Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2023 11:42 Hildur og Dagur í kappræðum Stöðvar 2 fyrir kosningarnar í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut. „Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla vera 19 mánuði og lofaði um leið að færa aldurinn niður í 12 mánuði. Síðustu áramót var meðalaldurinn hins vegar orðinn 20 mánuðir en nú er hann kominn upp í rúma 22 mánuði. Á sama tíma segir borgarstjóri Reykjavík vera hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þetta er ótrúleg fullyrðing,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði fréttastofu í gær að það muni ekki skýrast fyrr en á næstu vikum hve mörg börn bíði innritunar í leikskóla borgarinnar. Dagur sagðist eiga von á svipaðri stöðu í Reykjavík í ár og undanfarin ár, sem sé betri staða en í flestum öðrum sveitarfélögum. Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Hildur vísar til upplýsinga sem komu fram í svari frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í júní. Þar kom fram að meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla væri nú 22,1 mánuður. Í svari við sömu fyrirspurn í janúar 2023, hafi komið fram að meðalaldurinn hafi að jafnaði verið rúmir 20 mánuðir síðastliðin ár. „Það er alveg ljóst að leikskólavandinn fer versnandi og engar lausnir í sjónmáli. Sem fyrr virðist borgarstjóri sitja með hendur í skauti og innkoma Framsóknar hefur engu breytt,“ segir Hildur. Ár er síðan foreldrar mótmæltu stöðunni í leikskólum borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni sem hafði unnið mikinn kosningasigur um vorið, stöðuna ekki boðlega. Einar tekur við sem borgarstjóri um áramótin. Hildur fettir fingur sömuleiðis út í fullyrðingar Dags um að Reykjavíkurborg sé hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þar vísaði hann til þess að gjaldskrá leikskólanna sé lægri í Reykjavík en víða annars staðar. „Það á ekki að vera okkar keppikefli að bjóða ódýrustu leikskólana, heldur bestu leikskólana og áreiðanlegustu þjónustuna. Þessu furðulega monti borgarstjóra um lægstu leikskólagjöldin mætti líkja við matvöruverslun sem auglýsir lægsta vöruverðið, en hefur engar vörur að bjóða í hillunum. Fullyrðingar um góða stöðu í leikskólamálum borgarinnar eru hreinn dónaskapur við þá fjölmörgu foreldra sem sitja nú í úrræðaleysi og algjörri óvissu um framhaldið. Nú þarf að hvíla þessa þreyttu útúrsnúninga borgarstjóra, nálgast stöðuna af heiðarleika og hefjast handa við að setja lausn leikskólavandans í forgang,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31 Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla vera 19 mánuði og lofaði um leið að færa aldurinn niður í 12 mánuði. Síðustu áramót var meðalaldurinn hins vegar orðinn 20 mánuðir en nú er hann kominn upp í rúma 22 mánuði. Á sama tíma segir borgarstjóri Reykjavík vera hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þetta er ótrúleg fullyrðing,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði fréttastofu í gær að það muni ekki skýrast fyrr en á næstu vikum hve mörg börn bíði innritunar í leikskóla borgarinnar. Dagur sagðist eiga von á svipaðri stöðu í Reykjavík í ár og undanfarin ár, sem sé betri staða en í flestum öðrum sveitarfélögum. Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Hildur vísar til upplýsinga sem komu fram í svari frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í júní. Þar kom fram að meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla væri nú 22,1 mánuður. Í svari við sömu fyrirspurn í janúar 2023, hafi komið fram að meðalaldurinn hafi að jafnaði verið rúmir 20 mánuðir síðastliðin ár. „Það er alveg ljóst að leikskólavandinn fer versnandi og engar lausnir í sjónmáli. Sem fyrr virðist borgarstjóri sitja með hendur í skauti og innkoma Framsóknar hefur engu breytt,“ segir Hildur. Ár er síðan foreldrar mótmæltu stöðunni í leikskólum borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni sem hafði unnið mikinn kosningasigur um vorið, stöðuna ekki boðlega. Einar tekur við sem borgarstjóri um áramótin. Hildur fettir fingur sömuleiðis út í fullyrðingar Dags um að Reykjavíkurborg sé hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þar vísaði hann til þess að gjaldskrá leikskólanna sé lægri í Reykjavík en víða annars staðar. „Það á ekki að vera okkar keppikefli að bjóða ódýrustu leikskólana, heldur bestu leikskólana og áreiðanlegustu þjónustuna. Þessu furðulega monti borgarstjóra um lægstu leikskólagjöldin mætti líkja við matvöruverslun sem auglýsir lægsta vöruverðið, en hefur engar vörur að bjóða í hillunum. Fullyrðingar um góða stöðu í leikskólamálum borgarinnar eru hreinn dónaskapur við þá fjölmörgu foreldra sem sitja nú í úrræðaleysi og algjörri óvissu um framhaldið. Nú þarf að hvíla þessa þreyttu útúrsnúninga borgarstjóra, nálgast stöðuna af heiðarleika og hefjast handa við að setja lausn leikskólavandans í forgang,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31 Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31
Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent