta hátíð bræðranna. „Þetta var frá föstudegi til sunnudags og á laugardeginum var skrúðganga þar sem alltaf er eitthvað þema, það var sjóræningjaþema í ár. Fólk klæðir sig í alls konar búninga,” segir Hrefna Ósk. “Ætli þetta séu ekki um fjögur til fimm þúsund tvíburar, tvö þúsund pör öll í sömu skrúðgöngunni, það var alveg geggjað. Svo var maður náttúrulega að hitta aðra tvíbura, þríbura og fjórbura. Og það eru allskonar keppnir, það er blakmót og hlaupakeppnir og allskonar,” segir Elín Hrönn. Systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn, sem vinna báðar í Grunnskóla Hveragerðis. Talandi um blak, systurnar fengu bræðurna til að koma með sér núna á hátíðina til að vinna blakið því þeir eru báðir landsliðsmenn í blaki og að sjálfsögðu unnu þau blakmótið. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn, sem eru ansi líkir og mjög hávaxnir og skemmtilegir strákar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þeir hæstu tvíburar heims eða hvað, tveir núll fjórir á hæð? „Bara þangað til að einhverjir afsannar það, þá ætlum við að bera þann titil,” segir Kristján og Hafsteinn bætir við. „Er það ekki þannig, sem rannsóknir virka, það þarf bara að afsanna kenninguna. Við bara höldum því fram og svo þarf bara að bíða eftir því að einhverjir afsanni það”. Af hverju eru þið svona stórir? „Það er allur ísinn, Kjörísinn, sem við borðuðum alla æskuna og gerum enn,” segja bræðurnir hlæjandi alveg samtaka. Það vildu allir frá mynd af sér með Kristjáni og Hafsteini en þeir eru jafnvel hæstu tvíburar heims.Aðsend Þeir segja að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í tvíburahátíðinni. „Þetta er bara með því skemmtilegasta, sem ég hef gert held ég. Hitta svona aðra, sem eru eins og þú,” segir Hafsteinn. En hvers konar tvíburar eruð þið? „Bestu tvíburarnir. Við erum bara hávaxnir blaktvíburar. Við héldum kannski fyrir fram að við ásamt Hrönn og Hrefnu værum bara svona skrýtnir tvíburar en við erum búnir að komast að því eftir þessa hátíð að við erum bara nokkuð venjulegir,” segir Kristján. Og að sjálfsögðu vannst blakkeppnin með landsliðsmennina í blaki innanborðs.Aðsend Hrefna og Elín eru ansi líkar. „Já sumum finnst það, sumum ekki. Við vorum líkari þegar við vorum yngri en nú erum aðeins búnar að breytast,” segir Hrefna. „Sumir þekkja okkur aldrei í sundur en sumir gera það strax,” bætir Elín við. Hveragerði Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Hér erum við að tala um eineggja tvíbura í báðum tilvikum. Annars vegar systurnar Hrefnu Ósk og Elínu Hrönn Jónsdætur og hins vegar bræðurna Kristján og Hafstein Valdimarssyni. Systurnar hafa farið tvisvar áður á tvíburahátíðir í Bandaríkjunum en þetta var fyrsta hátíð bræðranna. „Þetta var frá föstudegi til sunnudags og á laugardeginum var skrúðganga þar sem alltaf er eitthvað þema, það var sjóræningjaþema í ár. Fólk klæðir sig í alls konar búninga,” segir Hrefna Ósk. “Ætli þetta séu ekki um fjögur til fimm þúsund tvíburar, tvö þúsund pör öll í sömu skrúðgöngunni, það var alveg geggjað. Svo var maður náttúrulega að hitta aðra tvíbura, þríbura og fjórbura. Og það eru allskonar keppnir, það er blakmót og hlaupakeppnir og allskonar,” segir Elín Hrönn. Systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn, sem vinna báðar í Grunnskóla Hveragerðis. Talandi um blak, systurnar fengu bræðurna til að koma með sér núna á hátíðina til að vinna blakið því þeir eru báðir landsliðsmenn í blaki og að sjálfsögðu unnu þau blakmótið. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn, sem eru ansi líkir og mjög hávaxnir og skemmtilegir strákar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þeir hæstu tvíburar heims eða hvað, tveir núll fjórir á hæð? „Bara þangað til að einhverjir afsannar það, þá ætlum við að bera þann titil,” segir Kristján og Hafsteinn bætir við. „Er það ekki þannig, sem rannsóknir virka, það þarf bara að afsanna kenninguna. Við bara höldum því fram og svo þarf bara að bíða eftir því að einhverjir afsanni það”. Af hverju eru þið svona stórir? „Það er allur ísinn, Kjörísinn, sem við borðuðum alla æskuna og gerum enn,” segja bræðurnir hlæjandi alveg samtaka. Það vildu allir frá mynd af sér með Kristjáni og Hafsteini en þeir eru jafnvel hæstu tvíburar heims.Aðsend Þeir segja að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í tvíburahátíðinni. „Þetta er bara með því skemmtilegasta, sem ég hef gert held ég. Hitta svona aðra, sem eru eins og þú,” segir Hafsteinn. En hvers konar tvíburar eruð þið? „Bestu tvíburarnir. Við erum bara hávaxnir blaktvíburar. Við héldum kannski fyrir fram að við ásamt Hrönn og Hrefnu værum bara svona skrýtnir tvíburar en við erum búnir að komast að því eftir þessa hátíð að við erum bara nokkuð venjulegir,” segir Kristján. Og að sjálfsögðu vannst blakkeppnin með landsliðsmennina í blaki innanborðs.Aðsend Hrefna og Elín eru ansi líkar. „Já sumum finnst það, sumum ekki. Við vorum líkari þegar við vorum yngri en nú erum aðeins búnar að breytast,” segir Hrefna. „Sumir þekkja okkur aldrei í sundur en sumir gera það strax,” bætir Elín við.
Hveragerði Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira