Kæra bónda fyrir flutning á dráttarvél Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2023 10:47 Það er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra að taka ákvörðun um framhaldið. Ljósmyndin kemur úr safni. Vísir/Arnar Matvælastofnun hefur kært flutning á dráttarvél frá riðusvæði á Norðurlandi vestra til riðulauss svæðis á Vesturlandi fyrr í sumar til lögreglu. Að sögn stofnunarinnar fór flutningurinn fram án lögbundinna þrifa og sótthreinsunar og án samþykkis héraðsdýralæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en í lok júlí kærði stofnunin tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. „Það fylgir þessu smithætta og það eru alveg skýr fyrirmæli um að það á að þrífa og sótthreinsa vélar. Þarna brást það og það er ólíðandi,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, um dráttarvélamálið í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um leyfi til stofnunarinnar þegar tækjabúnaður sem notaður sé til landbúnaðarstarfa er fluttur milli sóttvarnarhólfa, einkum frá áhættusvæðum eða sýktum svæðum. Leyfið sé yfirleitt veitt ef sótthreinsun fer fram undir eftirliti Matvælastofnunar. Einar vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögreglan á Norðurlandi vestra staðfestir að fyrri málin sem kærð voru í júlí séu komin inn á borð embættisins og nú til meðferðar. Smitefnið talið geta lifað í yfir áratug Á síðustu árum hafa bæði komið upp riðutilfelli í Skagafirði og Húnaþingi vestra. Hefur bændum á þeim bæjum verið gert lóga kindum sínum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Bændurnir eru kærðir á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar er kveðið á um að brot gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt dýrasjúkdómalögunum varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem getur leitt kindur til dauða, að því er segir á vef Matvælastofnunar. Hún veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Matvælaframleiðsla Lögreglumál Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26. júlí 2023 09:21 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en í lok júlí kærði stofnunin tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. „Það fylgir þessu smithætta og það eru alveg skýr fyrirmæli um að það á að þrífa og sótthreinsa vélar. Þarna brást það og það er ólíðandi,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, um dráttarvélamálið í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um leyfi til stofnunarinnar þegar tækjabúnaður sem notaður sé til landbúnaðarstarfa er fluttur milli sóttvarnarhólfa, einkum frá áhættusvæðum eða sýktum svæðum. Leyfið sé yfirleitt veitt ef sótthreinsun fer fram undir eftirliti Matvælastofnunar. Einar vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögreglan á Norðurlandi vestra staðfestir að fyrri málin sem kærð voru í júlí séu komin inn á borð embættisins og nú til meðferðar. Smitefnið talið geta lifað í yfir áratug Á síðustu árum hafa bæði komið upp riðutilfelli í Skagafirði og Húnaþingi vestra. Hefur bændum á þeim bæjum verið gert lóga kindum sínum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Bændurnir eru kærðir á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar er kveðið á um að brot gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt dýrasjúkdómalögunum varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem getur leitt kindur til dauða, að því er segir á vef Matvælastofnunar. Hún veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Matvælaframleiðsla Lögreglumál Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26. júlí 2023 09:21 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26. júlí 2023 09:21